miðvikudagur, febrúar 22

Jada jada..

Það er ótrúlegt hvað maður getur eitt miklum tími í að skoða ekki neitt á netinu... ætlaði aðeins að kíkja á netið, en áður en ég vissi af var ég búin að skoða blogg hjá heilum helling af siglfirðingum sem ég hef ekki séð né heyrt frá i hundrað ár. Það var nú samt ansi gaman og fræðandi að kíkja á þessar síður, en mér fannst ég vera eins og hálfgerður perri að vera skoða blogg hjá gömlum kunningjum og þorði ekki að kvitta fyrir mig.. Maður er nú svolítið vitlaus stundum, mér fyndist sjálfri bara gaman ef maður heyrði i fólki.

Lárey og co eru búin að plana nýtt fermingarmót. Við Gugga misstum af því síðasta en þetta kemur alltaf á svo óheppilegum tíma að ég hugsa að allskonar undur og stórmerki gerðust áður en ég fengi meira frí í vinnunni. Maður er búin að vera svo lengi úti og misst alveg af því hvað fólk er að gera að ég eiginlega hálf skammast mín.

Jamm, tíminn flýgur svo sem líka þegar ég er ekki á netinu. Þrátt fyrir að mín fór eldsnemma á fætur tókst mér ekki að gera mikið gáfulegt í dag. Það fór hreinlega allur dagurinn í að fara til Vejle, máta kjólinn og láta títa hann upp og svo aftur upp í lest til Odense, stutt rölt um bæinn og svo aftur heim til Köben. Rétt náði að elda og surfa svolítið og áður en ég vissi af var dagurinn búinn. Ég var samt voða fegin að sjá að ég kæmist ennþá i kjólinn, hef þau grunuð um að hafa pantað einu númmeri stærri kjól en um var samið en það kemur sér nú bara vel þar sem ræktin hefur legið á hakanum lengi.

Jæja, Ásta systir á afmæli á morgun, hún fær endalausar hamingju óskir héðan. Hún ætlar að kíkja á mig á föstudaginn og svo á að fara í óléttufata leiðangur. Ég held að ég sé meira spennt fyrir þessu en hún, talað um að lifa í gegnum aðra! Mér finnst ég eiga öll lítil börn i kringum mig, mæður þeirra eru bara aðeins að passa þau :o)

Engin ummæli: