miðvikudagur, september 5

Ætla heim um jólin

Ákvað það i gær að ég ætla heim til Íslands um jólin, það verða komin 4 ár frá því að ég hélt síðast upp á jólin heima á fróni. Gott að vera búin að ákveða það, fékk meira að segja frekar ódýrann miða og allt :o) Binni kemur svo þegar hann getur en hann veit ekkert hvernig hann verður að vinna/í skólanum/í prófum.

Já, svo á litli frændi afmæli i dag, Hafsteinn eins árs, tilhamingju með það :o) Anna María er víst á leiðinni hingað á mánudaginn, sendi knús á hana þá bara.

Annars lítið i fréttum, stundum svolítið erfittt að hafa svona mikið frí. Ætti kanski að sópa rykið að húsmæðrahæfileikunum, tek samt á móti öllum uppástungum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta músin mín.

En æðislegt. Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá í skottið á þér og litla krúttinu ykkar í þeirri jólaferð. Þá getum við séð litlu nýju krútt hvors annars.

Ég mæli með að stússast í barnaundirbúningi, því það er sko aldrei að vita hvenær barnið bankar á hurðina, og það getur sko skeð fyrir áætlaðan tíma, og það er nú bara rétt rúmur mánuður til stefnu. Svo getur annað húsmæðradót komið, hehe. Svona fyrst þú varst að biðja um uppástungur, hahaha.

Kossar og knúsur héðan,
Sigga.

Nafnlaus sagði...

Auj takk takk fyrir afmæliskveðjuna Gugga frænka :)
Kveðja Hafsteinn og mamman