sunnudagur, desember 19

Komin heim i sæluna

Komin i jólaæðið heima á klakanum - og líkar það bara vel!

Eftir skilduseinkun á fluginu kom ég heilu og höldnu heim til Íslands i gærkvöldi. Var bara stillt, skoðaði nýju íbúðina hennar mömmu og kíkti síðan við i partýí hjá sóðabrókunum til að heilsa upp á Ástu sys en lét mig nú hverfa fljótlega aftur, samt ekki fyrr en ég var búin að taka lagið i singstar... og ég sem stóð í þeirri trú að ég myndi aldrei taka lagið þar sem aðrir heyrðu til, en hver getur staðist Bob Marley (smá einkahúmor i gangi).

Eftir klippingu og litun i morgun, náðum við systurnar i þá yngstu og fórum i jólafataleiðangur, við eldri erum svo blankar að það var bara sú yngsta sem fékk að versla i þetta skiptið. Förum nú að kíkja aftur í búðirnar eftir smá stund, komum bara heim til að hlaða batteríin. Maður verður að taka þátt i veslunaræðinu eins og sönnum íslendingi sæmir :o)

Gamli síminn minn 8671482 ætti ad vera virkur núna, þannig að ef einhverjum langar að ná i mér áður en ég læt heyra i mér sjálf þá er hérmeð hægt að slá á þráðinn, annars er planið að hafa samband við fólk á morgun, má ekkert vera að því í dag.

1 ummæli:

Herra Þóri sagði...

I loooooove Bob Marley! ;-)