mánudagur, apríl 11

Heima i dekri

Já þá er stelpan komin i stutt stopp á klakann. Ekki amalegt að láta mömmu stjana við sig i prófalestrinum :o) Annars er nú aðalástæðan fyrir komunni brúðkaup hjá Rakel frænku og Auðunni. Þetta var ekkert smá fínt brúðkaup og voðalega gaman að koma öllum á óvart með að mæta á svæðið. Brúðhjónin voru svo sæt og ástfangin og ég held að allar frænkurnar séu núna með "wedding fever". Set inn myndir þegar ég kem aftur út.

Annars eru komnar dagsetningar á prófin hjá mér, skrifleg medicin 2.mai og munnlegt 4. svo það er meira en nóg að gera í lestrinum og því lítill tími fyrir heimsóknir til vina og vandamanna í þessarri heimsókn, en fyrir þá sem þora þá er hægt að ná i mig i 4213549 í dag og á morgun, ég fer svo aftur út miðvikudagsmorguninn.

Jæja, ætla að lesa pínu og svo skella mér i sund.

PS: Þórir minn, sorry að ég hringdi ekki á laugardaginn... gleymdi að taka símann með i brúðkaupið og kom ekki heim fyrr en undir morgun. Treysti því að það hafi verið gott stuð á ykkur i Kbh. Færð bara haug af kossum er ég sé þig næst.

Engin ummæli: