sunnudagur, febrúar 19

Breytingar framundan

Aftur komin til Köben, en stoppa ekki lengi i þetta skiptið.

Þó það hefði ekki staðið til er ég búin að ráða mig i vinnu á Íslandi næstu mánuði. Heimskulegt að vera atvinnulaus hérna i Danmörku ef ég get unnið á Íslandi.
Það var nú samt svolítið erfitt að taka þessa ákvörðun, finnst ekki spennandi að vera svona lengi frá Brynjulfi, og ekki auðveldaðist málið af því að mig langar að fylgjast með Ástu systir vaxa og dafna i Lundi.
En þetta eru bara 2.5 mánuðir og okkur veitir ekki af því að fá smá pening (nema hann fari allur í að borga fyrir flug á milli DK og Islands).

Ég næ sem sé einni viku hérna í Kaupmannahöfn og svo er ferðinni aftur heitið heim til mömmu. Það á að nota vikuna vel, nóg af praktiskum hlutum sem þarf að gera og svo á að reyna að hitta sem flesta. Ætla að nota daginn vel á morgun og kíkja á son Guggu og Ævars, en litli prinsinn kom i heiminn núna 13.febrúar :o)

Annars var gott að koma heim, tíminn flaug alltof hratt enda vorum við með aðeins of mikið á okkar könnu. Fannst samt leiðinlegast að ná ekki að hitta allar vinkonurnar og að komast ekki i sund, en það ætti að gefast tími til þess á komandi vikum.

Læt þetta nægja i bili

2 ummæli:

Asta sagði...

Ohhhh mig langar lika í sund... Slappa af í heita pottinum - ekkert betra

Nafnlaus sagði...

Hey skvís en gaman þá hittumst við á Íslandi:) Við förum 28 feb;)