laugardagur, mars 4

Fer að ná bakkanum.. vona ég

Já, manni var sko aldeilis hent út i djúpu laugina þegar maður hóf störf sem læknir hérna i vikunni. Ég er svona rétt að ná andanum núna og ég vona að ég fari nú bráðum að ná bakkanum. Stefni á bakkasund út næstu viku og vona svo að þetta fari að ganga hjá mér.

Þó maður hafi lært heilann helling síðustu 7 ár í skólanum, er svo mikið af því praktiska sem maður hefur aldrei komið nálægt og svo er auðvitað erfiðara að byrja á stað sem maður þekkir ekki og þar sem maður þekkir ekki hefðir og venjur. Bara það að finna deildina sína tel ég góðann árangur :o) (Er kanski pínu smá búin að villast um gangana undanfarið). Mér finnst svo lítið eins og það hafi verið kippt undan mér fótunum allt í einu.

Já, ég hef ekki náð að hugsa um neitt annað en vinnuna þessa viku, vonast til að geta farið að vera ég sjálf aftur, hitta fólk og skella mér i stund og svona núna á næstu dögum. Endilega látið heyra i ykkur ef þið megið vera að því að gera eitthvað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa, búin að vera bíða við símann, hringdu endilega. Laus í kvöld, fer á kvöld- og næturvakt á morgun. Hlakka til að heyra í þér.

Kveðja Auður.