miðvikudagur, desember 15

Loksins, loksins, loksins

er stelpan búin i prófum!!! Frá því að vera orðið frekar fúlt er lífið allt í einu orðið yndislegt. Ég er komin með langann lista yfir hluti sem ég ætlaði að gera eftir próf, og núna verður sko tekið á því í nokkra daga, ekki seinna vænna :o)

Ég er reyndar komin með yfirbókaða dagskrá á morgun. Stelpan sem hefur hingað til verið með svo fínar tennur er komin með 2 skemmdir og þarf til tannlæknis i pyntingar i fyrramálið, ekki mikið hrifin af því. Þarf svo að kíkja í nokkrar sjúkraskýrslur en svo verður dagurinn allt í einu miklu betri - mætti halda að carlsberg væri kominn á borðið :o) Eg ætla svo á skauta með Berglindi, hitta Ali vinkonu sem er á leiðinni til Grænlands i jólafrí og svo er dansinn med julehygge annað kvöld, það ætti að bæta upp pyntingarnar.

Föstudagurinn fer líklega i búðarráp og þesshátar, date með Binna um kvöldið og ég fæ víst jólapakkann minn - hann er víst of stór til þess að druslast með hann til Íslands.

Jæja, þarna kom hann heim, heyri i ykkur seinna.

Engin ummæli: