Þá er ég loksins komin með eitthvað fréttnæmt.
Ég rétt klikkaði á að fara á árshátið með Skurðdeildunum og Svæfingunni á spítalanum á föstudaginn, fór i staðinn út að borða með Berglindi og á rúntinn með Þóru. Fékk bara hið besta kvöld út úr því. Var samt farið að langa svolítið mikið á ballið en fegin að ég lét það vera - það kom sér vel á laugardaginn að vera ekki þunn og þreytt :o)
Haldiði ekki að stelpurnar frá Sigló hafi ekki látið ná í mig á mótorhjóli og drifið mig í bæjarferð! Fékk þetta líka fína slör og fallega kjól að láni við Smáralindina og hófst þar mission Gugga gæs :o)Fékk aðeins að ganga um og gera mig að fífli,sem betur fer var búið að hella aðeins á mig fyrst. Ég átti að safna kossum og þessháttar og fá svo kvittun fyrir öllu saman, hélt að það yrði erfiðast að fá hár úr jómfrú eða að versla brúðarnærföt á dönsku, en til og með það gékk vel :o)
Svo drifu skvísurnar mig með í bláa lónið (vorum svo heppnar að þær eiga góða bræður og maka sem reddu transporti og ýmsu öðru). Þar spókaði ég mig í þessum líka fína tiger sundbol og auðvitað með slörið líka. Ég gleymdi samt alveg að vera vandræðaleg fyrir múnderinguna þegar ég fékk nudd í lóninu - Það var æði! Fannst það minna æði þegar ég sá að það var gamall "kunningi" í lóninu líka, hehe.
Þaðan var svo haldið heim til Gústa bróðir Valdísar sem hafði lánað okkur íbúðina sína og þar gerðum við okkur fínar og sætar áður en við héldum út að borða. Stefnan var upphaflega á Ítalíu en því var breytt í Madonnu þegar kom í ljós að við vorum ekki alveg á skema og ekki hægt að breyta borðapöntuninni.. það var bara hið besta mál þrátt fyrir breytingarnar (sem ætluðu að taka Unu útaf laginu)því í staðinn fengum við bara einkasöng hjá sjálfri Idol stjörnunni. Þurftum aðeins að plata hann úr óvíssupartýi hinum megin á staðnum en það gékk alveg ljómandi.
Eftir góðar veitingar og huggulegheit fórum við svo áfram í partý til Vigdísar og Þórðar, þar var okkur tekið með opnum örmum og til og með sett á fót sýning fyrir gæsina. Ég var samt farin að skemmta mér svo vel að þarna datt minnið aðeins út og því komin smá göt í frásögnina þegar hér kom við sögu. En það endaði allt vel, við komumst í bæinn en ég stoppaði stutt, fékk fylgd heim og haldiði ekki að Valdís hafi ekki bara gist uppí hjá mér eins og í gamla daga. Fengum svo vöfflur í morgunmat og rifum okkur í Smáralindina, hef aldrei farið svona þunn út að versla en frænka átti afmæli og varð að fá pakka.
Jæja, nóg að gera hjá mér, verð að þjóta, á að fara að borða með Sirry eftir smá og er ekki farin að taka mig til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ógisslega gaman :o) Ég hefði viljað sjá þig í lóninu...
Takk fyrir síðast. Ég er ennþá í skýjunum yfir óvæntu uppákomunni á Madonnu Þetta var alveg svaka skemmtilegur dagur :o)
Skrifa ummæli