þriðjudagur, apríl 25

Binni kominn og farinn

Þá eru páskarnir komnir og farnir og Binni líka. Hann kíkti á mig aðeins um helgina og við höfðum það voðalega huggulegt saman. Veit ekki alveg hvað við vorum að spá þegar við ákváðum að ég færi hingað heim að vinna. Nú eru samt bara rúmar 3 vikur þar til ég fer aftur út svo þetta hefst nú alveg. Það kom seinkun á vélina hans út og ég var bara hæst ánægð með það að greyið fengi ekki að fara heim svo ég fengi að knúsa hann aðeins lengur.

Nú er svo bara hörku vinna næstu vikuna og svo er ég i fríi fyrstu 2 helgarnar í mai, enda ekki seinna vænna þar sem ég hverf svo af landi burt. Ætla mér að taka amk eitt gott djamm áður.

Annars er ég frekar neikvæð i dag, það pirrar mig mikið hvað krónan er að falla i gildi, það hverfa bara allir peningarnir mínir og allt verður orðið þeim mun dýrara í sumar þegar við þurfuð að punga út fyrir veislunni. Gerist líka svo hratt :o(
Svo vilja þeir i DK ekki einu sinni athuga hvort hægt sé að meta vinnuna hérna fyrir kandidatsárið af því að ég er hérna bara i 2 og hálfan mánuð en ekki 3, þó að ég vinni miklu meira en þeir gera á 3ur mánuðum úti. Það er stundum allt svo ferhyrnt hjá dönunum varðandi allt svona.

Ja, gott að það er ekki allt jafn slæmt, Anna litla sys á afmæli i dag og er bara orðin nokkur stór, man að mér fannst það amk þegar ég var 19.
Shit hvað tíminn flýgur!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ Gugga!

Alveg sammala ad Danir seu svolitid of ferkantadir. Er ekki bara malid ad vera ferkøntud a moti og hanga i teim tar til teir meta tetta :-)

Hlakka mikid til ad fa tig hingad ut og er handviss um ad tu kemur med sumarid med ter. Tetta er allt ad koma til herna, engin rigning i 4 daga! Eg klara profin a fimmtudaginn og er buin ad panta gott vedur :-)
Knus, Knus, hafdu tad gott a endasprettinum,

Sunna