fimmtudagur, mars 16

babbarabara

Halló, halló!

Nú er þetta allt að koma hjá mér, ég er farin að sofa á nóttinni og ekki í stressi yfir öllu í vinnunni þó að það sé enn nóg sem ég þarf að læra :o) Ég er svona að komast í minn gír og er farin að hafa orku til að hitta fólk og gera eitthvað. Verður nú lítið samt um slíkt næstu daga því ég er á 16 tíma vakt á morgun og á sunnudaginn. Ég ætla svo að sofa lengi og fara svo i mat til Ingu vinkonu á laugardaginn, annars er ekkert planað núna í nokkra daga.

Ég sakna Brynjulfs og Ástu frekar mikið, var búin að hlakka svo til að fara að geta séð þau meira og betur eftir að skólanum lauk og svo fer maður bara. Náði ekki einu sinni að láta fullt af fólki vita að ég væri farin til Íslands, þau sitja bara i DK og blóta mér fyrir að svara ekki sms unum þeirra og svara ekki í símann.

Annars er gott að vera hjá mömmu, hún stjanar alveg við mig og það er ósköp notalegt. Við ætlum að taka okkur saman og skella okkur i ræktina i einn mánuð, vitum að við eigum líklega ekki eftir að endast lengur en það :o) letibykkjur með meiru.

Jæja, vildi bara láta vita af mér. Heyrumst!

1 ummæli:

Asta sagði...

Ohhh, þín er sko líka sárt saknað. Eina huggunin er að það er jafn dýrt að hringja til Íslands og Danmerkur...

Verst að maður getur ekki boðið þér í kaffi og kökur í nýju höllinni fyrr en í haust. Kannski að Ámundi bjóði ykkur í pönnukökur einhvern daginn :o)