laugardagur, desember 31

Klaufastelpa

Já, ef fall er fararheill þá verður 2006 rosalega flott ár hjá mér. Ég hef verið svo mikill klaufi seinustu daga að meira að segja mér hálf bregður við það sjálfri og er ég nú vön ýmsu.

Fyrst týni ég lyklunum að geymslunni rétt fyrir utan dyrnar hjá mér, en þrátt fyrir ákafa leit hurfu þeir i snjóinn. Ég ákvað að finna þá bara þegar það hætti að snjóa en þá er auðvitað búið að moka alla götuna og lyklarnir "gone with the snow". Ég gat því ekki hent í þvottavél eða náð i skautana mína niður i kjallara :o(

Sama dag átti að koma kall i 3ja skiptið og lesa á mælana hjá okkur, hann lét auðvitað aldrei sjá sig frekar en hin skiptin og skellti svo bara á mig þegar ég vildi spyrja manninn að því hvort hann væri nú örugglega með rétt heimilisfang. Ég var nú frekar fúl, búinn að hanga heima i fleiri klukkutíma og aflýsa date-i með vinkonu minni til at gefa honum séns í þriðja skiptið en það er víst lítið að gera við því. Nú er þetta amk orðið of seint, hann er búinn að senda alla pappíra inn til hitaveitunnar, svo við höldum bara áfram að borga of mikið i hita.

Svo i gær tekst mér að rífa hálfa litlu tásuna af mínum fæti þegar ég með gummisköfu reyni að fjarlægja vatnið á gólfinu inni á baði... ég er snillingur, held að ég hafi slasað mig á öllum þeim heimilistækjum sem bara gefa minnsta séns á því. Ég hef kveikt i hendinni á mér (og fengið stud) með hárþurrkunni hennar mömmu,sama dag brenndi ég mig á straujárninu (voða klaufalegt og bara af þvi að betri höndin var öll innpökuð eftir hárblásarann), ég hef skorið mig á skúringarfötu, ískáp og gólfmöppu, ég hef brennt mig á tánum við að elda, brotið litlutánna á stól, (hina litlutána braut Brynjulf svo þegar hann hoppaði á mig þegar hann vildi vera fyrstur til að ná i þvottinn sinn), ég skar mig ansi illa i vörina á skærum núna fyrir stuttu, brenndi mig á bakinu við að skúra ganginn og svona gæti ég lengi haldið áfram.

Nóg af væli, ég vildi nú bara smella nýárskveðju á ykkur öll, vona að nýja árið verði voðalega gott við ykkur. Ég ætla að gera það nýársheit að vera heppin í ár og svo kanski að taka aftur upp þráðinn i ræktinni, hver veit kanski það takist.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Gugga mín :)

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elskurnar mínar og megi heppnin elta þig á þessu ári.

Kv. Rakel Dögg

Nafnlaus sagði...

Elsku Gugga mín.
Gleðilegt nýtt ár. Vona að við sjáumst fljótlega á nýju ári.
Knús til Brynjulfs.
Þúsund knús og kossar
Þóra