Ég var réttspá, heldur betur búin að vera i dvala þessa vikuna.
Það var voðalega erfitt að byrja aftur i Holbæk, maður sofnar aldrei á réttum tíma en þarf samt að vakna fyrir allar aldir og kemur ekki heim fyrr en seint um síðir. En það er góð stemmning á deildinni og það skiftir öllu. Mikið eru börn líka yndisleg :o) Ég var nú samt fegin að fá helgarfrí i dag eftir laanga sólarhringsvakt.
Brynjulf kom aðeins heim á þriðjudaginn (er að kenna fótbolta í Sports camp i Farum þessa vikuna svo ég hef verið mest ein á meðan), og svo fór ég i mat og hygge til Sifjar og Gríms á miðvikudaginn, annars er ég búin að vera límd fyrir framan skjáinn (annaðhvort tölvuna eða sjónvarpið) þá tíma sem ég hef haft hérna heima. Hef ekkert komist i gymmið alla vikuna, svo ég á líklega ekki eftir að passa í nýju íþróttafötin þegar ég loksins kemst í það að fara að nota þau :o)
Helgin verður buisy hjá mér. Auður heldur upp á afmælið sitt í kvöld, svo á að gæsa Alisu allann daginn á morgun, kíkja á aðstæður i Helsingör sunnudagsmorguninn og skella sér svo yfir til Sverige til að plana skíðaferð með fjölskyldunni og halda upp á útskriftina hjá Skástu systir á sunnudaginn. Uff.. og mér sem er skapi næst að skríða beint upp í rúm og sofa alla helgina - Gugga gamla!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli