Tíminn líður svo hratt, nú er ég búin að vera 10 daga í Danmörku og finnst ég samt vera nýkomin. Þetta átti að vera sumarfríið mitt en það er búið að vera svo leiðinlegt veður, endalaus rigning og ég hef því ekki alveg dottið i sumargírinn.. á að byrja að vinna i Helsingör á fimmtudaginn en þá er auðvitað spáð sól og blíðu.
Annars er nú búið að vera gaman hjá mér. Það var auðvitað yndislegt að hitta Binna aftur og að fá að sjá Ástu systir með kúluna langt úti loftið. Svo tóku stelpurnar sig saman og héldu gæsun nr 2. Mjög skemmtilegur dagur :o)
Þær voru voða næs við mig, komu mér á óvart heima og svo var haldið útá strönd og farið i blak fengið sér smá nesti, auðvitað var freyðivínið alltaf við höndina. Svo var haldið inn i bæ aftur (var orðið frekar erfitt að hjóla en ekki vegna ofdrykkju heldur hafdi stýrið á hjólinu mínu hafði sagt skilið við restina af hjólinu),þar var dekrað við mig með andlitsnuddi og notalegheitum, áður en ég var látin reyna á listamannshæfileikana við glerblástur. Það var rosalega gaman að fá að spreyta sig og afraksturinn varð 2 nothæf glös þó þau uppfylli kanski ekki alla fegurðarstaðla :o) Habba hélt svo party, fengum fullt af allskonar kokteilum, rosagóða tippaköku, fullt af mat og ennþá meira að drekka. Nokkrar okkar héldu svo niður i bæ i leit að meira stuði þegar líða fór á nóttina. Myndir HER
Ég er nýbúin að kveðja Þóru Gísla og Grétar en þau voru hjá okkur um helgina. Það er alltaf gaman ad sjá þau. Enduðum með að vera frekar mikið i búðum en það var auðvitað farið i Tivoli og svona líka, ekkert djamm i þetta skiptið, vorum öll hálf búin á því.
Nú er svo stefnan að taka sig saman og gera það sem þarf heima áður en ég byrja að vinna, ætla líka að reyna að hitta fólk inn á milli. Mér á amk ekki eftir að leiðast næstu dagana.
Ja, meðan ég man þrusu afmæliskveðja til Mömmu sem á afmæli i dag :o) Luv U
sunnudagur, maí 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli