fimmtudagur, desember 23

Jólastúss

Það verður víst nóg að gera hjá mér i dag, en ég smelli nú nokkrum línum inn engu að síður. Er núna alveg búin með öll jólainnkaupin og mundi meira að segja eftir að kaupa gjöf handa sjálfri mér :o)

Ég kíkti á Ölstofuna í gær á hittinginn hans Héðins, voða gaman að fá sér pínu bjór og sjá fullt af hressu og skemmtilegu fólki. I dag á svo að baka, skreyta tréið, taka til, labba laugarveginn, heimsækja fullt af góðu fólki, ná i símann úr viðgerð, mæta i kakó og kósýheit hjá Ástu skástu (í íbúðinni sem ég skammarlega verð að viðurkenna að ég hef aldrei litið augum) og eflaust bætist eitt og annað á listann eftir því sem líður á daginn. Langar voðalega mikið í sund, en hugsa að það verði að bíða, en ég lýsi hér með eftir fersku fólki sem nennir að koma með i sund á næstu dögum.

Jæja, verd að þjóta, baðið mitt er víst að verða kalt.

Engin ummæli: