sunnudagur, desember 31

Áramót

það verða bara róleg áramót hjá mér í ár. Ég á að mæta i vinnu i fyrramálið kl 8 i Helsingör og Binni rétt eftir miðnætti í nótt svo við tökum því bara með ró í ár. Við ætlum út að borða með vinum Binna og kærustum, verðum 18 svo það verður nú eflaust stuð og svo verður haldið til Sverris i party en eg endist varla lengi. Er ekki það spræk daginn eftir djamm að ég gæti mætt i vinnu eins og það er alltaf klikkað að gera á spítalanum.

Margt búið að gerast í ár, miklar breytingar og stórir áfangar hjá mér og mínum, en ég vona að það haldi bara áfram svoleiðis. Hlakka amk til að flytja i nýja húsið en við kíktum einmitt á það í gær og það er núna verið að leggja þakið á höllina og rakahreinsa svo þau geti lokað kofanum.

Óska ykkur öllum gleðilegs árs og alls hins besta á komandi ári. Takk fyrir allt gamalt og gott.

Áramóta knús GUGGAN

sunnudagur, desember 24

Gledilega hatid

Vildi bara oska øllum nær og fjær gledilegra jola.

Vid erum nokkud nykomin til Noregs og stoppum stutt i thetta skiptid. Flugum aftur til kbh a joladag thvi vinnan bidur 26.des.
Herna er heitt og milt og ekki neitt svakalega jolalegt. En vid ætlum nu samt ad hafa thad huggulegt hja tengdo.


Gledilega hatid

miðvikudagur, nóvember 29

home sweet home

Thad er alltaf notalegt ad koma aftur heim i dotid sitt, meira ad segja thegar madur byr jafn thrøngt og vid. Hefur kanski lika eitthvad ad segja thegar madur hefur ekki sed manninn sinn i marga daga :o)

Thad var yndislegt ad fara til Islands, mamma tekur alltaf svo vel a moti manni og mer finnst ottalega gott ad leyfa henni ad dekstra vid mig. Tho ad heimsoknin hafi verid stutt nadi eg ad hitta storann hluta af vinunum og Pabbi brunadi lika sudur til ad hitta mig. Hafdi nu reyndar ætlad mer ad hitta meira af fjølskyldunni en timinn flaug bara afram, 3 dagar er kanski adeins of stuttur timi i alvøru heimsokn.

I kvøld ætla eg svo bara ad sitja fyrir framann imbann og slappa af.
A morgun er svo ferdinni haldid til Svithjodar thar sem vid ætlum ad hafa thad næs med Astu og Ama og borda islenskt hangikjøt i bodi pabba. Eg hlakka mikid til.
Svo er fyrsti dagurinn i nyju vinnunni a føstudaginn en thad sem mikilvægara er ad Gudmundur litli bro verdur 6 ara :o) Til hamingju astin min!
Komnar nokkrar nyjar myndir HERNA

miðvikudagur, nóvember 22

litid ad gera a vaktinni

thannig ad eg akvad ad skella inn nokkrum linum tho ad litid se i frettum.

Sidasta vaktin a slyso i nott, hlakka svo til ad skipta yfir a medicin tho thad verdi erfitt, get ekki bedid eftir ad verda "alvøru" læknir :o)
Annars hlakka eg nu meira til thess ad fa fri thangad til. Ætla ad nota timann vel og fer i heimsokn til Island a laugardaginn fram a midvikudagsmorgun. Tek vid timapøntunum i gamla nummerinu minu :o)

Ja, litid annad i frettum. Ordin arinu eldri fra sidasta bloggi og nu er ekki seinna vænna en ad taka sig saman og gera eitthvad af thvi sem manni hefur dreymt um ad gera fyrir thritugt. Nu er hægt ad plata mig i allskonar vitleysu, bara ad koma med hugmyndirnar og eg skal fylgja eftir.

Hmmm.. jæja, tharna kom sjuklingur til min. Meira seinna.

sunnudagur, október 29


skvisurnar i heimsokn i nyja husinu...n�st bid eg upp a kaffi og med thvi Posted by Picasa

Mömmuheimsókn

Nýkomin aftur heim i kotið eftir að hafa eitt síðasta sólarhring i góðum hópi i Svíþjóð. Mamma var skilin eftir hjá Ástu þar til á morgun en þá þarf hún víst að fara aftur til Íslands.

Þetta var fínasta helgi, var svo gott að fá mömmu i heimsókn. Ásta og Elsa Björg hittu okkur á Kastrup og við fórum í bíltúr að skoða húsið i Helsingör og bæinn sjálfann og svo hugguðum við hérna á föstudeginum. Á laugardeginum fórum svo yfir til Sviþjóðar i enn meiri hygge, spil, mömmumat og dekur - og auðvitað smá shopping :o) Binni og Ámi voru bara heima á meðan að læra og leika við barnið... myndarmenn sem við eigum :o)

Já, nú er ég svo búin að undirbúa fyrirlestur fyrir morgundaginn, hélt að maður væri ekki með heimaverkefni eftir að skólanum lauk en það er víst mesti misskilningur hjá mér. Framundan eru svo bara 3 dagar af vinnu og svo er aftur frí hjá minni. Pabbi kemur 2.nóv og við B förum svo til Norge þegar hann fer aftur heim. Vei!!

þriðjudagur, október 17

Næ ferd heim fyrir jol

Tha er komid vaktaplan fyrir november og eg fæ fullt af fridøgum i lok manadarins og a sama tima er iceland express med mida a finu verdi svo eg ætla ad kikja adeins a klakann :o) Verd heima 25 til 29 november, gerid endilega rad fyrir mer.

Annars hlakka eg bara til ad fa familiuna i heimsokn um manadarmotin, timinn fram ad jolum a eftir ad lida vodalega hratt. Vid B reiknum med at vera i Norge a afmælinu minu en eg ætla samt ad halda upp a daginn, buid ad vera alltof margir dagar sem eg hef ekki haldid uppa undanfarid.

Hmm.. ekki mikid ad fretta, husinu okkar hefur verid frestad um tæpann manud :o( finnst thad frekar glatad en vid getum vist ekkert sagt vid thvi. Attum ad vera flutt nuthegar.

jæja, vinnan kallar

þriðjudagur, október 3

Von á fullt af heimsóknum

Mér finnst alltaf svo gaman að fá fólk i heimsókn og því er ég alveg i essinu mínu. Fyrst ætlar mamma að heiðra okkur með nærveru sinni í lok oktober og svo er von á Pabba, Möggu og strákunum í byrjun nóvember. Þannig að ég fæ að sjá fjölskylduna fyrir jólin (ja, nema Önnu en það er ekki langt síðan hún kíkti á okkur). Ég verð núbúin að skipta yfir á medicin svo ég á ekki von á því að fá frí um jólin í ár og því verðum við líklega bara hérna tvö i kotinu.

Gott að frétta af okkur, Skodi er kominn aftur á götuna og við ætlum að halda honum þar!! Ég er núna í "fokuseret ophold" á almennri skurðdeild og þessvegna auðveld vika framundan, þetta er næstum eins og að vera kominn aftur i klinik. Fínt að fá hálfgerða pásu mitt í öllu. Ég hef meira að segja haft overskud til að vera svolítil húsmóðir, búin að þrífa allt, baka heilann helling, fá skvísur í kaffi og elda alvöru mat, ætla svo að fara að koma brúðkaupsmyndunum í albúm. Um helgina ætla ég svo yfir til Skástu og fylgjast með litlu fjölskyldunni.

fimmtudagur, september 28

Hlaut ad gerast

Thad hlaut ad koma ad thvi... Skodi (ljoti) vildi ekki starta i dag og vid sem vorum buin ad fara med kaggann i vidgerd og buin ad redda vandamalinu med ad starta thegar hann var heitur. Allt buid ad vera eins og i søgu. Haldidi ad batteriid hafi ekki gefist upp nuna. Eg a leid i vinnu og hata ad koma of seint. Var sem betur fer buin ad panta askrift ad "bilathjonustu" svo mer var lofad start-straum innan klst.. eg akvad ad bida en tha var batteriid ekki bara tomt heldur ekki vid bjargandi svo min matti taka lestina og kom 1.5 klst of seint i vinnuna. Held ad thad se i fyrsta skipti sem eg kem of seint i vinnu (amk meir en 5.minutum). Frekar skømmustuleg nuna.

Annars erum vid nykomin fra Milano. Thad var svo gott ad komast i burtu med Binna og vera saman i 3 heila sólarhringa. Vorum a 4 stjørnu hóteli (eg miskildi verdid og helt ad verdid fyrir nottina var fyrir alla helgina.. fekk sma sjokk thegar eg atti ad borga) en nog um thad. Gott verdur i 2 daga og svo rigning seinasta daginn, en tha var madur lika sattur vid ad fara aftur heim. Eg eyddi heilum helling en versladi ekki svo mikid, finu budirnar voru of dyrar og hinar svona la la. Keypti mest i budum sem eru til herna lika. Gaman samt ad labba um. Vid dulludum okkur, sma sight seeing, sma verslun, sma kaffihus og fullt af is :o) Isinn var eins og bradid sukkuladi en ekki is svo eg var i cloud 7 hehe. Hittum ekkert frægt folk en eg var nu buin ad vara vid ad eg myndi nu liklega ekki thekkja neinn tho thau væru beint fyrir framan nefid a mer.

Jamm... Svo eru komin fleiri børn i heiminn sidan sidast. Sólveig og Andri eru buin ad eignast prinsessu og Katrine og Mathias gerdu betur og eignudust tvær litlar. Tilhamingju enn og aftur. Nuna eru svo mørg litil børn sem mig langar ad skoda ad eg held eg verdi ad fara ad kikja um eftir midum heim.

föstudagur, september 22

Milano

Ég er á fullu að pakka fyrir Milano en við förum núna á eftir, hlakka voðalega mikið til. Verst að mér finnst ég engin föt eiga, og fataskápurinn þurfa á algjörri endurnýjun að halda og þá er nú ansi hættulegt að vera i Milano...amk þegar maður á frekar lítið af peningum.

Hef svo lítið bloggað að ég hef ekki náð að auglýsa það að Sólveig og Andri eru búin að eignast litla prinsessu og Anna Maria frænka litinn prins... Það er alveg farið að vera þörf fyrir smá ferð heim að kíkja á öll nýju krílin.

Jæja, verð að þjóta, knús og kossar

miðvikudagur, september 13

Litid um ekkert

Eg ætti ad skammast min fyrir thessa bloggleti en eg ma ekkert vera ad thvi heldur.
Sagdi ekki einhver ad engar frettir væru godar frettir?

Hef sidan seinast farid i nokkrar svithjodaferdir ad kikja a Elsu Bjørgu og styrkja fjølskyldutengslin, fengid Thoru i sma heimsokn, ordid veik og hangid heila helgi i ruminu, unnid slatta mikid og ekki ma gleyma keypt mer kagga...hmm.. ja amk bil :o)

Thegar eg loksins vard ordin nogu leid a ad taka lestina og hjola i vinnuna og vera endalaust of sein eda føst a leidinni, hjoladi stelpan framhja gømlum skoda a leidinni i vinnuna og nokkrum "skilabodum ad ofan" seinna vorum vid Brynjulf ordnir stoltir skoda eigendur.

Skodi er 11 ara gamall, virkar vel thegar hann er nyvaknadur en nennir sko ekki i neinar ferdir nema ad fa amk 4 tima pasu milli stoppa (hann startar ekki ef hann er heitur)en eg er svo satt ad vera ordin laus vid lestarnar og DSB. Endalaus gledi. Hann lætur adeins a sja en hvad eru nokkrir rydblettir her og thar og hvenær notar madur eiginlega aftur ruduthurrkuna og thesshattar prangl :o)

þriðjudagur, ágúst 29

Langt a milli blogga

En betra seint en aldrei. Er komin i nokkra daga frí núna, búin að vinna svo mikið í Júli og i Águst og fantarnir vilja ekki borga neina yfirvinnu svo maður verður bara að taka frí í staðinn.. verst hvað það er dýrt að vera svona i fríi... vita þeir ekki að endalausar kaffihúsaferðir og verslunarferðir og annað eins kostar :o)

Annars virðist þetta vera fínn tími fyrir nokkra frídaga, Þóra Gísla er hérna á landi með skólanum sínum og ég ætti því að ná að hitta hana, svo er Ásta náttúrulega nýkomin á svæðið og við ætlum að leika á morgun, svo er maður heldur betur farinn að vilja hitta alla hina vinina sem hafa þurft að sitja aðeins á hakanum þegar maður kemur heim eftir langann dag. Er því næstum komin með stífara plan þessa daga en þegar ég er að vinna - það er bara svo miklu skemmtilegra að hitta vini sína en að fara í vinnuna.

Anna systir kom i hálf óvænta heimsókn þarseinustu helgi með Danna með sér, það var rosa gaman að fá skvísuna yfir og að kynnast honum betur, ég var samt að vinna þessa helgi svo ég sá þau ekki alveg jafn mikið og ég vildi hafa gert. Anna ætti núna að vera nýkomin til Sunny beach, væri til í að vera þar með henni en ekki i rigningunni i Köben.

Jæja, must run.. meira seinna

mánudagur, ágúst 14

Fullt af prinsessum

Komin ny prinsessa i heiminn, Berglind og Emil eignudust stora og sæta stelpu 11. agust og skilst mer ad øllum heilsist vel. Til hamingju med thad :o) Sa myndir af henni i gær og thad virdist sem hun likist theim badum.

Svo er litla skvisan Astu og Ama komin med nafn og er svona sma half nafna min lika... heitir reyndar eftir ømmunum en gæti svo sem heitid eftir mer lika. Hun fekk nafnid Elsa Bjørg, og eg hugsa ad thad seu tvær rigmontnar ømmur anægdar med thad. Nu er ekki nema 11 dagar i ad eg fai ad sja hana og knusa. Asta og thau koma 25 til Køben og eg ætla audvitad med yfir i Lund og passa upp a thau fyrstu nottina.

Til ad bæta nu fleiri prinsessum i hopinn tha kom Katrine i heimsokn um helgina, hun er byrjud i mædraorlofi en litlu (lesist tvær) prinsessurnar hennar eru enn ofæddar. Hun er ordin myndarleg en ekki hægt ad sja a henni ad hun gangi med tvibura.

Ja, annars er buid ad vera mikid ad gera undanfarid. Una Døgg kom i heimsokn med Tristan og eg er buin ad slæpast svolitid med theim, hef verid heldur dugleg a kaffihusunum med theim - madur ma ju allt thegar madur er med gesti :o) Held ad Una se ad versla i dag og svo verdur hun farin thegar eg kem aftur til kbh eftir vinnu. Thad er buid ad vera vodalega gaman ad hafa hana herna, finnst ad hun ætti bara ad flytja hingad :o) hehe

jæja, vinnan kallar!!

sunnudagur, ágúst 6

Same old

Ekki mikið að frétta af mér núna. Er að vinna nokkuð mikið, og svo slæpist ég bara þess á milli. Gerðum heiðarlega tilraun til að fara að sigla i gær en ég varð nú bara sjóveik og varð að stytta ferðina aðeins... aumingja Brynjulf er farinn að örvænta og veit ekki alveg hvernig þetta fer en hann dreymir ju um að eiga stórann seglbát og sigla i öllum fríum en það verður kanski pínu erfitt að telja mér trú um að ég vilji slíkt hið sama.

Jamm.. ég er að fara á kvöld og næturvakt á eftir og er ekkert svo spennt fyrir því, langar miklu frekar á ströndina. Svo var ég að frétta að Una Dögg kæmi til Köben á þriðjudaginn svo það verður nóg að gera þegar ég er ekki að vinna þessa vikuna.

Talvan mín er næstum komin i lag... er nú samt að stríða mér með bláum skjáum því mig vantar driver fyrir módemið mitt og ég finn hann hvergi, vona að ég kippi því bráðum i lag.

Jæja, hætt i bili, farið vel með ykkur

miðvikudagur, ágúst 2

fjölgar i familiunni

Þá eru Ásta og Ámundi loksins búin að eignast litlu stelpuna sína - (já sem alls ekki var neitt lítil heldur 17.5 merkur og 52cm ). Hún er gullfalleg og ég skelli inn link a síðuna hjá skvísunni. Verst að ég hef ekki komist á netið fyrr en núna er ég búin að skoða allar þær myndir sem hægt er að nálgast. Voða sæt og fín enda á hún það ekki langt að sækja.

Ekki meira fréttnæmt i bili, lítur samt út fyrir að Henry hafi gert við tölvuna mína svo ég ætti svo smátt saman að fá inn þau prógrömm sem ég sakna og verð bráðum orðin tengd á ný. Takk Henry!!!

knús og kossar frá stoltu frænkunni

GUGGAN

föstudagur, júlí 28

Allt ad gerast...

... en bara i vinnunni. Annars gerist voda litid. Asta systir er ad springa en ekkert farid ad bola a barninu sem greinilega hefur thad super i mallanum a henni. Svo er talvan min enn i dai, og ekkert bolar a kallinum sem ætlar ad gera vid gluggann hja okkur - en eins og er standa allar dyr opnar fyrir tha bandita sem vilja koma og stela øllum finu brudkaupsgjøfunum okkar.

Ja, eg er loksins buin ad na ad hamast vid ad henda inn theim myndum sem eg atti inn a myndasiduna, en thar er ekkert ur kirkjunni og voda litid ur undirbuningnum. Bendi a myndirnar mømmu fyrir kirkjuna og svo a astu myndir fyrir veisluna ef thid viljid skoda meira. Svo værum vid hjonin alveg i skyjunum ef folk myndi nenna ad brenna myndirnar sinar a disk og senda okkur :o) Eg sem er alltaf od med myndavelina a lofti er half tom nuna thegar thad ekki eru til svo margar myndir af stora deginum.

Ja, annars fæ eg langthrad helgarfri nuna eftir svona halftima. Vid førum i brudkaup hja Ole Henrik og Rie a morgun og svo førum vid Binni til Gilleleje og ætlum ad njota thess ad dekra vid hvort annad en vid fengum hotelgistingu og mat og vin i brudkaupsgjøf fra skvisunum ur bradavaktinni og møkum.

laugardagur, júlí 15

Hardgift og happy

Stelpan - eda konan eins og øll børn eru farin ad kalla mig, er nu ordin gift og bara frekar satt vid sig og sina.

Vid attum 2 rosalega finar en heldur betur uppteknar vikur a Islandinu goda. Fyrsta vikan for i ad gera klart fyrir brudkaupid og su næsta ad ganga fra... ja og svo voru tharna nokkrir dagar a milli, stori dagurinn og fjallaferdin sem vid bara nutum.

Eg verd ad vidurkenna ad brudkaupsdagurinn var besti dagurinn i lifi minu fram ad thessu, eg naut thess i botn fra morgni til kvølds og nadi ad slappa af og skemmta mer. Fidrildin foru adeins ad krauma thegar eg var farin ad bida eftir ad skvisurnar kæmu med kjolinn til min og sma a leidinni i kirkjuna.

Eg held adrei ad Binni hafi verid jafn sætur og thegar eg sa hann i kirkjunni, og thad tok langann tima ad losa um brosid sem var fast a skvisunni. Mer fannst allt ganga oskum framar i kirkjunni, presturinn var skemmtilegur og kosy og Jana søng eins og engill og pianistinn sem reddadi okkur a seinasta snuning stod sig frabærlega. Eirik og Sverri spiludu lika beint til hjartans, svo var lika bara svo gaman ad sja næstum alla tha sem manni thykir mest vænt um vera tharna til ad samgledjast ser.

Myndatakan var lika frekar ovenjuleg, vid hlupum um alla Raudholana i svaka roki og kulda en fengum inn a milli sma solarglætu. Held ad thad hafi verid hin mesta skemmtun hja Daniel frænda ad fa ad fylgjast med thessu øllu saman.

Thad var langt fra thvi leidinlegt i veislunni, eg var farin ad rokka uppa svidi i lokin en vid skrøltum upp a hotel um half 4, hefdi alveg viljad vera lengur en vildi ekki missa alveg af thvi ad "hygge mig" i svitunni med minum heittelskada. Eina sem eg hefdi viljad gera ødruvisi var ad na ad tala meira vid gestina, en eg var kanski frekar upptekin af ad dansa inn a milli.
Um ad gera ad nota tækifærid og segja: Takk ædislega fyrir allar rædurnar/uppakomurnar! Eg held eg se heppnari en flestir med vini og fjolskyldu en thad komu fullt ad skemmtilegum uppakomum fra okkar nanustu. Elska ykkur øll!

Jæja, ætti ad hætta her adur en eg verd alltof væmin, segi bara fra fjallaferdinni seinna. Er lika a næturvagt og thad kemur alltaf haugur af folki a akkurat thessum tima.

sunnudagur, júlí 2

Komin á klakann

Já við erum mætt á svæðið. Verðum hjá mömmu á Hjarðarhaganum og líklega pínu upptekin við allskonar brúðkaupsundirbúning en það er nú samt ágætt að ná að slappa aðeins af i góðra vina hópi inn á milli. Við erum með íslenska númmerið mitt 8671482 endilega sláið á þráðinn.

Fluginu seinkaði auðvitað hjá okkur og svo var stelpan svo upptekin við að taka upp úr töskunum að ég náði ekki nema 2 tíma svefni i gær, bætti aðeins úr því í nótt i staðinn :o) Annars ætlum við að taka því rólega i dag við að dunda við að gera hluta af skrautinu klárt og svona, ætti að vera hægt að kíkja á okkur meira að segja.

Knús og kossar GUGGA og BINNI

laugardagur, júní 24

2 vikur eftir

Eftir ekki meira en 2 vikur er ég orðin gift kona... og ég sem er svo ekki alveg orðin fullorðin, versla enn i unglingadeildinni i HM og er ekki að fatta það þegar einhver talar um konuna en á við mig. Ég er ekki einu sinni að fatta að nota nú tímann og vera svolítill rebel áður en ég geng i hnapphelduna og á að fara að haga mér almennilega, alltof upptekin af að gera ekki neitt.

Annars fer nú alveg óttalega mikill tími í að pendla í og úr vinnunni svo það er lítið eftir af deginum þegar þeim þætti líkur. Komst samt aðeins út á lífið um helgina, ætlaði rétt að droppa við í útskriftarpartýi hjá Gunnu granna, en endaði með að hanga þar voða lengi því það dróst alltaf á langinn að hitta skvísurnar sem ég var búin að mæla mér mót við. En það var bara næs hinumegin við vegginn ;o) Týpískt dæmi um það hvað heimurinn er lítill, Gunna granni er besta vinkona Rakelar Run frá Siglo, hún er líka mjög góð vinkona Fjólu úr doktornum hérna i DK, ekki nóg með það heldur vinnur hún líka með Þóri Bjarna og býr við hliðina á mér... það er hreinlega ekki hægt að komast hjá því að kannast við fólk.

Svo fór dagurinn i dag í það að kíkja í bæinn með Guggu vinkonu og Jakob. Hann er algjör prins og voða gaman að fá að kjassast aðeins í honum. maður verður að komast i þjálfun áður en Ástu kríli kemur i heiminn.

Jamm.. annars eru ekki miklar fréttir héðan, við erum ótrúlega róleg á því varðandi stress og svona, eigum heilann helling eftir af stússeríi en erum ekkert að gera í því, kíkjum bara á kaffihús þau fáu skipti sem við náum að hittast útaf vinnu/skóla/öðrum skyldustörfum. Ætli maður fari ekki að komast almennilega i gang núna næstu daga. Binni er mest með hugann við prófin en hann fer i síðasta prófið á föstudaginn og við fljúgum svo heim sama kvöld(30juni). Verður gott að komast heim en það verður líklega bara þeytingur og læti fram að veislunni. Komumst að því hverju við gleymdum hérna úti og allt fer á annann endann við að redda því til okkar.

jamm, vildi bara láta vita að ég er enn á lífi og allt bara í fínasta lagi.

þriðjudagur, júní 13

Still alive

Það hefur ekkert heyrst i mér nokkuð lengi, þannig að ég vill nú bara fullvissa alla um að ég er í góðu lagi, bara búið að vera mikið að gera.

Ég er byrjuð i turnus i Helsingör og fer megin þorri dagsins i að koma sér i vinnuna, vera þar i smá stund og svo koma sér aftur heim. Það tekur alltaf aðeins á að byrja að vinna á nýjum stað en hér er maður sko leiddur alla leið að lauginni og svo stendur fólk á bakkanum tilbúið að veiða mann upp úr - aðeins önnur aðstaða en á Íslandi þar sem manni var hennt beint ofaní djúpu laugina:o)
Það var ekki fyrr en í dag að ég var ein á vagt og það gékk alveg (reyndar var bakvaktin orðin pínu pirruð á að ég hringdi kanski heldur mikið) en það á nú eftir að reyna betur á það um helgina en ég verð að vinna alla helgina einmitt þegar Valdís vinkona er að koma í heimsókn :o(

Aumingja Valdís kemur þegar ég á næturvagt svo hún verður bara að heilsa upp á Binna fyrst, ég stefni á að sofa sem minnst svo ég geti nú leikið aðeins við hana og Nonna, verður svo gaman að sjá þau aftur. Ég hlakka mikið til, lítur líka út fyrir að veðrið haldi áfram að vera gott en það hefur verið vel yfir 20 stiga hiti siðustu daga og allir sem ekki eru bundnir yfir vinnu og endalausum lestarferðum fyrir löngu orðin vel sólbrún.

Jamm.. ég er ekki enn búin að helmingnum af því sem ég ætlaði að gera i frívikunni minni áður en ég hóf vinnu, það bíða min amk 7 bréf frá stéttarfélaginu sem heimtar allskonar upplýsingar sem ég má ekkert vera að að svara, ég er ekki enn búin að ná i Turnus konuna, píparann né skatta-vesenið, og svo eru kassarnir með vetrardótinu mínu enn úti á miðju gólfi og íbúðin algjörlega á hvolfi. Þar fyrir utan er ég ekki enn búin að koma lífi i PDA tölvuna mína sem ég VARÐ að fá áður en ég hóf vinnu. Valdi Dell svo ég lenti ekki í vandræðum með að hún vilji ekki spjalla við stóru tölvuna en það virðist ekki hafa verið nóg, þær neita bara að tala saman svo nú nota ég gripinn bara í tölvuleiki áður en ég fer að sofa (sem er ansi snemma þessa dagana).

Jamm... hef reyndar haft tíma fyrir smá skemmtanir líka, fór í grill til Höbbu um helgina, afmæli til Helle á sunnudaginn og í gær í grill hjá Sif og Grími. Verst að ég er alltaf í einhverjum átveislum og fresta því ferðum í gymmið- ekki alveg að gera sig þegar það er bara rúmar 3 vikur í brúðkaup og mín búin að bæta á sig síðan hún mátaði kjólinn síðast. Lísi hér með eftir sjálfsaga mínum sem ég virðist hafa týnt einhverstaðar nýlega!!

Jebb.. ætla að fara aftur í stríð við tölvurnar, ætla að fá þetta í gang.

sunnudagur, maí 28

Dinamarca

Tíminn líður svo hratt, nú er ég búin að vera 10 daga í Danmörku og finnst ég samt vera nýkomin. Þetta átti að vera sumarfríið mitt en það er búið að vera svo leiðinlegt veður, endalaus rigning og ég hef því ekki alveg dottið i sumargírinn.. á að byrja að vinna i Helsingör á fimmtudaginn en þá er auðvitað spáð sól og blíðu.

Annars er nú búið að vera gaman hjá mér. Það var auðvitað yndislegt að hitta Binna aftur og að fá að sjá Ástu systir með kúluna langt úti loftið. Svo tóku stelpurnar sig saman og héldu gæsun nr 2. Mjög skemmtilegur dagur :o)

Þær voru voða næs við mig, komu mér á óvart heima og svo var haldið útá strönd og farið i blak fengið sér smá nesti, auðvitað var freyðivínið alltaf við höndina. Svo var haldið inn i bæ aftur (var orðið frekar erfitt að hjóla en ekki vegna ofdrykkju heldur hafdi stýrið á hjólinu mínu hafði sagt skilið við restina af hjólinu),þar var dekrað við mig með andlitsnuddi og notalegheitum, áður en ég var látin reyna á listamannshæfileikana við glerblástur. Það var rosalega gaman að fá að spreyta sig og afraksturinn varð 2 nothæf glös þó þau uppfylli kanski ekki alla fegurðarstaðla :o) Habba hélt svo party, fengum fullt af allskonar kokteilum, rosagóða tippaköku, fullt af mat og ennþá meira að drekka. Nokkrar okkar héldu svo niður i bæ i leit að meira stuði þegar líða fór á nóttina. Myndir HER

Ég er nýbúin að kveðja Þóru Gísla og Grétar en þau voru hjá okkur um helgina. Það er alltaf gaman ad sjá þau. Enduðum með að vera frekar mikið i búðum en það var auðvitað farið i Tivoli og svona líka, ekkert djamm i þetta skiptið, vorum öll hálf búin á því.

Nú er svo stefnan að taka sig saman og gera það sem þarf heima áður en ég byrja að vinna, ætla líka að reyna að hitta fólk inn á milli. Mér á amk ekki eftir að leiðast næstu dagana.

Ja, meðan ég man þrusu afmæliskveðja til Mömmu sem á afmæli i dag :o) Luv U

miðvikudagur, maí 17

Óskalistinn kominn og ég svo gott sem farin

Það sem margir hafa beðið eftir með óþreyju... listinn langi er kominn á netið ef einhverjum langar að skoða hann. Veit ekki hvort hann sé endanlegur en nú hafa þeir sem vilja eitthvað að skoða.

Svo er ég svo gott sem farin, flugið fer ekki fyrr en um hádegi á morgun en ég þarf að koma við í Keflavík og útrétta smá fyrst. Náði ekki að gera nema brot af því sem ég ætlaði i dag en ég átti varla von á öðru - to do listinn var líka orðin ansi langur.

Fyndið þegar maður er að pakka að finna allskonar hluti sem ég var farin að halda að ég hefði ekki tekið með mér hingað, búin að leita dauðaleit að ýmsu sem svo dúkkar bara upp þegar ég get hvergi komið því fyrir í töskunum - ég í hnotskurn!

Hasta luego krakkar

mánudagur, maí 15

seinasti séns

að hitta á mig á Íslandi er í dag eða á morgun...

Þá eru liðnir næstum því 3 mánuðir frá því að ég flutti inn á mömmu og ekki seinna vænna að koma sér aftur til síns heima. Það hefur að mörgu leiti verið fínt að vera heima en ég hef nú líka saknað Danmörku og fólksins míns þar. Maður fær alltaf smá heimþrá þangað sem maður er ekki.

Annars er ég að reyna að vesenast i brúðkaupsundirbúningi þessa dagana, það eru svo margir búnir að biðja um allskonar upplýsingar og óskalista sem ég ætla að reyna að berja saman á eftir.

Já, svo var ég að plana að fara Fimmvörðuhálsinn 10.júli og gista í Langadal i Þórsmörk (allt fullt í Básum)var að vonast til að sem flestir nenntu að fara með. Hugsa að við fáum líka nokkra norsara með í ferðina ef þeir eru ekki búnir að plana eitthvað merkilegra. Látið heyra í ykkur ef þið ætlið með :o)

Ekki meir i bili

mánudagur, maí 8

Atburðir helgarinnar

Þá er ég loksins komin með eitthvað fréttnæmt.

Ég rétt klikkaði á að fara á árshátið með Skurðdeildunum og Svæfingunni á spítalanum á föstudaginn, fór i staðinn út að borða með Berglindi og á rúntinn með Þóru. Fékk bara hið besta kvöld út úr því. Var samt farið að langa svolítið mikið á ballið en fegin að ég lét það vera - það kom sér vel á laugardaginn að vera ekki þunn og þreytt :o)

Haldiði ekki að stelpurnar frá Sigló hafi ekki látið ná í mig á mótorhjóli og drifið mig í bæjarferð! Fékk þetta líka fína slör og fallega kjól að láni við Smáralindina og hófst þar mission Gugga gæs :o)Fékk aðeins að ganga um og gera mig að fífli,sem betur fer var búið að hella aðeins á mig fyrst. Ég átti að safna kossum og þessháttar og fá svo kvittun fyrir öllu saman, hélt að það yrði erfiðast að fá hár úr jómfrú eða að versla brúðarnærföt á dönsku, en til og með það gékk vel :o)

Svo drifu skvísurnar mig með í bláa lónið (vorum svo heppnar að þær eiga góða bræður og maka sem reddu transporti og ýmsu öðru). Þar spókaði ég mig í þessum líka fína tiger sundbol og auðvitað með slörið líka. Ég gleymdi samt alveg að vera vandræðaleg fyrir múnderinguna þegar ég fékk nudd í lóninu - Það var æði! Fannst það minna æði þegar ég sá að það var gamall "kunningi" í lóninu líka, hehe.

Þaðan var svo haldið heim til Gústa bróðir Valdísar sem hafði lánað okkur íbúðina sína og þar gerðum við okkur fínar og sætar áður en við héldum út að borða. Stefnan var upphaflega á Ítalíu en því var breytt í Madonnu þegar kom í ljós að við vorum ekki alveg á skema og ekki hægt að breyta borðapöntuninni.. það var bara hið besta mál þrátt fyrir breytingarnar (sem ætluðu að taka Unu útaf laginu)því í staðinn fengum við bara einkasöng hjá sjálfri Idol stjörnunni. Þurftum aðeins að plata hann úr óvíssupartýi hinum megin á staðnum en það gékk alveg ljómandi.

Eftir góðar veitingar og huggulegheit fórum við svo áfram í partý til Vigdísar og Þórðar, þar var okkur tekið með opnum örmum og til og með sett á fót sýning fyrir gæsina. Ég var samt farin að skemmta mér svo vel að þarna datt minnið aðeins út og því komin smá göt í frásögnina þegar hér kom við sögu. En það endaði allt vel, við komumst í bæinn en ég stoppaði stutt, fékk fylgd heim og haldiði ekki að Valdís hafi ekki bara gist uppí hjá mér eins og í gamla daga. Fengum svo vöfflur í morgunmat og rifum okkur í Smáralindina, hef aldrei farið svona þunn út að versla en frænka átti afmæli og varð að fá pakka.

Jæja, nóg að gera hjá mér, verð að þjóta, á að fara að borða með Sirry eftir smá og er ekki farin að taka mig til.

þriðjudagur, maí 2

helgarnar

Aftur breyting, búin að skipta sunnudeginum þessa helgi yfir i ad vinna laugardaginn næstu helgi.. er því aftur i fríi þessa helgina en ekki næstu.

Bara svona að láta vita :o)

mánudagur, maí 1

RED DAYS

Ég elska rauða daga... ekkert betra en frí á mánudegi, sérstaklega þegar maður hefur verið að vinna alla helgina. Ef það væri ekki fyrir rauðu dagana um páskana og núna væri ég líklega löngu búin að gefast upp á íslandsdvölinni.

Annars styttist nú hratt í að ég fari, ekki einu sinni 3 vikur eftir núna. Ég sem átti að vera í fríi næstu 2 helgar hef nú verið neydd til að vinna sunnudaginn næsta en bara til 4. Ég var búin að segja nei við vinnu föstudaginn, laugardaginn og gat bara ekki staðið nógu fast i fæturnar til að segja nei þegar ég var beðin um að redda sunnudeginum... get verið svo óttaleg rola stundum.

Annars er lítið fréttnæmt..

þriðjudagur, apríl 25

Binni kominn og farinn

Þá eru páskarnir komnir og farnir og Binni líka. Hann kíkti á mig aðeins um helgina og við höfðum það voðalega huggulegt saman. Veit ekki alveg hvað við vorum að spá þegar við ákváðum að ég færi hingað heim að vinna. Nú eru samt bara rúmar 3 vikur þar til ég fer aftur út svo þetta hefst nú alveg. Það kom seinkun á vélina hans út og ég var bara hæst ánægð með það að greyið fengi ekki að fara heim svo ég fengi að knúsa hann aðeins lengur.

Nú er svo bara hörku vinna næstu vikuna og svo er ég i fríi fyrstu 2 helgarnar í mai, enda ekki seinna vænna þar sem ég hverf svo af landi burt. Ætla mér að taka amk eitt gott djamm áður.

Annars er ég frekar neikvæð i dag, það pirrar mig mikið hvað krónan er að falla i gildi, það hverfa bara allir peningarnir mínir og allt verður orðið þeim mun dýrara í sumar þegar við þurfuð að punga út fyrir veislunni. Gerist líka svo hratt :o(
Svo vilja þeir i DK ekki einu sinni athuga hvort hægt sé að meta vinnuna hérna fyrir kandidatsárið af því að ég er hérna bara i 2 og hálfan mánuð en ekki 3, þó að ég vinni miklu meira en þeir gera á 3ur mánuðum úti. Það er stundum allt svo ferhyrnt hjá dönunum varðandi allt svona.

Ja, gott að það er ekki allt jafn slæmt, Anna litla sys á afmæli i dag og er bara orðin nokkur stór, man að mér fannst það amk þegar ég var 19.
Shit hvað tíminn flýgur!

föstudagur, apríl 14

Páskafrí

Já þá er ég loksins komin í langþráð páskafrí, ekkert smá ánægð með það enda fyrsta skipti i fjölda ára þar sem ég þarf ekki að eyða páskafríinu sveitt yfir bókunum heldur get gert það sem mér sýnist. Svaf út í morgun og er svo búin að eyða deginum í faðmi stórfjölskyldunnar við spilamennsku og nammiát. Restina af páskunum ætla ég að eyða í samskonar vitleysu, væri samt gaman að komast á skíði en ég á enn eftir að sannfæra einhvern með mér í slíkann leiðangur.

Undanfarið hefur nú frekar lítið verið í fréttum, Það er farið að ganga betur i vinnunni og suma daga er meira að segja pínu skemmtilegt. Svo kom pabbi suður með liðið, fór meðal annars í bío með bræðrum mínum þar sem Guðmundur vakti mikla lukku. Það var loðfíll að hrósa öðrum loðfíl (ice age 2) á því hvað hún væri nú myndarleg með stóra rassinn sinn þegar hann segir hátt og skýrt yfir allt, "alveg eins og þú Gugga, þú ert líka með svo stórann rass" en ég held að hann hafi ekki fattað að þetta væri annað en hrós fyrir mig :o)

laugardagur, apríl 1

Laugardagslukkan

Já ég er svo ánægð með að það sé komin helgi. Svaf út i morgun og er ennþá bara að dúllast um á náttbuxunum, voða notalegt svona stundum. Plan dagsins er að koma sér i ræktina (mest til að fara i sturtu og nota góða sléttujárnið þeirra) og svo að kíkja á fermingjargjafir fyrir morgundaginn. Svo verð ég víst að gera heimavinnuna en ég varð þess dubiösa heiðurs aðnjótandi að fá að vera með tímaritafund fyrir alla skurðlæknana eftir helgi - hefði alveg viljað vera án þess en það getur ekki tekið of mikinn tíma.

I kvöld ætlum við frændsyskinin svo að koma saman og halda spilakvöld, það verður bara gaman :o)Er ennþá að vega og meta hvort ég eigi að koma við í ríkinu fyrir þann fund eða hvort ég eigi að vera hress á morgun. Ég er búin að vera voðalega ódugleg við að djamma, fer að koma að því að geri eitthvað sniðugt.

laugardagur, mars 25

Ekkert frásagnarfært

Jæja, ekki mikið nýtt í fréttum héðan. Er komin i þetta líka fína helgarfrí en veit ekki alveg hvað ég á að gera við allann þennann tíma :o)

Tók upp úr töskunum í dag, kíkti svo i ræktina (það tókst að kaupa kort) og svo fór ég i "klippikaffi" til Þóru og Grétars, kíkti svo með þeim á alvöru kaffihús á eftir.
Kom svo bara heim i dýrindis veislu hjá mömmu. Alltaf notalegt að láta stjana svona við sig. Nú langar mig bara út og fá mér bjór :o) Ætla að athuga hvort ég geti ekki platað einhvern i það.

miðvikudagur, mars 22

Í dag....

. á Lárey afmæli :o) Til hamingju með það
. eru BARA 4 vikur þangað til að ég hitti Brynjulf aftur
. varð ég að vinna lengur launalaust því ég er svo sein að öllu
. neyddist ég samt til að láta vakthafandi ganga frá lausum endum fyrir mig
. fékk ég skilaboð um að skulda 21- þúsund og heilann helling DANSKAR i skatt
. fékk ég líka að vita að ég er í enn meiri mínus því ég fæ engar atvinnuleysisbætur fra DK fyrir tímann fram að íslandsferðinni því ég reddaði mér vinnu hérna í Rvk
. ætla ég að kaupa mér kort i ræktinni... og kanski að sprikla aðeins líka
. dauðlangar mér að hitta fólk og plana svæsnar skemmtanir um helgina
. sakna ég vina minna
. ætla ég samt að þrauka fram á morgun

GUGGAN

fimmtudagur, mars 16

babbarabara

Halló, halló!

Nú er þetta allt að koma hjá mér, ég er farin að sofa á nóttinni og ekki í stressi yfir öllu í vinnunni þó að það sé enn nóg sem ég þarf að læra :o) Ég er svona að komast í minn gír og er farin að hafa orku til að hitta fólk og gera eitthvað. Verður nú lítið samt um slíkt næstu daga því ég er á 16 tíma vakt á morgun og á sunnudaginn. Ég ætla svo að sofa lengi og fara svo i mat til Ingu vinkonu á laugardaginn, annars er ekkert planað núna í nokkra daga.

Ég sakna Brynjulfs og Ástu frekar mikið, var búin að hlakka svo til að fara að geta séð þau meira og betur eftir að skólanum lauk og svo fer maður bara. Náði ekki einu sinni að láta fullt af fólki vita að ég væri farin til Íslands, þau sitja bara i DK og blóta mér fyrir að svara ekki sms unum þeirra og svara ekki í símann.

Annars er gott að vera hjá mömmu, hún stjanar alveg við mig og það er ósköp notalegt. Við ætlum að taka okkur saman og skella okkur i ræktina i einn mánuð, vitum að við eigum líklega ekki eftir að endast lengur en það :o) letibykkjur með meiru.

Jæja, vildi bara láta vita af mér. Heyrumst!

fimmtudagur, mars 9

Gengur aðeins betur

Já, en ekki alveg búin að ná tökum á bakkasundinu. Þetta kemur samt vonandi allt með tímanum. Ég hef nú ekki verið dugleg að hafa samband við fólk því ég er oftast alveg búin á því þegar ég kem heim, en það ætti nú að fara að lagast aðeins á næstunni. Verð samt að vinna allan laugardaginn þannig að það er ekki um þessa helgi að ég á eftir að sletta úr klaufunum.

Annars er Sunna komin frá Köben, ætla rétt að hitta á hana á kaffihúsi eftir vinnu á morgun. Hún er með fötin mín fyrir ræktina, svo nú er bara að sjá hvort ég drattist til að gera eitthvað bráðum :o) Já og svo er Sólveig víst flutt aftur til Íslands - jibbi.. amk á meðan ég er hérna heima, verður samt tómlegt að fara til Arendal úr þessu.

Ekki má gleyma að Ámundi hennar Ástu á afmæli i dag og Dagný á afmæli á morgun. Sendi henni hérmeð afmælisknús alla leið til Tokyo.

Allir víst með einhverja flensu núna, ég er ekki hressust sjálf en aumingja Anna systir er búin að vera fárveik i marga daga. Það klikkar meira að segja að fá hana suður um helgina. Hefði sko alveg verið til í að hitta skvísuna.

Af góðum fréttum er að ég virðist vera með fullt af helgarfríi í Apríl :o) Ætti að kunna á vinnuna þá og geta gert eitthvað sniðugt. Svo er líka Rakel frænka búin að fá litlu skvísuna sína heim, prinsessan kom í heiminn með stórum dyn 1.mars og bara mesta lán að ekki fór illa. En frænka ætlar að spjara sig.
Er núna að reyna að leggja inn á skypið svo ég geti náð i Binna og pantað flug fyrir annað hvort okkar i April, sakna hans voðalega mikið og get ekki beðið eftir að sjá hann. Höfum bara verið að bíða eftir vöktunum i April, strax skárra þegar maður hefur eitthvað að hlakka til.

Jæja, nóg bull i bili.

laugardagur, mars 4

Fer að ná bakkanum.. vona ég

Já, manni var sko aldeilis hent út i djúpu laugina þegar maður hóf störf sem læknir hérna i vikunni. Ég er svona rétt að ná andanum núna og ég vona að ég fari nú bráðum að ná bakkanum. Stefni á bakkasund út næstu viku og vona svo að þetta fari að ganga hjá mér.

Þó maður hafi lært heilann helling síðustu 7 ár í skólanum, er svo mikið af því praktiska sem maður hefur aldrei komið nálægt og svo er auðvitað erfiðara að byrja á stað sem maður þekkir ekki og þar sem maður þekkir ekki hefðir og venjur. Bara það að finna deildina sína tel ég góðann árangur :o) (Er kanski pínu smá búin að villast um gangana undanfarið). Mér finnst svo lítið eins og það hafi verið kippt undan mér fótunum allt í einu.

Já, ég hef ekki náð að hugsa um neitt annað en vinnuna þessa viku, vonast til að geta farið að vera ég sjálf aftur, hitta fólk og skella mér i stund og svona núna á næstu dögum. Endilega látið heyra i ykkur ef þið megið vera að því að gera eitthvað.

mánudagur, febrúar 27

Á leiðinni heim

Þá er ég á leiðinni heim til Íslands aftur, vélin fer um kvöldmat þannig að ég næ að stússast aðeins áður en ég þarf að rífa mig afstað. Það verður hálf skrýtið að fara aftur heim þegar ég er nýkomin þaðan, en ætli það venjist ekki fljótt. Þá ætti ég að ná að hitta á það fólk sem ég missti af síðast.

Er núna að velta vöngum yfir því hvort ég eigi að taka fötin fyrir ræktina með eða hvort ég eigi að nota plássið i eitthvað annað, fúlt að taka draslið með og mæta svo aldrei i gymmið, en verra að langa að fara og vanta allt draslið sitt. Hmm... vitið þið af einhverjum tilboðum i gangi heima? Annars verður stefnan bara sett á að fara i sund. Ja, kanski er það bara besta lausnin.

Það er búið að vera nóg að gera hérna undanfarna daga. Við áttum voðalega fína helgi. Ásta og Ámi komu á föstudaginn, vorum bara róleg þá, en versluðum á Ástu og svo kom Habba i heimsókn. Svo fórum við fínt út að borða um kvöldið í tilefni af amælinu Ástu og að ég væri að stinga þau af (mikið gleðiefni). Svo var bara kaffihúsahittingur allann heila daginn i gær, hitti Sunnu i brunch, svo Katrine i kaffi og fékk svo kaffi og með því hjá Þóri og Jakob i gær. Voðalega notalegt að eiga svona daga inn á milli. Kvöldið fór svo í að kúra og horfa á video með Brynjulf. ´

Jæja, ég er að verða of sein, þarf að vera komin aftur á kaffihús eftir korter :o)

fimmtudagur, febrúar 23

Nudd er allra meina bot

Ég var að koma úr nuddi og viti menn stress undanfarna daga hvarf bara eins og dögg fyrir sólu og áhyggjur af hinu og þessu hurfu á svipstundu. Ég var nú ekki á leiðinni i nudd, fékk þetta fína gjafakort frá stelpunum á Sigló í útskriftargjöf og ætlaði i andlitshreinsun, en það var ekki laus tími hjá skvísunni sem sá um það, kanski líka bara gott, ég var öll spennt og stíf og veitti hreinlega ekki af þessu. Ég ætla samt ekki að klikka á andlitshreinsuninni, það verður bara næst.
Elsku vinkonur takk aftur fyrir mig :o)

miðvikudagur, febrúar 22


Afmaelisbarnid ad heimta koss... ansi viss um ad stulkan fai fullt af theim i dag :o) kyssi kyss Posted by Picasa

Jada jada..

Það er ótrúlegt hvað maður getur eitt miklum tími í að skoða ekki neitt á netinu... ætlaði aðeins að kíkja á netið, en áður en ég vissi af var ég búin að skoða blogg hjá heilum helling af siglfirðingum sem ég hef ekki séð né heyrt frá i hundrað ár. Það var nú samt ansi gaman og fræðandi að kíkja á þessar síður, en mér fannst ég vera eins og hálfgerður perri að vera skoða blogg hjá gömlum kunningjum og þorði ekki að kvitta fyrir mig.. Maður er nú svolítið vitlaus stundum, mér fyndist sjálfri bara gaman ef maður heyrði i fólki.

Lárey og co eru búin að plana nýtt fermingarmót. Við Gugga misstum af því síðasta en þetta kemur alltaf á svo óheppilegum tíma að ég hugsa að allskonar undur og stórmerki gerðust áður en ég fengi meira frí í vinnunni. Maður er búin að vera svo lengi úti og misst alveg af því hvað fólk er að gera að ég eiginlega hálf skammast mín.

Jamm, tíminn flýgur svo sem líka þegar ég er ekki á netinu. Þrátt fyrir að mín fór eldsnemma á fætur tókst mér ekki að gera mikið gáfulegt í dag. Það fór hreinlega allur dagurinn í að fara til Vejle, máta kjólinn og láta títa hann upp og svo aftur upp í lest til Odense, stutt rölt um bæinn og svo aftur heim til Köben. Rétt náði að elda og surfa svolítið og áður en ég vissi af var dagurinn búinn. Ég var samt voða fegin að sjá að ég kæmist ennþá i kjólinn, hef þau grunuð um að hafa pantað einu númmeri stærri kjól en um var samið en það kemur sér nú bara vel þar sem ræktin hefur legið á hakanum lengi.

Jæja, Ásta systir á afmæli á morgun, hún fær endalausar hamingju óskir héðan. Hún ætlar að kíkja á mig á föstudaginn og svo á að fara í óléttufata leiðangur. Ég held að ég sé meira spennt fyrir þessu en hún, talað um að lifa í gegnum aðra! Mér finnst ég eiga öll lítil börn i kringum mig, mæður þeirra eru bara aðeins að passa þau :o)

sunnudagur, febrúar 19

Breytingar framundan

Aftur komin til Köben, en stoppa ekki lengi i þetta skiptið.

Þó það hefði ekki staðið til er ég búin að ráða mig i vinnu á Íslandi næstu mánuði. Heimskulegt að vera atvinnulaus hérna i Danmörku ef ég get unnið á Íslandi.
Það var nú samt svolítið erfitt að taka þessa ákvörðun, finnst ekki spennandi að vera svona lengi frá Brynjulfi, og ekki auðveldaðist málið af því að mig langar að fylgjast með Ástu systir vaxa og dafna i Lundi.
En þetta eru bara 2.5 mánuðir og okkur veitir ekki af því að fá smá pening (nema hann fari allur í að borga fyrir flug á milli DK og Islands).

Ég næ sem sé einni viku hérna í Kaupmannahöfn og svo er ferðinni aftur heitið heim til mömmu. Það á að nota vikuna vel, nóg af praktiskum hlutum sem þarf að gera og svo á að reyna að hitta sem flesta. Ætla að nota daginn vel á morgun og kíkja á son Guggu og Ævars, en litli prinsinn kom i heiminn núna 13.febrúar :o)

Annars var gott að koma heim, tíminn flaug alltof hratt enda vorum við með aðeins of mikið á okkar könnu. Fannst samt leiðinlegast að ná ekki að hitta allar vinkonurnar og að komast ekki i sund, en það ætti að gefast tími til þess á komandi vikum.

Læt þetta nægja i bili

sunnudagur, febrúar 12

Komin heim til mömmu

Ég er mætt til Íslands, kom i gærkvöldi og mömma strax farin að stjana við mig. Ég er búin að finna ísl. númmerið mitt (8671482) svo nú getiði slegið á þráðinn til mín.

Ég hugsa að ég letibykkist aðeins i dag og spjalli svolítið við þá gömlu, næ kanski að plana útréttingar vikunnar, mig dauðlangar líka að hitta sem flesta á meðan ég verð á staðnum.

Annars er lítið í fréttum. Eina áhugaverða síðustu daga er snilldar útskriftarveisla hjá Idu vinkonu, set ekki inn myndir fyrr en ég kem aftur út.

Heyrumst nú vonandi, knús GUGGAN

miðvikudagur, febrúar 8

Á leiðinni heim

Vildi bara láta vita að ég er komin með flug heim til Íslands 11.til 19.februar. Endilega látið heyra i ykkur ef þið viljið leika.

þriðjudagur, febrúar 7

Óbærilegur léttleiki tilverunnar

Já þá er fríið búið... ja, amk skíðafríið. Það var voðalega gaman að skella sér með fjölskyldunni i svona ferð. Við fengum ekki svo mikinn snjó en í staðinn rosalega fínt veður, sól og blíðu næstum allann tímann.

Þó það hefði verið gaman í brekkunum var það ekki síður gaman að vera með fjölskyldunni, langt síðan ég hef hitt þau frá Sigló og nauðsynlegt að fá að leika aðeins við bræður mína sem eru algjörir snillingar.
Við vorum nú bara frekar dugleg i brekkunum miðað við hvað við getum verið löt stundum :o) Annars missti Binni úr degi því hann var veikur og Ásta tók líka einn skíðalausann dag. Gugga heppna varð auðvitað líka veik,ég var búin að vera á skíðum (skipti úr bretti á telemark skiði á föstudeginum)allann síðasta daginn og hélt að ég væri bara orðin sjóveik á öllum beyjunum en þá ældi mín bara eins og múkki alla leiðina i rútunni og á flugvellinum - frekar ólystugur ferðafélagi!

Sterling var samt alls ekki að standa sig, fyrst 2 tíma seinkun á leiðinni út og svo aftur klst á leiðinni heim og næstum tveggja tíma bið eftir að fá allann farangurinn þegar heim var komið - sussusvei! Svo tok ekki betra vid, langt i næstu lest og svaka leigubilaröð, og ég alveg ónýt. Við vorum hársbreidd frá því að leigja okkur herbergi á Hilton þegar við loksins fengum far heim.

En núna er ég búin að jafna mig, taka upp úr töskunum og henda inn nýjum myndum á síðuna mina. Mest búin að slappa af heima og er að vinna í haugunum af pappír sem ég hef sankað að mér i gengum árin. Kíkti samt á Guggu vinkonu áðan, varð að sjá hana einu sinni áður en litla krílið kæmi í heiminn :o)

miðvikudagur, febrúar 1

skidaferd

Ja, bara stuttur postur fra Valloire, thad er svo erfitt ad skrifa med fronsku lyklabordi!!!

Vid komumst alla leid eftir seinkun, flugvelaskipti og svoleidis vesen. Thad er nu litid um snjo hja okkur en samt alveg nog til ad skida. Nu er komin glannasol og vid oll lurkum lamin eftir allar bylturnar i brekkunum. Binni fekk flensu en er kominn aftur a lappir -thad tharf mikid til ad halda honum fra brekkunum.

Bless i bili, gugga brettastelpa

föstudagur, janúar 27


Berglind, eg og Steina fr�nka, allar ad utskrifast i dag :o) Posted by Picasa

Mikið búið að gerast

Ég hef ekkert mátt vera að því að blogga undanfarið, það er búið að vera fullt prógramm hjá mér frá því eftir próf. Ég var með að víkka út æðar á Ríkinu daginn eftir próf, mæting kl hálf átta svo mín fékk ekki einu sinni að sofa út, svo var brunað til Helsingör að velja dót í nýja húsið, matarboð hjá Höbbu, kaffihúsahittingur með Guggu O og Þóri, kíkt á nýju híbýlin Ástu og Áma og að lokum heimsótti ég Siggu vinkonu og litla kút í London. Munaði litlu að ég kæmist ekki vegna veðurs en ég var svo heppin að eiga flug frá Sviþjóð en ekki Kaupmannahöfn svo ég rétt slapp med skrekkinn. Mánudagurinn fór svo í fyrstu "ráðstefnuna" á Radison SAS - voða gaman að fá frítt að borða i fyrsta skipti útaf starfinu :o)

Anna systir kom svo í stutta heimsókn frá Íslandi, alltaf svo gaman að sjá hana og auðvitað var mestum tíma varið í að kíkja í búðirnar, bæði hér og í Svíþjóð. Algjör munur að hafa báðar systurnar hjá sér í einu :o) Þær eru heimsins bestu. Anna fór aftur heim núna i morgun og hennar er strax sárt saknað, en Ásta verður hérna i nótt líka.

Já, og svo aðalatriðið, ég var rétt í þessu að útskrifast!! Er bara í smá pásu heima núna, eftir allskonar receptionir, og svo á að halda á fína flotta útskriftardinnerin hjá læknafélaginu. Ég ætti nú að skella mér i fína kjólinn og tala við þau gömlu í staðinn fyrir að blogga en ég þykist vita að ég nái ekki að setja inn neitt næstu daga því við skellum okkur til Frakklands á skíði svo seint sem á morgun. Endalaus gleði!

þriðjudagur, janúar 17

Búin i prófunum!!

Nýkomin heim eftir seinasta prófið! Það gékk allt saman þó að ég hefði verið með hjartað i buxunum og púls sem átti betur við sjokk-sjúklingana i prófinu :o)

Nú veit ég svo ekkert hvað ég á af mér að gera, aldrei þessu vant þarf ég ekki að skunda heim og hanga yfir bókunum. Hugsa að ég fari bara i leiðangur niður í bæ, og spili það svo eftir hendinni þaðan af. Gugga ætlar ad hitta mig á eftir og svo förum við Brynjulf út að borða i kvöld.

Hugsið svo fallega til mín i fyrramálið, ég fæ ekki einu sinni að sofa út eftir próf heldur fer ég i atvinnuviðtal hálf 8 á morgun. Verð að fá vinnu fram að turnus i júni.

föstudagur, janúar 13

Föstudagurinn þrettándi

Föstudagurinn 13. er nú oft talinn óhappadagur, en ég hugsa að það eigi ekki við mig - kanski af því að ég vill oft vera óheppin alla aðra daga ársins ;)

I dag var seinasti skóladagurinn minn, ekkert smá skrýtið að hugsa til þess að ég sé að vera búinn með þetta langa nám. Vona bara að lesturinn næstu 3 daga gangi vel og að heppnin verði með mér á þriðjudaginn svo ég endi ekki á skólabekknum aftur.

Já, ég er loksins búin að ná á liðinu sem ræður i Helsingör og var að fá póst þess efnis að þeir ætla að leyfa mér að fara í sumarfrí 30.júni til 15.júli svo ég komist heim á klakann og geti verið viðstödd mitt eigið brúðkaup. Ég er svo fegin að það sé komið á hreint. Ræð mér varla af kæti :o) Hún var nú ekki alveg á því að gefa mér frí strax, enda verð ég nýbyrjuð að vinna hjá þeim.

Jæja, ætla að fagna þessu og taka pásu frá lestrinum. Er komin með vírus á tölvuna sem ég verð að losna við.

sunnudagur, janúar 8

Fyrsta blogg ársins

Halló halló!

Já, þá er komið nýtt ár og nóg að gerast. Veit ekki alveg hvort að heppnin hefur snúist mér i vil en ég kýs að halda það. Sat og var að lesa i gær þegar það brunaði maríuhæna beint yfir endilanga stofuna og rétt i andlitið á mér - er ég að rugla eða eru þær ekki merki um heppni? Ég ætla amk að trúa því, hvað ætti maríuhæna annars að vera að gera inni í stofu hjá mér um miðjan vetur, nema til að færa mér heppni?

Við héldum upp á áramótin með Helle og svo kom Auður til okkar rétt eftir miðnætti. Það var voða gaman hjá okkur og ég kíkti svo út með stelpunum þegar Binni fór að vinna um 2. Það kom mér virkilega á óvart hvað var skotið upp mikið af flugeldum hérna, stóðum við söerne og sáum þess vegna frekar mikið en það var stanslaust upplýstur himinn i meira en 3 korter og samt var liðið búið að skjóta upp allan daginn og hélt áfram fram á morgun - einhver tók það líka að sér að sprengja upp ganginn hjá okkur, meiri vitleysingarnir.

Skólinn byrjaði svo 2.jan og ég er á fullu i seinasta kúrsinum. Ég er orðin svo stressuð að ég sef varla á nóttinni lengur, en oft er það nú ekki útaf skólanum. Plönin um nýja eldúsið hafa haldið mér vakandi amk 2 nætur, hugsanleg kandidatsveisla eitthvað svipað, vinna fram að túrnus eihverjar nætur og svona gæti ég haldið áfram. Það hefur líka farið mikill tími í að plana innréttingar i nýja húsið sem allt þarf að vera tilbúið i lok næstu viku.

Dagný og Skúli stoppuðu i kbh á leið sinni til Íslands, ég fékk að leika við þau og Írisi á föstudaginn. Það er alltaf svo gaman að sjá þau og auðvitað Arnar líka, verst að þau búa i Tokyo. Mig langar auðvitað að skella mér yfir og heimsækja þau en það er alltaf spurningin um tíma og peninga. Kanski ég komist samt einhverntimann!

Jæja, ekki seinna vænna en ad fara að lesa aftur. Ásta og Ámundi koma frá Íslandi á morgun og gista hérna, hlakka mikið til að sjá þau en ég næ víst lítið að lesa á meðan. Þriðjudagurinn fer svo í að velja eldavél, ískáp og þessháttar og á miðvikudaginn verðum við að panta eldhúsið... það er því margt sem stelur tíma frá bókunum þessa vikuna. Ég verð samt að vera dugleg að glugga í bækurnar, ekki sniðugt að mæta ólesinn í seinasta prófið.

Helle a skautum (reyndar i pasu) Posted by Picasa