þriðjudagur, október 11

Flensa skensa

Eftir ágætis sunnudag þar sem ég slappaði af, vann húsverk og fór útá Lombardivej að hjálpa Höbbu með nýju íbúðina, náði ég að krækja mér i flensu og er búin að vera hálf ónýt síðan. Taldi mig vera að batna i morgun og stalst i brunch á Þvottó með Auði en verð víst að viðurkenna að ég er ekki alveg i toppástandi - er komin upp í sófa, i náttfötin og undir sæng og ætla að eyða deginum i vorkenna mér og glápa á seriur.

Binni kemur svo heim fra Frakklandi seinnipartinn, ætli ég nái ekki að heyra nýjustu plönin um bátakaup áður en hann stingur af á næturvakt :o) Er nú orðin hálf þreytt á því að hafa hann ekki hérna hjá mér. Verð að plotta plan til að halda honum heima i nokkra daga :o)

Ups, má ekki gleyma. Fékk að vita i gær að ég byrja i turnus 1.júni 2006 i Helsingör - ekki alveg draumurinn en ok samt. Vona núna bara að ég fái frí í júli svo ég nái nú að mæta i mitt eigið brúðkaup!

Engin ummæli: