laugardagur, október 15

Prinsinn fæddur!

Já, þá er prinsinn fæddur!
Mary og Friðrik orðin foreldrar. Daninn er alveg búinn að bíða sperrtur eftir þessu í næstum 9 mánuði svo það á nú aldeilis eftir að vera umfjöllun um litla krónprinsinn í öllum fjölmidlum næstu vikurnar. Greyin fá ekkert að vera i friði með litla unganum sínum.

Já, ég er skriðin upp úr flensunni en ekki alveg orðin tip top ennþá. Kíkti á kulturnat i gær með Sunnu og Óla, við vorum pínulítið seint á ferð en náðum nú samt að fanga stemninguna og heyrðum Green Concord spila á Studenterhuset. Ég verð nú samt að viðurkenna að mér fannst Hollenska hjómsveitin sem spilaði með þeim einginlega bara betri. Fannst söngurinn vera svo einhæfur (bædi texti og tónn) hja GC þó að lögin væru flott, en hvaða vit hef ég líka á tónlist :o) Við reyndum líka að ná á sýninguna um stríðsárin sem var á national museum-inu en náðum að koma akkurat þegar þeir voru að loka.

Ég er að hugsa um að slæpast aðeins núna, kanski lesa smá, og svo fer ég á kvöldvagt i Hvidovre. Búin að versla aðeins of mikið og þarf að fara að borga fyrir það ;o)

1 ummæli:

Úngfrúin sagði...

Blessuð. Ertu að vinna eitthvað á Hvidovre? Bróðir minn og kærasta búa í Köben og eru að spá í að eiga prinsinn sinn þar.