laugardagur, desember 4

Þá er það versta búið :o)

Já loksins loksins loksins er ég búin með Miljö og Arbejdsmedicin kúrsinn, hefði ég ekki álpast til að skrá mig i réttarlæknisfræðina sem ætti að liggja á næstu önn væri ég komin í jólafrí. Annars er nú stelpan meira eða minna komin i fríið, það er bara rólegur lestur framundan, jólagjafa innkaup og annað stússeri. Er með mikil plön um að kíkja oft á kaffihús næstu daga, rækta þá vini sem eru ekki á kafi i lestri sjálfir og bara dúllast með eitt og annað.

Er búin að vera dugleg i dag, þrátt fyrir hófið í gær vaknaði min frekar snemma og þreif allt húsið og er núna að bíða eftir að þvottavélin klári svo ég komist út i góða veðrið. Binni er að vinna núna en ég er að hugsa um að tæla hann í að gera eitthvað sniðugt með mér á eftir. Annars ætti maður nú að kíkja í búðirnar og verðlauna sig svolítið - hehe.

Það var voða gaman í gær, kíktum aðeins á bódega strax eftir próf en það þurfti 3 tilraunir til að finna stað sem var ekki troðfullur og það bara kl 3!! Reyndar föstudagur en greinilegt að fólk var að fá bæturnar sínar og átti ennþá pening. Náði rétt að hlupa heim og skifta prófalook-inu út með djammlook-inu áður en haldið var áfram i julefrokost hjá Idu. Það er alltaf jafn mikið stuð i gamla bekknum, ekkert nema snillingar sem maður sér alltof sjaldan, þannig að það er óþarft að taka það fram að það hafi verið gaman. Ég er samt hálf abbó úti stelpurnar, Malene og Soffie eru að fara til Tanzaníu á fimmtudaginn og Maja til Ástralíu á morgun, vildi að ég væri að fara eitthvert langt í burtu - allrahelst i sól og hita en það verður nú líklega að bíða í ár í viðbót... maður má nú samt alltaf láta sig dreyma.

Engin ummæli: