Kominn glærnýr frændi i heiminn i dag, Guðrún kærastan Kára frænda þvílíkt búin að hafa fyrir þessu i 2 daga svo það er greinilega verið að vanda sig :o) Óska þeim auðvitað til hamingju með prinsinn.
Annars er lítið fréttnæmt, það tókst vel til i jólagjafakaupunum í gær, vid erum næstum komnar með alla fjölskyldupakkana. Restina tek ég bara eftir próf 21.des ef það verður eitthvað eftir i búðunum. Var voða gott að komast til Malmö, í búðunum hérna er allt troðfullt af fólki, mestmegnis íslendingum. Fékk líka að komast i kökuboxið hjá Ástu og Ámunda :o)
Jæja, meiri laugardagurinn, sit heima og nenni ekki að læra - frekar glatað. Vona að ykkar kvöld sé aðeins meira spennandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jeijjj fullt fullt af pökkum. Ég hlakka sko til að opna mína pakka á jólunum híhí... sakna þin ;*
En Anna... við erum sko ekki búnar að kaupa neitt handa þér...
En það kemur allt fljótlega :o) Búið að ákveða þetta allt saman, bara eftir að framkvæma.
Skrifa ummæli