laugardagur, júní 24

2 vikur eftir

Eftir ekki meira en 2 vikur er ég orðin gift kona... og ég sem er svo ekki alveg orðin fullorðin, versla enn i unglingadeildinni i HM og er ekki að fatta það þegar einhver talar um konuna en á við mig. Ég er ekki einu sinni að fatta að nota nú tímann og vera svolítill rebel áður en ég geng i hnapphelduna og á að fara að haga mér almennilega, alltof upptekin af að gera ekki neitt.

Annars fer nú alveg óttalega mikill tími í að pendla í og úr vinnunni svo það er lítið eftir af deginum þegar þeim þætti líkur. Komst samt aðeins út á lífið um helgina, ætlaði rétt að droppa við í útskriftarpartýi hjá Gunnu granna, en endaði með að hanga þar voða lengi því það dróst alltaf á langinn að hitta skvísurnar sem ég var búin að mæla mér mót við. En það var bara næs hinumegin við vegginn ;o) Týpískt dæmi um það hvað heimurinn er lítill, Gunna granni er besta vinkona Rakelar Run frá Siglo, hún er líka mjög góð vinkona Fjólu úr doktornum hérna i DK, ekki nóg með það heldur vinnur hún líka með Þóri Bjarna og býr við hliðina á mér... það er hreinlega ekki hægt að komast hjá því að kannast við fólk.

Svo fór dagurinn i dag í það að kíkja í bæinn með Guggu vinkonu og Jakob. Hann er algjör prins og voða gaman að fá að kjassast aðeins í honum. maður verður að komast i þjálfun áður en Ástu kríli kemur i heiminn.

Jamm.. annars eru ekki miklar fréttir héðan, við erum ótrúlega róleg á því varðandi stress og svona, eigum heilann helling eftir af stússeríi en erum ekkert að gera í því, kíkjum bara á kaffihús þau fáu skipti sem við náum að hittast útaf vinnu/skóla/öðrum skyldustörfum. Ætli maður fari ekki að komast almennilega i gang núna næstu daga. Binni er mest með hugann við prófin en hann fer i síðasta prófið á föstudaginn og við fljúgum svo heim sama kvöld(30juni). Verður gott að komast heim en það verður líklega bara þeytingur og læti fram að veislunni. Komumst að því hverju við gleymdum hérna úti og allt fer á annann endann við að redda því til okkar.

jamm, vildi bara láta vita að ég er enn á lífi og allt bara í fínasta lagi.

1 ummæli:

Asta sagði...

Ohhh, það verður nú gaman að fá ykkur hingað heim.

Kannski finnum við einhvern tíma í stressinu til að sóla okkur í sundlaugunum :o)

Knús þangað til, Ásta