Það er aldeilis farið að styttast i það að ég verði komin heim á klakann. Ég verð sem sagt til i tjútt og tjill frá og með seinnipartinum af laugardagskvöldinu svo nú er bara að láta heyra i sér og bóka tíma :o)
Ég var hjá tannlækni i dag og komst að því að maður er aldeilis a rangri hillu ef hlutirnir snúast um það að þéna peninga, (vissi það nú reyndar, núna fékk ég það bara staðfest) heldurdu ekki að ég hafi farið með yfir 40 000 kall fyrir undir klst vinnu!! Vildi að mín tímalaun væru svipuð. Þá fengi fólk sko almennilega pakka í ár!! núna endar það líklega með að ég verð að skila öllu og fá endurgreitt, he he.
Já, annars er bara gaman að vera til. Hitti Ali og Krister og dandalaðist með þeim inni i bænum núna áðan. Ali er voða sæt og fín og komin með ágætis kúlu. Skautaferðin klikkaði samt, aumingja Berglind bara veik. Væri nú sniðugt at vera bara dugleg i staðinn og byrja að þvo og pakka núna, þá get ég leikið mér á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli