föstudagur, apríl 14

Páskafrí

Já þá er ég loksins komin í langþráð páskafrí, ekkert smá ánægð með það enda fyrsta skipti i fjölda ára þar sem ég þarf ekki að eyða páskafríinu sveitt yfir bókunum heldur get gert það sem mér sýnist. Svaf út í morgun og er svo búin að eyða deginum í faðmi stórfjölskyldunnar við spilamennsku og nammiát. Restina af páskunum ætla ég að eyða í samskonar vitleysu, væri samt gaman að komast á skíði en ég á enn eftir að sannfæra einhvern með mér í slíkann leiðangur.

Undanfarið hefur nú frekar lítið verið í fréttum, Það er farið að ganga betur i vinnunni og suma daga er meira að segja pínu skemmtilegt. Svo kom pabbi suður með liðið, fór meðal annars í bío með bræðrum mínum þar sem Guðmundur vakti mikla lukku. Það var loðfíll að hrósa öðrum loðfíl (ice age 2) á því hvað hún væri nú myndarleg með stóra rassinn sinn þegar hann segir hátt og skýrt yfir allt, "alveg eins og þú Gugga, þú ert líka með svo stórann rass" en ég held að hann hafi ekki fattað að þetta væri annað en hrós fyrir mig :o)

Engin ummæli: