að hitta á mig á Íslandi er í dag eða á morgun...
Þá eru liðnir næstum því 3 mánuðir frá því að ég flutti inn á mömmu og ekki seinna vænna að koma sér aftur til síns heima. Það hefur að mörgu leiti verið fínt að vera heima en ég hef nú líka saknað Danmörku og fólksins míns þar. Maður fær alltaf smá heimþrá þangað sem maður er ekki.
Annars er ég að reyna að vesenast i brúðkaupsundirbúningi þessa dagana, það eru svo margir búnir að biðja um allskonar upplýsingar og óskalista sem ég ætla að reyna að berja saman á eftir.
Já, svo var ég að plana að fara Fimmvörðuhálsinn 10.júli og gista í Langadal i Þórsmörk (allt fullt í Básum)var að vonast til að sem flestir nenntu að fara með. Hugsa að við fáum líka nokkra norsara með í ferðina ef þeir eru ekki búnir að plana eitthvað merkilegra. Látið heyra í ykkur ef þið ætlið með :o)
Ekki meir i bili
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli