Ég er svo fegin að vera komin i jólafrí!! Það er ekki hægt að ímynda sér hvað ég er sátt við lífið og tilveruna akkúrat núna.
Það er búið að ganga vonum framar i prófunum, ég var alveg við það að gefast upp fyrir seinasta prófið en einhvernveginn tókst mér að klöngrast í gegnum þann lestur líka. Eftir næstum 7 ára háskóla nám er ég komin með nett ógéð á prófalestri. Núna á ég ekki nema 1 próf eftir og þá er ég bara búin! (það er ekki fyrr en i janúar)
Það er hálf skrýtið að hugsa til þess að eftir næsta próf verð ég bara læknir og í staðinn fyrir að vera hundleiðinleg og geta ekki hitt fólk og svona útaf lestri verður það útaf vöktum i staðinn. Annars er ég ekki komin með neina vinnu ennþá fyrr en í júni, hef ekki mátt vera að því að sækja um neinstaðar ennþá, þannig að kanski verð ég bara atvinnulaus og hef nógan tíma.
Eftir að hafa komið mér heim frá Holbæk i dag, hef ég þrifið kofann hátt og lágt og er við það að komast i jólaskapið. Ásta sendi Binna með piparkökur og malt á undan sér og Ámunda, en þau koma hérna bráðum og svo á að kíkja út að borða. Þau eru á heimleið og gista hér i nótt mér til mikillar ánægju. Ég ætla að kveðja að sinni og skella mér i sturtu áður en þau koma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með að vera komin í jólafrí ástin mín :) hlakka til að sjá þig eftir mánuð :D:D
Skrifa ummæli