- Lent i þeirri tragidíu að síminn minn bilaði
- Pantað nýjan síma, hlakkað mikið til og svo eftir langa bið og allskonar aukaútgöld fékk ég hann i hendurnar og viti menn - hann virkar ekki
- Dröstlast til Ikea til ad kaupa blaðagrind, fætur undir rúmið og til að skipta nýju dýnunni. Blaðagrindin var ekki komin, fæturnir voru ekki til i réttri stærð og við gátum ekki fengið að skipta dýnunni akkúrat þennan dag, því fólkið sem átti að gera það var ekki í vinnunni. Ekki nóg með það, heldur þurfti endilega gamall "vinur" sem mig langaði ekkert að hitta, að standa við hliðina á okkur þegar við ræddum frekar fúl við kundeservice.
- Brotið nýja rúmið mitt - og ekki útaf action! Vorum bara að setja lappirnar sem voru lengri en við vildum undir rúmið með þessum afleiðingum. Núna eigum við voðalega hátt rúm sem þyrnirós yrði stolt af- reyndar með stafla af bókum undir einni hliðinni.
- Svekkt mig á því að það var ekki bara rúmið sem brotnaði, haldiði ekki að einn ramminn hafi líka verið brotinn við heimkomuna úr IKEA.
- Misst hjólalykilinn minn niður rist úti á götu.
- Fengið bréf frá skattinum um að ég sé í vondum málum.
Svona gæti ég haldið lengi áfram en ég ætla ekki að gera það. Það hafa líka verið góðir punktar inn á milli. Hitti elsku Ali i gær þegar hún kom í smá heimsókn til Köben. Hún er svo yndisleg og maður er farinn að sjá kúlu :o) Hlakkar til að geta heimsókt hana bráðum i Norge i litla húsinu þeirra. Svo átti ég voða næs date með Brynjulfi á mánudaginn, fórum fínt út að borða og í bío - reyndar var mér bannað að sjá myndina sem mig langaði að sjá, kanski því ég var búin að hrósa Gael Garcia Bernal aðeins of mikið :o)
Verslunarferðin i Forum var svona la la. Það var ekki svo mikið eftir af spennandi hlutum en ég skemmti mér vel með Höbbu og Ingu. Náði nú að versla ódýra skó og bleikan tupperware bol - geri aðrir betur.
Jú, svo fékk ég sendingu frá Pabba. Þannig að einhverntímann á næstunni get ég boðið upp á hangikjét - ef Binni verður ekki búinn að henda mér á dyr útaf lyktinni af hákarlinum sem fylgdi með :o)
Jæja, verð að fara að ibba mig útaf símanum, verst að búðin er bara á netinu. Krossið fingur fyrir stelpunni. Ég ætti kanski að hafa sambandi við svona heilara sem gæti rekið þessa illu óheppnis anda burt frá mér, en það myndi nú með minni heppni bara enda i enn meiri vitleysu.
1 ummæli:
Æi greyið mitt að vera svona mikill snillingur...
Skrifa ummæli