þriðjudagur, júní 13

Still alive

Það hefur ekkert heyrst i mér nokkuð lengi, þannig að ég vill nú bara fullvissa alla um að ég er í góðu lagi, bara búið að vera mikið að gera.

Ég er byrjuð i turnus i Helsingör og fer megin þorri dagsins i að koma sér i vinnuna, vera þar i smá stund og svo koma sér aftur heim. Það tekur alltaf aðeins á að byrja að vinna á nýjum stað en hér er maður sko leiddur alla leið að lauginni og svo stendur fólk á bakkanum tilbúið að veiða mann upp úr - aðeins önnur aðstaða en á Íslandi þar sem manni var hennt beint ofaní djúpu laugina:o)
Það var ekki fyrr en í dag að ég var ein á vagt og það gékk alveg (reyndar var bakvaktin orðin pínu pirruð á að ég hringdi kanski heldur mikið) en það á nú eftir að reyna betur á það um helgina en ég verð að vinna alla helgina einmitt þegar Valdís vinkona er að koma í heimsókn :o(

Aumingja Valdís kemur þegar ég á næturvagt svo hún verður bara að heilsa upp á Binna fyrst, ég stefni á að sofa sem minnst svo ég geti nú leikið aðeins við hana og Nonna, verður svo gaman að sjá þau aftur. Ég hlakka mikið til, lítur líka út fyrir að veðrið haldi áfram að vera gott en það hefur verið vel yfir 20 stiga hiti siðustu daga og allir sem ekki eru bundnir yfir vinnu og endalausum lestarferðum fyrir löngu orðin vel sólbrún.

Jamm.. ég er ekki enn búin að helmingnum af því sem ég ætlaði að gera i frívikunni minni áður en ég hóf vinnu, það bíða min amk 7 bréf frá stéttarfélaginu sem heimtar allskonar upplýsingar sem ég má ekkert vera að að svara, ég er ekki enn búin að ná i Turnus konuna, píparann né skatta-vesenið, og svo eru kassarnir með vetrardótinu mínu enn úti á miðju gólfi og íbúðin algjörlega á hvolfi. Þar fyrir utan er ég ekki enn búin að koma lífi i PDA tölvuna mína sem ég VARÐ að fá áður en ég hóf vinnu. Valdi Dell svo ég lenti ekki í vandræðum með að hún vilji ekki spjalla við stóru tölvuna en það virðist ekki hafa verið nóg, þær neita bara að tala saman svo nú nota ég gripinn bara í tölvuleiki áður en ég fer að sofa (sem er ansi snemma þessa dagana).

Jamm... hef reyndar haft tíma fyrir smá skemmtanir líka, fór í grill til Höbbu um helgina, afmæli til Helle á sunnudaginn og í gær í grill hjá Sif og Grími. Verst að ég er alltaf í einhverjum átveislum og fresta því ferðum í gymmið- ekki alveg að gera sig þegar það er bara rúmar 3 vikur í brúðkaup og mín búin að bæta á sig síðan hún mátaði kjólinn síðast. Lísi hér með eftir sjálfsaga mínum sem ég virðist hafa týnt einhverstaðar nýlega!!

Jebb.. ætla að fara aftur í stríð við tölvurnar, ætla að fá þetta í gang.

1 ummæli:

Asta sagði...

Ótrúlegt að það eru bara þrjár vikur í land, fjúff. Hlakka til að fá ykkur heim :o)

Hvenær er annars áætluð brottför frá Íslandinu góðu?