þriðjudagur, apríl 17

Sumar i kbh

Búið að vera frábært veður hérna síðustu dagana. Eftir langa vinnu viku eyddi ég öllum sunnudeginum úti i Kongens Have med Siggu sumarblómi og Höbbu pæju og það er komið þvílík sumarstemmning i liðið. Mig langar helst að vera bara i fríi núna alla daga og hanga bara úti í sólinni. Var veik heima í gær og stalst úti garð þegar ég gat ekki sofið fyrir látum, fékk Guggu, Ævar (afmælisbarn) og Jakob í heimsókn í sólina... sem betur fer vita þau ekkert um það i vinnunni :o)

Það eru bara ansi margar kvöld og næturvaktir framundan... ég verð alveg skrýtin eftir svona vaktir því mér finnst ekki létt að sofa á daginn í sólinni þegar gríslingarnir eru á hundraði hérna úti i garði.
Svo á fimmtudaginn (fyrir næturvagt) er ég að fara að hitta lækninn sem ég verð að vinna hjá i sumar, þau eru reyndar 3 saman i praksis en ég hef grun um að hann stjórni öllu meira eða minna. Ég er nú þegar búinn að svekkja hann með að segja honum frá því að mín sé að fara i 2 vikna frí í lok juni, byrjun júli og núna fær hann svo í hausinn að ég fari líka í barnseignarfrí áður en ég er hálfnuð með tímann hjá honum. Ég verð heldur betur að sjarma hann upp úr skónum á fimmtudaginn, allar góðar hugmyndir vel þegnar.

Svo er Dagný að koma með alla strákana sína um helgina og verður rúma viku. Ég hlakka svo til að sjá hana og nýjasta fjölskyldumeðliminn ;o) Gaman gaman!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín.

Mikið var rosalega gaman á sunnudaginn með ykkur Höbbu. Ekki svosum von á öðru, í ykkar selskab, beyglna og Smoothies. Klikkar ekki. Stemmningin var svo æðisleg í garðinum, svona alveg eins og í den þegar við vorum ungar og saklaustar meyjar í Höfninni.

Varðandi praksis-læknagæjann, þá mæli ég bara með að þú segist vera ófrísk og að það hafi bara komið þér rosalega á óvart og ekki verið planlagt, þá getur hann ekkert sagt annað en til hamingju, það ætti að svínvirka. Annars gætirðu alltaf reynt tá- eða yljanudd, ef hann verður erfiður.

Farðu vel með þig og fiskinn,
luv,
Sigga.