fimmtudagur, desember 8

Flensa skensa

Það er sko ástand á stelpunni! Er búin að vera með flensu(r) núna síðan á laugardaginn og er ekki búin að gera mikið af viti á meðan. Hélt ég væri orðin fersk á sunnudaginn en þá tók bara ný flensa við á mánudeginum. Ég hefði átt að dissa danina meira fyrir það að vera svona miklir vælukjóar þegar þeir verða veikir, við Berglind vorum einmitt að tala um hvað þeir væru nú miklir aumingjar og mæta ekki við minnsta kvef en svo hefnist okkur heldur betur fyrir sögð orð.

Fyrsta prófið mitt er á morgun, get ekki beðið eftir að það sé búið. Ég er ekkert farin að stressa fyrir þetta próf enda ekki mikið hægt að undirbúa sig fyrir svona kjaftapróf, árangurinn veltur allur á því hver er að prófa mann og hvort þeir fíli hvernig maður talar við sjúklingana og hvort maður sé sammála þeim i hvernig eigi að meðhöndla ýmsa kvilla. Mér ætti að vera nokkuð sama svo lengi sem ég næ en ég þykist nú samt vita að ég verð voðalega pirruð ef þeir verða ekki góðir við mig, nenni ekki að byrja prófin illa núna á seinustu önninni.

Á morgun ætla ég svo að þeysa yfir til Malmö og versla jólagjafirnar með Ástu systir, hlakka mikið til að sjá stelpuna og fara i búðir :o) Ef þið sem eruð svo heppin að eiga rétt á pakka frá okkur systrunum viljið vera viss um að þið fáið eitthvað sem þið viljið þá er ekki seinna vænna en að senda okkur óskalista.

Jebbidi, ég verð víst að kíkja aðeins í bækurnar til að friða samviskuna svo ég sofi nú i nótt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg var ad senda ter komment...en hvar er tad????

Ciao Habba