sunnudagur, maí 28

Dinamarca

Tíminn líður svo hratt, nú er ég búin að vera 10 daga í Danmörku og finnst ég samt vera nýkomin. Þetta átti að vera sumarfríið mitt en það er búið að vera svo leiðinlegt veður, endalaus rigning og ég hef því ekki alveg dottið i sumargírinn.. á að byrja að vinna i Helsingör á fimmtudaginn en þá er auðvitað spáð sól og blíðu.

Annars er nú búið að vera gaman hjá mér. Það var auðvitað yndislegt að hitta Binna aftur og að fá að sjá Ástu systir með kúluna langt úti loftið. Svo tóku stelpurnar sig saman og héldu gæsun nr 2. Mjög skemmtilegur dagur :o)

Þær voru voða næs við mig, komu mér á óvart heima og svo var haldið útá strönd og farið i blak fengið sér smá nesti, auðvitað var freyðivínið alltaf við höndina. Svo var haldið inn i bæ aftur (var orðið frekar erfitt að hjóla en ekki vegna ofdrykkju heldur hafdi stýrið á hjólinu mínu hafði sagt skilið við restina af hjólinu),þar var dekrað við mig með andlitsnuddi og notalegheitum, áður en ég var látin reyna á listamannshæfileikana við glerblástur. Það var rosalega gaman að fá að spreyta sig og afraksturinn varð 2 nothæf glös þó þau uppfylli kanski ekki alla fegurðarstaðla :o) Habba hélt svo party, fengum fullt af allskonar kokteilum, rosagóða tippaköku, fullt af mat og ennþá meira að drekka. Nokkrar okkar héldu svo niður i bæ i leit að meira stuði þegar líða fór á nóttina. Myndir HER

Ég er nýbúin að kveðja Þóru Gísla og Grétar en þau voru hjá okkur um helgina. Það er alltaf gaman ad sjá þau. Enduðum með að vera frekar mikið i búðum en það var auðvitað farið i Tivoli og svona líka, ekkert djamm i þetta skiptið, vorum öll hálf búin á því.

Nú er svo stefnan að taka sig saman og gera það sem þarf heima áður en ég byrja að vinna, ætla líka að reyna að hitta fólk inn á milli. Mér á amk ekki eftir að leiðast næstu dagana.

Ja, meðan ég man þrusu afmæliskveðja til Mömmu sem á afmæli i dag :o) Luv U

miðvikudagur, maí 17

Óskalistinn kominn og ég svo gott sem farin

Það sem margir hafa beðið eftir með óþreyju... listinn langi er kominn á netið ef einhverjum langar að skoða hann. Veit ekki hvort hann sé endanlegur en nú hafa þeir sem vilja eitthvað að skoða.

Svo er ég svo gott sem farin, flugið fer ekki fyrr en um hádegi á morgun en ég þarf að koma við í Keflavík og útrétta smá fyrst. Náði ekki að gera nema brot af því sem ég ætlaði i dag en ég átti varla von á öðru - to do listinn var líka orðin ansi langur.

Fyndið þegar maður er að pakka að finna allskonar hluti sem ég var farin að halda að ég hefði ekki tekið með mér hingað, búin að leita dauðaleit að ýmsu sem svo dúkkar bara upp þegar ég get hvergi komið því fyrir í töskunum - ég í hnotskurn!

Hasta luego krakkar

mánudagur, maí 15

seinasti séns

að hitta á mig á Íslandi er í dag eða á morgun...

Þá eru liðnir næstum því 3 mánuðir frá því að ég flutti inn á mömmu og ekki seinna vænna að koma sér aftur til síns heima. Það hefur að mörgu leiti verið fínt að vera heima en ég hef nú líka saknað Danmörku og fólksins míns þar. Maður fær alltaf smá heimþrá þangað sem maður er ekki.

Annars er ég að reyna að vesenast i brúðkaupsundirbúningi þessa dagana, það eru svo margir búnir að biðja um allskonar upplýsingar og óskalista sem ég ætla að reyna að berja saman á eftir.

Já, svo var ég að plana að fara Fimmvörðuhálsinn 10.júli og gista í Langadal i Þórsmörk (allt fullt í Básum)var að vonast til að sem flestir nenntu að fara með. Hugsa að við fáum líka nokkra norsara með í ferðina ef þeir eru ekki búnir að plana eitthvað merkilegra. Látið heyra í ykkur ef þið ætlið með :o)

Ekki meir i bili

mánudagur, maí 8

Atburðir helgarinnar

Þá er ég loksins komin með eitthvað fréttnæmt.

Ég rétt klikkaði á að fara á árshátið með Skurðdeildunum og Svæfingunni á spítalanum á föstudaginn, fór i staðinn út að borða með Berglindi og á rúntinn með Þóru. Fékk bara hið besta kvöld út úr því. Var samt farið að langa svolítið mikið á ballið en fegin að ég lét það vera - það kom sér vel á laugardaginn að vera ekki þunn og þreytt :o)

Haldiði ekki að stelpurnar frá Sigló hafi ekki látið ná í mig á mótorhjóli og drifið mig í bæjarferð! Fékk þetta líka fína slör og fallega kjól að láni við Smáralindina og hófst þar mission Gugga gæs :o)Fékk aðeins að ganga um og gera mig að fífli,sem betur fer var búið að hella aðeins á mig fyrst. Ég átti að safna kossum og þessháttar og fá svo kvittun fyrir öllu saman, hélt að það yrði erfiðast að fá hár úr jómfrú eða að versla brúðarnærföt á dönsku, en til og með það gékk vel :o)

Svo drifu skvísurnar mig með í bláa lónið (vorum svo heppnar að þær eiga góða bræður og maka sem reddu transporti og ýmsu öðru). Þar spókaði ég mig í þessum líka fína tiger sundbol og auðvitað með slörið líka. Ég gleymdi samt alveg að vera vandræðaleg fyrir múnderinguna þegar ég fékk nudd í lóninu - Það var æði! Fannst það minna æði þegar ég sá að það var gamall "kunningi" í lóninu líka, hehe.

Þaðan var svo haldið heim til Gústa bróðir Valdísar sem hafði lánað okkur íbúðina sína og þar gerðum við okkur fínar og sætar áður en við héldum út að borða. Stefnan var upphaflega á Ítalíu en því var breytt í Madonnu þegar kom í ljós að við vorum ekki alveg á skema og ekki hægt að breyta borðapöntuninni.. það var bara hið besta mál þrátt fyrir breytingarnar (sem ætluðu að taka Unu útaf laginu)því í staðinn fengum við bara einkasöng hjá sjálfri Idol stjörnunni. Þurftum aðeins að plata hann úr óvíssupartýi hinum megin á staðnum en það gékk alveg ljómandi.

Eftir góðar veitingar og huggulegheit fórum við svo áfram í partý til Vigdísar og Þórðar, þar var okkur tekið með opnum örmum og til og með sett á fót sýning fyrir gæsina. Ég var samt farin að skemmta mér svo vel að þarna datt minnið aðeins út og því komin smá göt í frásögnina þegar hér kom við sögu. En það endaði allt vel, við komumst í bæinn en ég stoppaði stutt, fékk fylgd heim og haldiði ekki að Valdís hafi ekki bara gist uppí hjá mér eins og í gamla daga. Fengum svo vöfflur í morgunmat og rifum okkur í Smáralindina, hef aldrei farið svona þunn út að versla en frænka átti afmæli og varð að fá pakka.

Jæja, nóg að gera hjá mér, verð að þjóta, á að fara að borða með Sirry eftir smá og er ekki farin að taka mig til.

þriðjudagur, maí 2

helgarnar

Aftur breyting, búin að skipta sunnudeginum þessa helgi yfir i ad vinna laugardaginn næstu helgi.. er því aftur i fríi þessa helgina en ekki næstu.

Bara svona að láta vita :o)

mánudagur, maí 1

RED DAYS

Ég elska rauða daga... ekkert betra en frí á mánudegi, sérstaklega þegar maður hefur verið að vinna alla helgina. Ef það væri ekki fyrir rauðu dagana um páskana og núna væri ég líklega löngu búin að gefast upp á íslandsdvölinni.

Annars styttist nú hratt í að ég fari, ekki einu sinni 3 vikur eftir núna. Ég sem átti að vera í fríi næstu 2 helgar hef nú verið neydd til að vinna sunnudaginn næsta en bara til 4. Ég var búin að segja nei við vinnu föstudaginn, laugardaginn og gat bara ekki staðið nógu fast i fæturnar til að segja nei þegar ég var beðin um að redda sunnudeginum... get verið svo óttaleg rola stundum.

Annars er lítið fréttnæmt..