þriðjudagur, ágúst 29

Langt a milli blogga

En betra seint en aldrei. Er komin i nokkra daga frí núna, búin að vinna svo mikið í Júli og i Águst og fantarnir vilja ekki borga neina yfirvinnu svo maður verður bara að taka frí í staðinn.. verst hvað það er dýrt að vera svona i fríi... vita þeir ekki að endalausar kaffihúsaferðir og verslunarferðir og annað eins kostar :o)

Annars virðist þetta vera fínn tími fyrir nokkra frídaga, Þóra Gísla er hérna á landi með skólanum sínum og ég ætti því að ná að hitta hana, svo er Ásta náttúrulega nýkomin á svæðið og við ætlum að leika á morgun, svo er maður heldur betur farinn að vilja hitta alla hina vinina sem hafa þurft að sitja aðeins á hakanum þegar maður kemur heim eftir langann dag. Er því næstum komin með stífara plan þessa daga en þegar ég er að vinna - það er bara svo miklu skemmtilegra að hitta vini sína en að fara í vinnuna.

Anna systir kom i hálf óvænta heimsókn þarseinustu helgi með Danna með sér, það var rosa gaman að fá skvísuna yfir og að kynnast honum betur, ég var samt að vinna þessa helgi svo ég sá þau ekki alveg jafn mikið og ég vildi hafa gert. Anna ætti núna að vera nýkomin til Sunny beach, væri til í að vera þar með henni en ekki i rigningunni i Köben.

Jæja, must run.. meira seinna

mánudagur, ágúst 14

Fullt af prinsessum

Komin ny prinsessa i heiminn, Berglind og Emil eignudust stora og sæta stelpu 11. agust og skilst mer ad øllum heilsist vel. Til hamingju med thad :o) Sa myndir af henni i gær og thad virdist sem hun likist theim badum.

Svo er litla skvisan Astu og Ama komin med nafn og er svona sma half nafna min lika... heitir reyndar eftir ømmunum en gæti svo sem heitid eftir mer lika. Hun fekk nafnid Elsa Bjørg, og eg hugsa ad thad seu tvær rigmontnar ømmur anægdar med thad. Nu er ekki nema 11 dagar i ad eg fai ad sja hana og knusa. Asta og thau koma 25 til Køben og eg ætla audvitad med yfir i Lund og passa upp a thau fyrstu nottina.

Til ad bæta nu fleiri prinsessum i hopinn tha kom Katrine i heimsokn um helgina, hun er byrjud i mædraorlofi en litlu (lesist tvær) prinsessurnar hennar eru enn ofæddar. Hun er ordin myndarleg en ekki hægt ad sja a henni ad hun gangi med tvibura.

Ja, annars er buid ad vera mikid ad gera undanfarid. Una Døgg kom i heimsokn med Tristan og eg er buin ad slæpast svolitid med theim, hef verid heldur dugleg a kaffihusunum med theim - madur ma ju allt thegar madur er med gesti :o) Held ad Una se ad versla i dag og svo verdur hun farin thegar eg kem aftur til kbh eftir vinnu. Thad er buid ad vera vodalega gaman ad hafa hana herna, finnst ad hun ætti bara ad flytja hingad :o) hehe

jæja, vinnan kallar!!

sunnudagur, ágúst 6

Same old

Ekki mikið að frétta af mér núna. Er að vinna nokkuð mikið, og svo slæpist ég bara þess á milli. Gerðum heiðarlega tilraun til að fara að sigla i gær en ég varð nú bara sjóveik og varð að stytta ferðina aðeins... aumingja Brynjulf er farinn að örvænta og veit ekki alveg hvernig þetta fer en hann dreymir ju um að eiga stórann seglbát og sigla i öllum fríum en það verður kanski pínu erfitt að telja mér trú um að ég vilji slíkt hið sama.

Jamm.. ég er að fara á kvöld og næturvakt á eftir og er ekkert svo spennt fyrir því, langar miklu frekar á ströndina. Svo var ég að frétta að Una Dögg kæmi til Köben á þriðjudaginn svo það verður nóg að gera þegar ég er ekki að vinna þessa vikuna.

Talvan mín er næstum komin i lag... er nú samt að stríða mér með bláum skjáum því mig vantar driver fyrir módemið mitt og ég finn hann hvergi, vona að ég kippi því bráðum i lag.

Jæja, hætt i bili, farið vel með ykkur

miðvikudagur, ágúst 2

fjölgar i familiunni

Þá eru Ásta og Ámundi loksins búin að eignast litlu stelpuna sína - (já sem alls ekki var neitt lítil heldur 17.5 merkur og 52cm ). Hún er gullfalleg og ég skelli inn link a síðuna hjá skvísunni. Verst að ég hef ekki komist á netið fyrr en núna er ég búin að skoða allar þær myndir sem hægt er að nálgast. Voða sæt og fín enda á hún það ekki langt að sækja.

Ekki meira fréttnæmt i bili, lítur samt út fyrir að Henry hafi gert við tölvuna mína svo ég ætti svo smátt saman að fá inn þau prógrömm sem ég sakna og verð bráðum orðin tengd á ný. Takk Henry!!!

knús og kossar frá stoltu frænkunni

GUGGAN