sunnudagur, apríl 29

Betri tímar


Eins og oft áður fór ég til Svíþjóðar um helgina, Binni kom svo á eftir mér föstudagskvöldið. Það er alltaf jafn gott að koma og kíkja á litlu fjölskylduna hinum megin við sundið og eins og oft áður var mikið spilað, spjallað og spist :o)

Það stóð annars til að fara yfir gallana í nýja húsinu á föstudaginn en viti menn, haldiði að þeir hafi ekki bara frestað því því þeir eiga alltof mikið eftir, það á eftir að koma mér á óvart ef við fáum að flytja inn daginn sem það stendur til. En í staðinn fékk ég frí heilan dag sem fór svo í að bíða á Kastrup... nei nú verð ég að hætta að pirra mig á þessu.

Það var nú alveg þess virði að kíkja yfir i góða veðrið eins og sjá má. Fórum líka að gefa öndunum niðri í bæ og fengum smá sól á kroppinn og Anna og Abbi voru auðvitað líka með í för. Anna er orðin ansi myndarleg enda bara mánuður í erfingjann.





Sem betur fer er ekki allt jafn svart í dag, átti fínasta dag etir ad dsb böggaði mig uppúr skónum.

Hitti Dagnýju og co aftur í dag áður en þau draga aftur til Íslands á morgun. Þau hafa verið hérna i rúma viku og ég hef náð að hitta þau oftar en einu sinni. Þessi vika jafnast alveg á við hitting síðustu 3 ára held ég bara :o) enda ekki létt að halda sambandi við fólk sem býr í Tokyo. Þau eru sem betur fer að flytja til Íslands aftur svo nú ætti þetta að vera léttara. Næsti hittingur bara strax i ágúst.

Svo áttum við bráðavakta skvísurnar date á ströndinni i dag, en skilaboðin fóru forgörðum og við vorum bara 2 sem vissum hvar og hvenær það átti að hittast og því bara við Hildur sem hittumst. Var samt gaman að hitta Hildi og spjalla svolítið, en ég held við plönum þetta betur í næsta skipti :o)

Já og aftur til hamingju með stórafmælin elsku Valdís og Anna systir!!

Eg hata DSB

DSB... de danske stadsbaner er efst á lista yfir þá sem mér er illa við þessa dagana.

Fyrst seinkar mér um næstum 2 tíma á leiðinni til Lundar á föstudaginn... yfir klst bið á Kastrup því háspennulína datt niður og gaf lestinni minni svaka stuð og stoppaði alla umferð yfir brúnna. Á laugardaginn toppa þeir það svo með að lestin stoppar inni í göngunum við Norreport og dyrnar opnast en ekki séns að komast út því við erum langt frá sporunum, það munaði engu að ég hefði fleygt mér út um dyrnar og lent beint á teinunum... sama sagan á næstu stoppusöð en svo komumst við út úr lestinni á þriðju stöðinni langt frá hjólunum okkar...
Í dag toppar svo allt, ég eyddi 20 mínútum í að reyna að nálgast klippikort á Nörreport en ekkert af sjálfsölunum virkaði, og fékk svo loksins miða eftir að hafa staðið i langri biðröð og misst af fullt af lestum, rétt náði að hoppa inn í lest en gleymdi að klippa (i fyrsta skipti á ævinni) og viti menn, þar biðu mín lestarkallar sem sektuðu mig um næstum 8000 ísl krónur.

Skil enn betur afhverju allir danir hjóla!

þriðjudagur, apríl 17

Sumar i kbh

Búið að vera frábært veður hérna síðustu dagana. Eftir langa vinnu viku eyddi ég öllum sunnudeginum úti i Kongens Have med Siggu sumarblómi og Höbbu pæju og það er komið þvílík sumarstemmning i liðið. Mig langar helst að vera bara i fríi núna alla daga og hanga bara úti í sólinni. Var veik heima í gær og stalst úti garð þegar ég gat ekki sofið fyrir látum, fékk Guggu, Ævar (afmælisbarn) og Jakob í heimsókn í sólina... sem betur fer vita þau ekkert um það i vinnunni :o)

Það eru bara ansi margar kvöld og næturvaktir framundan... ég verð alveg skrýtin eftir svona vaktir því mér finnst ekki létt að sofa á daginn í sólinni þegar gríslingarnir eru á hundraði hérna úti i garði.
Svo á fimmtudaginn (fyrir næturvagt) er ég að fara að hitta lækninn sem ég verð að vinna hjá i sumar, þau eru reyndar 3 saman i praksis en ég hef grun um að hann stjórni öllu meira eða minna. Ég er nú þegar búinn að svekkja hann með að segja honum frá því að mín sé að fara i 2 vikna frí í lok juni, byrjun júli og núna fær hann svo í hausinn að ég fari líka í barnseignarfrí áður en ég er hálfnuð með tímann hjá honum. Ég verð heldur betur að sjarma hann upp úr skónum á fimmtudaginn, allar góðar hugmyndir vel þegnar.

Svo er Dagný að koma með alla strákana sína um helgina og verður rúma viku. Ég hlakka svo til að sjá hana og nýjasta fjölskyldumeðliminn ;o) Gaman gaman!

fimmtudagur, apríl 12

Tja

Ekki alveg búin að vera nógu dugleg í blogginu, viðurkenni það alveg. Í þetta skiptið vegna anna og ekki vegna þess að ég hafi ekkert að blogga um :o)

Mamma kom i heimsókn fyrir páska og var æðislegt að fá að dunda sér aðeins með henni. Tíminn flaug bara svo svakalega hratt og áður en ég vissi af var hún farin aftur heim. En hún ætlar að koma aftur i lok mai og hjálpa okkur að flytja.

Páskarnir fóru svo í páskaeggjaát og i steinasteik hjá Gunnu granna. Munaði minnstu að við hefðum kveikt í öllu húsinu. Einhverra hluta vegna gleymdist öll varúð þegar við fylltum a sprittkönnurnar undir steininum og áður en við vissum af logaði i borðinu, gólfinu, gardínunum og geisladiskunum hennar... Binni var skjótur að taka við sér og náðum við að ráða niðurlögum eldsins eins og skot. Þurftum ekki meiri skemmtiatriði það kvöldið!

Já, svo er búið að vera nóg að gera i vinnunni, ég er alveg búin á því þegar ég loksins kem heim að loknum vinnudegi, endist stundum i göngutúr um söerne og einstaka sinnum í ræktarferð með Sunnu, stóð til að vera dugleg i dag en það endaði i ísferð á Paradís og kaffihúsaheimsókn. Ég ætti að skammast mín!
En ég er komin með súper afsökun á allri leti og þreytu, ég er orðin ófrísk og allir lestir eru yfirfærðir beint a barnið :o) Barnið vill hvíla sig, fá ís, sofa, borða mikið og svo framvegis...