Herna er mynd af litla prinsinum, hann er algjør rokkari eins og sja ma :o)
Fleiri myndir a myndasidunni minni eftir sma :o)
Øllum heilsast vel, mamman tho nokkud verkjud eftir erfidan solarhring. Okkur hlakkar mikid til ad kynnast litla gaurnum og fa ad syna hann.
Eg verd a Rikisspitalanum næstu 2 nætur nema eitthvad breytist.
16 ummæli:
vááá hvað hann er sætur, engin smá bolla og algjört krútt... hlakka svakalega til að sjá hann þegar ég kem :)
knús og kossar, Anna stolta frænka :)
Innilega til hamingju aftur, Gugga og Brynjulf, hann er afar myndarlegur hann sonur ykkar :-) Hlakka til ad koma og heimsækja ykkur !
Bestu kvedjur, Hildur
Til lukku með Prinzinn, myndarpiltur :)
Luv, Una Björg
Gullfallegur:) Hafið það gott saman.
Bestu kveðjur, Auður.
Til hamingju með flottasta skrákinn, hann er æði. Ji hvað ég hlakka til að hitta ykkur um jólin :o)
Koss og knús og gangi ykkur sem allra best...
Hjartnlega til hamingju með prinsinn ykkar og gott að hann er kominn í heiminn en sendi góða strauma á þig elsku Gugga mín því það tekur tíma að jafna sig líkamlega eftir keisara.
En knús og hamingjuóskir til ykkar hjónakorna:-)
kv. Rakel Dögg
Vá, hvað hann er æðislegt krútt. Hann er algjör kappi með fullt af björgunarhringjum og bollukinnar og bara algjört æði. Mikið er hann fallegur.
Til hamingju með að vera komin í strákamömmuhópinn. Það krefst orku að eiga þessa gaura, haha.
Farðu vel með þig elsku Gugga mín. Maður er svo hrikalega búin á því eftir svona törn.
Hlakka til að sjá ykkur um jólin og heyra í þér þegar þú verður komin heim.
Gangi ykkur allt í haginn, og aftur til hamingju með þennan litla fallega dreng.
Luv og koss og knús,
Sigga, Thomas, og Kristoffer Thor.
Innilega til hamingju með litla gaur, hann er alveg stórglæsilegur! Hlakka til að koma í heimsókn og hitta hann :)
Knús.
ps. fæ ég verðlaun fyrir að hafa rétt fyrir mér með kynið? ;)
Þúsund sinnum til hamingju elsku Gugga og Brynjulf. Þeim litla vil ég líka óska til hamingju með foreldrana. Vel valið!!
Vonandi heilsast ykkur vel, ekki annað að sjá á prinsinum, hraustlegur og flottur.
Passiði nú að springa ekki úr stolti, það er örugglega hætta á því, ekki satt???
Til hamingju með herramanninn;)
Hæ elsku nýbökuðu foreldrar!
Mikið samgleðst ég ykkur yfir gullmolanum, hann er svo fallegur og hraustlegur. Steytir hnefann strax á fyrsta degi! Here I come ;)Hann hefði örugglega orðið 20 merkur ef hann hefði fæðst á settum tíma. Ég ætla að reyna að heimsækja ykkur í nóvember, hlakka rosaleg til að sjá litlu fjölskylduna. Gangi ykkur vel í nýju hlutverki og ég vona að þú verðir fljót að jafna þig Gugga. Knús, Inga Jóna
Hæ hæ elsku fjölskylda,
innilegar hamingjuóskir með flotta prinsinn. Hann er svo flottur! Vonandi verður þú Gugga fljót að jafna þig eftir átökin. Njótið þess að horfa á og dást að litla kraftaverkinu ykkar.
Sjáumst,
með kveðju frá Lundi,
Anna og Abbi
Jubiiiiiiiii
Til hamingju elsku Gugga mín og gangi ykkur allt í haginn. Hlakka til að sjá fleiri myndir.
Risa knús Habba
ohhh hvað hann er sætur. Innilega til hamingju með drenginn Gugga mín og Brynjulf. Hlakkar mikið til að sjá hann og ykkur um jólin. Stórt knús og stór koss til ykkar. Þóra Sj.
Til hamingju aftur elsku Gugga og Binni!!
Hlakka til að fá að sjá og knúsa litla krílaprinsinn!
Knúsíkveðja frá Íslandi :)
Gunna
Til hamingju með gullfallega drenginn ykkar :)
Kv. Rakel Run
Skrifa ummæli