sunnudagur, október 29

Mömmuheimsókn

Nýkomin aftur heim i kotið eftir að hafa eitt síðasta sólarhring i góðum hópi i Svíþjóð. Mamma var skilin eftir hjá Ástu þar til á morgun en þá þarf hún víst að fara aftur til Íslands.

Þetta var fínasta helgi, var svo gott að fá mömmu i heimsókn. Ásta og Elsa Björg hittu okkur á Kastrup og við fórum í bíltúr að skoða húsið i Helsingör og bæinn sjálfann og svo hugguðum við hérna á föstudeginum. Á laugardeginum fórum svo yfir til Sviþjóðar i enn meiri hygge, spil, mömmumat og dekur - og auðvitað smá shopping :o) Binni og Ámi voru bara heima á meðan að læra og leika við barnið... myndarmenn sem við eigum :o)

Já, nú er ég svo búin að undirbúa fyrirlestur fyrir morgundaginn, hélt að maður væri ekki með heimaverkefni eftir að skólanum lauk en það er víst mesti misskilningur hjá mér. Framundan eru svo bara 3 dagar af vinnu og svo er aftur frí hjá minni. Pabbi kemur 2.nóv og við B förum svo til Norge þegar hann fer aftur heim. Vei!!

Engin ummæli: