þriðjudagur, febrúar 7

Óbærilegur léttleiki tilverunnar

Já þá er fríið búið... ja, amk skíðafríið. Það var voðalega gaman að skella sér með fjölskyldunni i svona ferð. Við fengum ekki svo mikinn snjó en í staðinn rosalega fínt veður, sól og blíðu næstum allann tímann.

Þó það hefði verið gaman í brekkunum var það ekki síður gaman að vera með fjölskyldunni, langt síðan ég hef hitt þau frá Sigló og nauðsynlegt að fá að leika aðeins við bræður mína sem eru algjörir snillingar.
Við vorum nú bara frekar dugleg i brekkunum miðað við hvað við getum verið löt stundum :o) Annars missti Binni úr degi því hann var veikur og Ásta tók líka einn skíðalausann dag. Gugga heppna varð auðvitað líka veik,ég var búin að vera á skíðum (skipti úr bretti á telemark skiði á föstudeginum)allann síðasta daginn og hélt að ég væri bara orðin sjóveik á öllum beyjunum en þá ældi mín bara eins og múkki alla leiðina i rútunni og á flugvellinum - frekar ólystugur ferðafélagi!

Sterling var samt alls ekki að standa sig, fyrst 2 tíma seinkun á leiðinni út og svo aftur klst á leiðinni heim og næstum tveggja tíma bið eftir að fá allann farangurinn þegar heim var komið - sussusvei! Svo tok ekki betra vid, langt i næstu lest og svaka leigubilaröð, og ég alveg ónýt. Við vorum hársbreidd frá því að leigja okkur herbergi á Hilton þegar við loksins fengum far heim.

En núna er ég búin að jafna mig, taka upp úr töskunum og henda inn nýjum myndum á síðuna mina. Mest búin að slappa af heima og er að vinna í haugunum af pappír sem ég hef sankað að mér i gengum árin. Kíkti samt á Guggu vinkonu áðan, varð að sjá hana einu sinni áður en litla krílið kæmi í heiminn :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að skoða myndirnar úr skíðaferðinni, þið hafið aldeilis fengið gott veður vonandi hefur það bætt upp þettta snjóleysi,
Og gaman líka að geta fylgst með ykkur systrum svona vel þótt þið séuð svona í burtu, takk báðar fyrir það.

kveðja

Árný og co