Já það er farið að styttast i ansi margt, ekki nema 22 dagar til jóla, 16 dagar í heimferð og já, 19 tímar i næsta próf. Ég ætlaði mér nú að vera búin að læra mun meira af þessari vitleysu en tekist hefur en ég get samt ekki sagt annað en að ég hafi nú verið frekar dugleg að lesa.
Ætla að nota eftirmiddaginn i að lesa 2 kafla aftur og svo á bara að læra listann með eitrinu utanað - svona eins og maður lærði ljóð i barnaskóla. Ég man nú minnst af þessum ljóðum sem við lærðum, kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég rekst á fólk sem virðist kunna þetta ennþá. En svo er annað sem bera situr eftir td. aus, bei, mit, nach, zeit, von, zu, gegenuber, I love you... þetta man maður, en svo gæti ég ekki fyrir mit litla líf spurt hvar ég gæti fundið næsta banka, eða hvað kaffið kosti ef ég ætti að redda mér i þýskalandi.
Hef reyndar heyrt sögur af fólki sem hefur farið með gamlar Kaaber kaffi auglýsingar á dánarbeði sínu því það mundi ekki annað! já spáiði í því, hvernig fer þá með okkar kynslóð?
Hmmm... annars lítur bara út fyrir það að ég nái að sinna vinum mínum aðeins eftir þetta próf á morgun. Það ætti að vera nóg að lesa i rúma viku fyrir næsta próf og ég fer ekki í það fyrr en 15. svo það verður hægt að taka fleiri kvöld og kanski nokkra daga i frí. Það verður ekki leiðinlegt. Byrjar reyndar á svaka jóla, kveðju, prófloka, afmælis og endurfagnaðar partýi annaðkvöld með krökkunum úr gamla bekknum mínum & nokkrum öðrum, góður hópur sem klikkar aldrei. Hugsiði nú endilega fallega til mín á morgun frá 8 til 3, ég vona að þið fáið góða helgi, set kanski inn nokkrar línur á laugardaginn ef heilsan leyfir :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli