miðvikudagur, maí 17

Óskalistinn kominn og ég svo gott sem farin

Það sem margir hafa beðið eftir með óþreyju... listinn langi er kominn á netið ef einhverjum langar að skoða hann. Veit ekki hvort hann sé endanlegur en nú hafa þeir sem vilja eitthvað að skoða.

Svo er ég svo gott sem farin, flugið fer ekki fyrr en um hádegi á morgun en ég þarf að koma við í Keflavík og útrétta smá fyrst. Náði ekki að gera nema brot af því sem ég ætlaði i dag en ég átti varla von á öðru - to do listinn var líka orðin ansi langur.

Fyndið þegar maður er að pakka að finna allskonar hluti sem ég var farin að halda að ég hefði ekki tekið með mér hingað, búin að leita dauðaleit að ýmsu sem svo dúkkar bara upp þegar ég get hvergi komið því fyrir í töskunum - ég í hnotskurn!

Hasta luego krakkar

1 ummæli:

Gugga sagði...

Audvitad attu sens i hana.. thetta er samt svolitid mikid uppavid en thad er aldrei neitt serstaklega bratt, attu ekki nyja gøngusko sem thu tharft ad koma i gagnid :o)

Knus GUGGAN