laugardagur, nóvember 6

Tja..

Þá er ég komin heim og ætla að koma mér fyrir uppí sófa undir teppi og hafa það notalegt i smá stund. Dagurinn hvarf eiginlega i ekki neitt, var að rembast við að lesa en komst ekkert áfram. Náði samt að vera smá húsmóðir og þvo, og svo að sinna kallinum aðeins. Hitti svo Guggu og Lárey a Robert's coffee - uppáhalds kaffihúsinu mínu. Sátum lengi og ræddum ýmis mál, ágætt að enginn heyrði í okkur :o)

Við skvísurnar og Ævar ætluðum að fara fínt út að borða en það tók tímana tvenna að finna stað, og i hvert skipti sem við fundum eitthvað spennandi var auðvitað ekki laust borð. Lárey er því búin að sjá nánast allan miðbæinn bara eftir matarleitina miklu. Við enduðum á Sticks and Sushi þar sem ég lét vaða á sushi þó ég hafi nú aldrei verið svo hrifin af því. Það gengur betur i hvert skipi sem ég reyni, verð líklega stór sushi-fan um nírætt. Kíktum svo i kaffi til Frikka á þvottahúsinu áður en við héldum heim. Kvöldið var nú bara ansi huggulegt en það verður gott að fara að sofa, verst að ég vakna árinu eldri á morgun.

Engin ummæli: