föstudagur, janúar 27

Mikið búið að gerast

Ég hef ekkert mátt vera að því að blogga undanfarið, það er búið að vera fullt prógramm hjá mér frá því eftir próf. Ég var með að víkka út æðar á Ríkinu daginn eftir próf, mæting kl hálf átta svo mín fékk ekki einu sinni að sofa út, svo var brunað til Helsingör að velja dót í nýja húsið, matarboð hjá Höbbu, kaffihúsahittingur með Guggu O og Þóri, kíkt á nýju híbýlin Ástu og Áma og að lokum heimsótti ég Siggu vinkonu og litla kút í London. Munaði litlu að ég kæmist ekki vegna veðurs en ég var svo heppin að eiga flug frá Sviþjóð en ekki Kaupmannahöfn svo ég rétt slapp med skrekkinn. Mánudagurinn fór svo í fyrstu "ráðstefnuna" á Radison SAS - voða gaman að fá frítt að borða i fyrsta skipti útaf starfinu :o)

Anna systir kom svo í stutta heimsókn frá Íslandi, alltaf svo gaman að sjá hana og auðvitað var mestum tíma varið í að kíkja í búðirnar, bæði hér og í Svíþjóð. Algjör munur að hafa báðar systurnar hjá sér í einu :o) Þær eru heimsins bestu. Anna fór aftur heim núna i morgun og hennar er strax sárt saknað, en Ásta verður hérna i nótt líka.

Já, og svo aðalatriðið, ég var rétt í þessu að útskrifast!! Er bara í smá pásu heima núna, eftir allskonar receptionir, og svo á að halda á fína flotta útskriftardinnerin hjá læknafélaginu. Ég ætti nú að skella mér i fína kjólinn og tala við þau gömlu í staðinn fyrir að blogga en ég þykist vita að ég nái ekki að setja inn neitt næstu daga því við skellum okkur til Frakklands á skíði svo seint sem á morgun. Endalaus gleði!

6 ummæli:

Asta sagði...

Til hamingju elsku kruttan min

Nafnlaus sagði...

Elsku Gugga mín hjartanlega til hamingju með útskriftina í dag. Vona að þú njótir dagsins í botn.

Kær kveðja Rakel, Auðunn og krúttulíus

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þetta allt saman Gugga, þetta er meiriháttar!!:)

Hilsen frá hildi og Óskari í Aarhus

Nafnlaus sagði...

Til hamingju skvís:)
Hlakka til ad fá fréttir af tessu øllu saman tegar tú kemur heim frá Frakklandi...
Bon Voyage;)

knús GOF

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með útskriftina þetta er glæsilegur árangur. kveðja frá okkur.
Árný og liðið

Nafnlaus sagði...

Elsku Gugga
Innilega til hamingju með útskriftina og skemmtu þér vel í France. Er sjálf á leið til Ítalíu á skíði í endaðan feb. en hvað með það enn og aftur til hamingju með daginn.
Knús, knús og aftur knús
Þóra