Mamma komin og farin, var voðalega gott að fá hana i heimsókn til okkar. Við höfðum það bara huggulegt og tókum lífinu með ró, labbitúrar i bænum og svo bara hangið heima og leikið við litla prinsinn.
Anna kemur svo út um helgina (fyrst til Ástu og svo til mín), búin að tala við hana 3var i dag... sú ætlar aldeilis að spilla okkur með bakstri og luxus meðferð - hún er yndi :o)
Annars er lítið í fréttum, ég er búin að vera hálf lasin en er á bataleið, enn pínu þreytt en litli stubbur svaf loksins betur í nótt... vona að það verði að vana. Greyið er búinn að vera með allskonar smákvilla en ég trúi því að það sé allt að lagast núna.
Annars er það bara full time job að vera orðin mamma! Verð duglegri að skrifa og senda póst þegar ég er kominn betur inn í nýja starfið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sammála skvísa, þetta er full time job. Erfiðasta starf sem ég hef verið í.
Úfff. En þessir litlu harðstjórar eru nú vel þess virði, ekki satt, hahaha. Yndislegt lítið fólk alveg.
Baráttukveðja héðan,
knús og kram,
hvalurinn (Sigga) þreytta.
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Gugga, hún á afmæli í dag.
Hjartanlega til hamingju með að vera búin að lifa í þrjátíu ár, megi þau verða þrjúhundruð í viðbót.
Ég sé þig í kökustundinni á eftir.
Knús, Ásta
Skrifa ummæli