Já, ef fall er fararheill þá verður 2006 rosalega flott ár hjá mér. Ég hef verið svo mikill klaufi seinustu daga að meira að segja mér hálf bregður við það sjálfri og er ég nú vön ýmsu.
Fyrst týni ég lyklunum að geymslunni rétt fyrir utan dyrnar hjá mér, en þrátt fyrir ákafa leit hurfu þeir i snjóinn. Ég ákvað að finna þá bara þegar það hætti að snjóa en þá er auðvitað búið að moka alla götuna og lyklarnir "gone with the snow". Ég gat því ekki hent í þvottavél eða náð i skautana mína niður i kjallara :o(
Sama dag átti að koma kall i 3ja skiptið og lesa á mælana hjá okkur, hann lét auðvitað aldrei sjá sig frekar en hin skiptin og skellti svo bara á mig þegar ég vildi spyrja manninn að því hvort hann væri nú örugglega með rétt heimilisfang. Ég var nú frekar fúl, búinn að hanga heima i fleiri klukkutíma og aflýsa date-i með vinkonu minni til at gefa honum séns í þriðja skiptið en það er víst lítið að gera við því. Nú er þetta amk orðið of seint, hann er búinn að senda alla pappíra inn til hitaveitunnar, svo við höldum bara áfram að borga of mikið i hita.
Svo i gær tekst mér að rífa hálfa litlu tásuna af mínum fæti þegar ég með gummisköfu reyni að fjarlægja vatnið á gólfinu inni á baði... ég er snillingur, held að ég hafi slasað mig á öllum þeim heimilistækjum sem bara gefa minnsta séns á því. Ég hef kveikt i hendinni á mér (og fengið stud) með hárþurrkunni hennar mömmu,sama dag brenndi ég mig á straujárninu (voða klaufalegt og bara af þvi að betri höndin var öll innpökuð eftir hárblásarann), ég hef skorið mig á skúringarfötu, ískáp og gólfmöppu, ég hef brennt mig á tánum við að elda, brotið litlutánna á stól, (hina litlutána braut Brynjulf svo þegar hann hoppaði á mig þegar hann vildi vera fyrstur til að ná i þvottinn sinn), ég skar mig ansi illa i vörina á skærum núna fyrir stuttu, brenndi mig á bakinu við að skúra ganginn og svona gæti ég lengi haldið áfram.
Nóg af væli, ég vildi nú bara smella nýárskveðju á ykkur öll, vona að nýja árið verði voðalega gott við ykkur. Ég ætla að gera það nýársheit að vera heppin í ár og svo kanski að taka aftur upp þráðinn i ræktinni, hver veit kanski það takist.
laugardagur, desember 31
fimmtudagur, desember 29
Snestorm i Danmark
Ja thad er nu meira, allur bærinn er ad fara yfirum utaf snjostorminum ogurlega - sem okkar a milli er bara oskop venjuleg snjokoma!! Thad er svo fyndid ad hlusta a utvarpid, ekki talad um annad og allt voda hættulegt, svo kikir madur ut og ju vist, thad snjoar og aldrei thessu vant er lika sma snjor a vegunum en thad er ekki einu sinni hvasst. Vitleysingar :o)
En ja, vid Brynulf erum buin ad hafa thad alveg vodalega notalegt nuna um jolin. Fengum ønd i appelsinu a jolunum, sænska svinaskinku a joladag og thad gekk nu bara vel ad galdra matinn fram :o) Vid fengum fullt af finum gjøfum i ar, thad var hreinlega ekkert sem ekki slo i mark - eg hreinlega man ekki eftir ødrum eins jolum. En audvitad søknudum vid bædi fjølskyldunnar sem var vids fjarri.
Vid kiktum til Sverige a afmælinu pabba. Eg thurfti ad fa einu nummeri stærri brettasko og Binni hafdi fengid gjafakort i utivistarbud. Thad var mjøg svo jolalegt og sætt i Malmø enda slappa sviarnir af med ad salta allar gøtur upp a lif og dauda svo madur nadi ad heyra brakid undan fotunum thegar madur gekk i snjonum :o) Thannig ad eg fekk svona extra jolaskapssprautu beint i æd vid ad kikja yfir sundid. Elska thetta brak!
Ja, nuna er eg svo buin ad koma mer vel fyrir a Panum, er ad reyna ad berja saman CV-i svo eg geti farid ad sækja um vinnu. Thad tekur ottalega langan tima ad gera svona, eg er lika svo oviss um hvernig their vilja ad thetta se gert herne i DK. Eg vona bara ad einhver sjai aumur a mer og radi mig i vinnu.
Jæja, eg verd ad halda afram, sendi stort jolaknus a ykkur øll!
En ja, vid Brynulf erum buin ad hafa thad alveg vodalega notalegt nuna um jolin. Fengum ønd i appelsinu a jolunum, sænska svinaskinku a joladag og thad gekk nu bara vel ad galdra matinn fram :o) Vid fengum fullt af finum gjøfum i ar, thad var hreinlega ekkert sem ekki slo i mark - eg hreinlega man ekki eftir ødrum eins jolum. En audvitad søknudum vid bædi fjølskyldunnar sem var vids fjarri.
Vid kiktum til Sverige a afmælinu pabba. Eg thurfti ad fa einu nummeri stærri brettasko og Binni hafdi fengid gjafakort i utivistarbud. Thad var mjøg svo jolalegt og sætt i Malmø enda slappa sviarnir af med ad salta allar gøtur upp a lif og dauda svo madur nadi ad heyra brakid undan fotunum thegar madur gekk i snjonum :o) Thannig ad eg fekk svona extra jolaskapssprautu beint i æd vid ad kikja yfir sundid. Elska thetta brak!
Ja, nuna er eg svo buin ad koma mer vel fyrir a Panum, er ad reyna ad berja saman CV-i svo eg geti farid ad sækja um vinnu. Thad tekur ottalega langan tima ad gera svona, eg er lika svo oviss um hvernig their vilja ad thetta se gert herne i DK. Eg vona bara ad einhver sjai aumur a mer og radi mig i vinnu.
Jæja, eg verd ad halda afram, sendi stort jolaknus a ykkur øll!
föstudagur, desember 23
Jól í Dk
Jamm, við Brynjulf ætlum að halda jólin hérna i DK, hann er að vinna svo mikið og ekki getur maður farið að skilja kallinn sinn eftir einan um jólin. Ég er handviss um það að það eigi eftir að vera voðalega notalegt hjá okkur yfir hátíðarnar, en ég efast heldur ekki um að maður eigi eftir að sakna fjölskyldunnar og vina.
Við eigum enn eftir að stússast fullt fyrir jólin, allir pakkar komnir en vantar eitt og annað matarkyns i kofann. Svo var ég líka að fá sendingu frá kertasníki svo það verður að fara og kíkja á föt svo maður lendi ekki í jólakettinum :o) svo langar mig aðeins i tivoli að komast i aðeins meira jólaskap (reyndar er sanni tilgangurinn að finna jólate), og svo á að búa til konfekt og kanski baka jólakökur. Hugsa að þetta taki daginn i dag og jafnvel vel það.
Við eigum enn eftir að stússast fullt fyrir jólin, allir pakkar komnir en vantar eitt og annað matarkyns i kofann. Svo var ég líka að fá sendingu frá kertasníki svo það verður að fara og kíkja á föt svo maður lendi ekki í jólakettinum :o) svo langar mig aðeins i tivoli að komast i aðeins meira jólaskap (reyndar er sanni tilgangurinn að finna jólate), og svo á að búa til konfekt og kanski baka jólakökur. Hugsa að þetta taki daginn i dag og jafnvel vel það.
miðvikudagur, desember 21
Loksins komin i jólafrí
Ég er svo fegin að vera komin i jólafrí!! Það er ekki hægt að ímynda sér hvað ég er sátt við lífið og tilveruna akkúrat núna.
Það er búið að ganga vonum framar i prófunum, ég var alveg við það að gefast upp fyrir seinasta prófið en einhvernveginn tókst mér að klöngrast í gegnum þann lestur líka. Eftir næstum 7 ára háskóla nám er ég komin með nett ógéð á prófalestri. Núna á ég ekki nema 1 próf eftir og þá er ég bara búin! (það er ekki fyrr en i janúar)
Það er hálf skrýtið að hugsa til þess að eftir næsta próf verð ég bara læknir og í staðinn fyrir að vera hundleiðinleg og geta ekki hitt fólk og svona útaf lestri verður það útaf vöktum i staðinn. Annars er ég ekki komin með neina vinnu ennþá fyrr en í júni, hef ekki mátt vera að því að sækja um neinstaðar ennþá, þannig að kanski verð ég bara atvinnulaus og hef nógan tíma.
Eftir að hafa komið mér heim frá Holbæk i dag, hef ég þrifið kofann hátt og lágt og er við það að komast i jólaskapið. Ásta sendi Binna með piparkökur og malt á undan sér og Ámunda, en þau koma hérna bráðum og svo á að kíkja út að borða. Þau eru á heimleið og gista hér i nótt mér til mikillar ánægju. Ég ætla að kveðja að sinni og skella mér i sturtu áður en þau koma.
Það er búið að ganga vonum framar i prófunum, ég var alveg við það að gefast upp fyrir seinasta prófið en einhvernveginn tókst mér að klöngrast í gegnum þann lestur líka. Eftir næstum 7 ára háskóla nám er ég komin með nett ógéð á prófalestri. Núna á ég ekki nema 1 próf eftir og þá er ég bara búin! (það er ekki fyrr en i janúar)
Það er hálf skrýtið að hugsa til þess að eftir næsta próf verð ég bara læknir og í staðinn fyrir að vera hundleiðinleg og geta ekki hitt fólk og svona útaf lestri verður það útaf vöktum i staðinn. Annars er ég ekki komin með neina vinnu ennþá fyrr en í júni, hef ekki mátt vera að því að sækja um neinstaðar ennþá, þannig að kanski verð ég bara atvinnulaus og hef nógan tíma.
Eftir að hafa komið mér heim frá Holbæk i dag, hef ég þrifið kofann hátt og lágt og er við það að komast i jólaskapið. Ásta sendi Binna með piparkökur og malt á undan sér og Ámunda, en þau koma hérna bráðum og svo á að kíkja út að borða. Þau eru á heimleið og gista hér i nótt mér til mikillar ánægju. Ég ætla að kveðja að sinni og skella mér i sturtu áður en þau koma.
laugardagur, desember 10
Nýr prins
Kominn glærnýr frændi i heiminn i dag, Guðrún kærastan Kára frænda þvílíkt búin að hafa fyrir þessu i 2 daga svo það er greinilega verið að vanda sig :o) Óska þeim auðvitað til hamingju með prinsinn.
Annars er lítið fréttnæmt, það tókst vel til i jólagjafakaupunum í gær, vid erum næstum komnar með alla fjölskyldupakkana. Restina tek ég bara eftir próf 21.des ef það verður eitthvað eftir i búðunum. Var voða gott að komast til Malmö, í búðunum hérna er allt troðfullt af fólki, mestmegnis íslendingum. Fékk líka að komast i kökuboxið hjá Ástu og Ámunda :o)
Jæja, meiri laugardagurinn, sit heima og nenni ekki að læra - frekar glatað. Vona að ykkar kvöld sé aðeins meira spennandi.
Annars er lítið fréttnæmt, það tókst vel til i jólagjafakaupunum í gær, vid erum næstum komnar með alla fjölskyldupakkana. Restina tek ég bara eftir próf 21.des ef það verður eitthvað eftir i búðunum. Var voða gott að komast til Malmö, í búðunum hérna er allt troðfullt af fólki, mestmegnis íslendingum. Fékk líka að komast i kökuboxið hjá Ástu og Ámunda :o)
Jæja, meiri laugardagurinn, sit heima og nenni ekki að læra - frekar glatað. Vona að ykkar kvöld sé aðeins meira spennandi.
föstudagur, desember 9
Próf og pakkar!
Nú þarf bara að lifa prófið af svo ég komist til Sverige að kaupa pakka!!
Veit orðið allt um niðurgang og smitsjúkdóma í Indlandi, vona bara að prófdómarinn fari nú inn á það en ekki eitthvað allt annað, maður veit sko aldrei með svona kalla. Ef einhver er á leiðinni til Indlands get ég verið innan handar ef ykkur vantar heilsuráðgjöf :o)
Já, svo var ég að komast að því að það gæti farið þannig að ég þurfi að flytja frá DK núna þegar ég klára í janúar. Skatturinn gæti verið mér fjötur um fót ef ég flyt ekki úr landi i nokkra mánuði og kem aftur. Meira um það seinna þegar ég sjálf veit meira.
Wish me luck
Veit orðið allt um niðurgang og smitsjúkdóma í Indlandi, vona bara að prófdómarinn fari nú inn á það en ekki eitthvað allt annað, maður veit sko aldrei með svona kalla. Ef einhver er á leiðinni til Indlands get ég verið innan handar ef ykkur vantar heilsuráðgjöf :o)
Já, svo var ég að komast að því að það gæti farið þannig að ég þurfi að flytja frá DK núna þegar ég klára í janúar. Skatturinn gæti verið mér fjötur um fót ef ég flyt ekki úr landi i nokkra mánuði og kem aftur. Meira um það seinna þegar ég sjálf veit meira.
Wish me luck
fimmtudagur, desember 8
Flensa skensa
Það er sko ástand á stelpunni! Er búin að vera með flensu(r) núna síðan á laugardaginn og er ekki búin að gera mikið af viti á meðan. Hélt ég væri orðin fersk á sunnudaginn en þá tók bara ný flensa við á mánudeginum. Ég hefði átt að dissa danina meira fyrir það að vera svona miklir vælukjóar þegar þeir verða veikir, við Berglind vorum einmitt að tala um hvað þeir væru nú miklir aumingjar og mæta ekki við minnsta kvef en svo hefnist okkur heldur betur fyrir sögð orð.
Fyrsta prófið mitt er á morgun, get ekki beðið eftir að það sé búið. Ég er ekkert farin að stressa fyrir þetta próf enda ekki mikið hægt að undirbúa sig fyrir svona kjaftapróf, árangurinn veltur allur á því hver er að prófa mann og hvort þeir fíli hvernig maður talar við sjúklingana og hvort maður sé sammála þeim i hvernig eigi að meðhöndla ýmsa kvilla. Mér ætti að vera nokkuð sama svo lengi sem ég næ en ég þykist nú samt vita að ég verð voðalega pirruð ef þeir verða ekki góðir við mig, nenni ekki að byrja prófin illa núna á seinustu önninni.
Á morgun ætla ég svo að þeysa yfir til Malmö og versla jólagjafirnar með Ástu systir, hlakka mikið til að sjá stelpuna og fara i búðir :o) Ef þið sem eruð svo heppin að eiga rétt á pakka frá okkur systrunum viljið vera viss um að þið fáið eitthvað sem þið viljið þá er ekki seinna vænna en að senda okkur óskalista.
Jebbidi, ég verð víst að kíkja aðeins í bækurnar til að friða samviskuna svo ég sofi nú i nótt.
Fyrsta prófið mitt er á morgun, get ekki beðið eftir að það sé búið. Ég er ekkert farin að stressa fyrir þetta próf enda ekki mikið hægt að undirbúa sig fyrir svona kjaftapróf, árangurinn veltur allur á því hver er að prófa mann og hvort þeir fíli hvernig maður talar við sjúklingana og hvort maður sé sammála þeim i hvernig eigi að meðhöndla ýmsa kvilla. Mér ætti að vera nokkuð sama svo lengi sem ég næ en ég þykist nú samt vita að ég verð voðalega pirruð ef þeir verða ekki góðir við mig, nenni ekki að byrja prófin illa núna á seinustu önninni.
Á morgun ætla ég svo að þeysa yfir til Malmö og versla jólagjafirnar með Ástu systir, hlakka mikið til að sjá stelpuna og fara i búðir :o) Ef þið sem eruð svo heppin að eiga rétt á pakka frá okkur systrunum viljið vera viss um að þið fáið eitthvað sem þið viljið þá er ekki seinna vænna en að senda okkur óskalista.
Jebbidi, ég verð víst að kíkja aðeins í bækurnar til að friða samviskuna svo ég sofi nú i nótt.
sunnudagur, desember 4
fimmtudagur, desember 1
Komin i gírinn
Halló halló! Já, ég loksins komin á netið aftur, veit samt ekki hversu lengi það endist i þetta skiptið.
Af okkur er allt gott að frétta, nóg að gera og ég er fyrst núna að komast i prófgírinn. Fyrsta prófið er eftir viku og ég er svo langt frá því að vera tilbúin i slaginn.
Bjössi frændi kom i heimsókn seinustu helgi og við fórum í leiðangur með honum og Helgu, voða gaman að sjá kallinn, en annars erum við nú bara búin að vera frekar róleg upp á það síðasta. Thad hafa bara verið spilakvöld og þessháttar herlegheit á döfinni. Stefnan er að reyna að halda sér rólegum fram að jólum, en sjáum nú til - bráðavaktin heldur julefrokost um helgina og það er sko aldrei að vita hvað gæti gerst þar.
Guðmundur Árni litlibróðir á svo afmæli i dag, óska honum innilega til hamingju með daginn :o) Ciao i bili
Af okkur er allt gott að frétta, nóg að gera og ég er fyrst núna að komast i prófgírinn. Fyrsta prófið er eftir viku og ég er svo langt frá því að vera tilbúin i slaginn.
Bjössi frændi kom i heimsókn seinustu helgi og við fórum í leiðangur með honum og Helgu, voða gaman að sjá kallinn, en annars erum við nú bara búin að vera frekar róleg upp á það síðasta. Thad hafa bara verið spilakvöld og þessháttar herlegheit á döfinni. Stefnan er að reyna að halda sér rólegum fram að jólum, en sjáum nú til - bráðavaktin heldur julefrokost um helgina og það er sko aldrei að vita hvað gæti gerst þar.
Guðmundur Árni litlibróðir á svo afmæli i dag, óska honum innilega til hamingju með daginn :o) Ciao i bili
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)