Já, en ekki alveg búin að ná tökum á bakkasundinu. Þetta kemur samt vonandi allt með tímanum. Ég hef nú ekki verið dugleg að hafa samband við fólk því ég er oftast alveg búin á því þegar ég kem heim, en það ætti nú að fara að lagast aðeins á næstunni. Verð samt að vinna allan laugardaginn þannig að það er ekki um þessa helgi að ég á eftir að sletta úr klaufunum.
Annars er Sunna komin frá Köben, ætla rétt að hitta á hana á kaffihúsi eftir vinnu á morgun. Hún er með fötin mín fyrir ræktina, svo nú er bara að sjá hvort ég drattist til að gera eitthvað bráðum :o) Já og svo er Sólveig víst flutt aftur til Íslands - jibbi.. amk á meðan ég er hérna heima, verður samt tómlegt að fara til Arendal úr þessu.
Ekki má gleyma að Ámundi hennar Ástu á afmæli i dag og Dagný á afmæli á morgun. Sendi henni hérmeð afmælisknús alla leið til Tokyo.
Allir víst með einhverja flensu núna, ég er ekki hressust sjálf en aumingja Anna systir er búin að vera fárveik i marga daga. Það klikkar meira að segja að fá hana suður um helgina. Hefði sko alveg verið til í að hitta skvísuna.
Af góðum fréttum er að ég virðist vera með fullt af helgarfríi í Apríl :o) Ætti að kunna á vinnuna þá og geta gert eitthvað sniðugt. Svo er líka Rakel frænka búin að fá litlu skvísuna sína heim, prinsessan kom í heiminn með stórum dyn 1.mars og bara mesta lán að ekki fór illa. En frænka ætlar að spjara sig.
Er núna að reyna að leggja inn á skypið svo ég geti náð i Binna og pantað flug fyrir annað hvort okkar i April, sakna hans voðalega mikið og get ekki beðið eftir að sjá hann. Höfum bara verið að bíða eftir vöktunum i April, strax skárra þegar maður hefur eitthvað að hlakka til.
Jæja, nóg bull i bili.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli