Eg hef ekki verid dugleg ad blogga undanfarid, enda hefur øll orkan farid i Elmar Ørn. Eg reikna nu ekki med ad eg verdi neitt ofsalega dugleg heldur a næstunni en kanski koma nokkrar linur af og til.
Eg byrjadi ad vinna aftur 1.sept og verd ad vinna hja heimilislæknunum fram ad aramotum. Tha er eg loksins buin med turnusinn og fæ ad rada mer sjalf. Verst ad skvisan veit ekki enn hvernig læknir hun vill verda (tilløgur velkomnar) thannig ad stefnan er tekin a dagvinnu med litlu vaktaalagi næsta halfa arid. Eg er komin med vinnu a Steno fra aramotum. Eg er svo ad vinna ad thvi ad bæta fjarhaginn vid ad leysa af i juli i Svithjod med Sunnu Ara. Vona bara ad thad gangi upp! Sidan veit eg ekkert hvad tekur vid.
Brynjulf er ordinn kandidat i "Human Fysiologi" og er nuna ad reyna ad fa peninga til ad vinna ad frekari rannsoknarvinnu. Vona ad hann fai styrk, thad væri næs fyrir annad okkar ad hafa sveiganlegann vinnutima næstu 3 arin :o) Serstaklega fyrst vid erum føst herna i DK. Ef thad klikkar er ekki sens ad Elmar fai systkini fyrr en hann er 15 ara!!
Vegna hruns a fasteignamarkadinum herna eigum vid ekki sens i ad selja husid okkar og verdum thvi i Helsingør afram næstu arin. Thetta var ekki planid hja okkur en vid verdum bara ad gera gott ur thvi. Eins og Thora sagdi: Thad er ekki slæmt ad vera i DK
Jamm... jolin verda haldin herna i Skandinaviu, annad hvort i Lundi eda heima hja okkur. Mamma og Anna koma fra Islandinu og svo ætla Asta og co ad vera afram uti. Von er a litla krilinu theirra 5.feb svo theim finnst fint ad vera ekki ad flakka of mikid.
Elmar Ørn blomstrar allur, hann er farinn ad labba a hundradi, bendir a allt og segir "va de" (hvad er det?) en er annars ekkert farinn ad tala enntha. (Fyrir utan "goló"/kónguló thegar vid syngjum um kalla litla) . Hann er nybyrjadur a nyjum leikskola og virdist vera anægdur thar. Hann ætlar liklega aldrei ad læra ad sofa a nottunni og er pabbi hans farinn ad hafa miklar ahyggjur af tessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ, hæ,
Gaman að fá loksins blogg frá þér.
Bestu kveðjur frá landi elds og krísa! Dagný
Hæ elsku besta dúllan mín.
Mikið rosalega er gaman að lesa nýtt blogg. Ég tékkaði bara upp á djókið og gamlan vana, en bjóst ekki við neinu.
Hérna á Íslandi er allt í hassi. Íhuga verulega að fara að taka um dagdrykkju og kannski líka hassreykingar svona til að sefa lélegt andlegt ástand í þessu hruni efhagslífsins og alls hérna.
Annars ætlum við líklega að setja íbúðina á sölu. Er í athugun. Viljum ekki vera í þessu bulli, með gengið og verðbætur og slíkt bull með húsnæðislánin hérna. Ótrúlega focked up hvernig þessir hlutir virka. Núna er byggingargeirinn í molum, þannig að Thomas sér ekki framtíð hérna að loknu því verkefni sem hann er í núna, þannig að við ætlum að flytjast af landi brott þegar tækifæri gefst. Erum eins og þið, föst að sinni.
Annars máttu koma með hugmyndir af löndum til að flytja til. Líklegast er að við flytjumst aftur til Englands en núna rétt fyrir utan London og ekki í sjálfri borginni aftur. Mig langar ekki til Danmerkur, og Thomasi ekki heldur.
Ætli þið endið ekki til frambúðar í Norge?
Hugmyndir af sérnámi fyrir þig elskan, sem myndu henta þér sem þeirri góðu mömmu sem þú ert eru eftirfarandi: Augnlæknir, heimilislæknir, húð- og kyn (ullabjakk), já, ætli það sé ekki komið.
Hlakka til að sjá þig einhvern tímann ef allar samgöngur frá landinu leggjast ekki af.
Svo vona ég nú að Elmar greyið fái systkin fyrir unglingsaldurinn.
Jæja elskan, vona að þú hafir það gott,
koss og saknaðarknús frá Kríslandi,
luv,
Sigga.
Sæl og blessuð kæra vinkona.
Hér á Dalvík er engin kreppa :o) Allavega finnum við ekki eins fyrir þessu og í RVK. En ég trúi því að ykkur eigi eftir að líða vel í DK næstu árin. Brynjulf fær styrkinn og það birtist þér í draumi hvernig læknir þú verður ;o)
Með svefninn hans Elmars þá get ég sagt ykkur hjónum það að minn prins fór ekki að sofa á nóttunni fyrr en rúmlega 2ja ára. Það var einn góður barnalæknir sem sagði við okkur þegar V var 18 mán að hann væri með svefnraskanir og það væri ekkert við því að gera. Þá loksins sættum við okkur við ástandið og hættum að "obsessa". Svo kom að því einn góðan veðurdag að krakkan svaf og sá dagur var góður hehe :o)
Ég vona nú Elmars vegna að hann fái systkini fyrir 15 ára aldurinn hehe
Bless í bili
gaman að lesa blogg frá þér og fá smá fréttir af ykkur öllu.
Vonandi að styrkurinn komi í hús svo Elmar verði ekki einkabarn næstu 15 árin eða svo;-)
en gott að þú sért að verða búin með námið þó sérhæfingin sé eftir.
Við erum búin að skreyta á klakanum og erum að hlusta á jólalög með smákökunum og appelsíni og malti jólalegra verður það ekki hjá okkur.
jólakveðja Rakel Auðunn og Guðbjörg Elva Dís
Skrifa ummæli