föstudagur, febrúar 18

Da ra ta ta

Ég er búin að vera voða löt við að skrifa upp á síðkastið, enda ekki mikið i fréttum. Þessir dagar snúast voðalega mikið um skólann og svo er ég að reyna að ná lestrarplaninu okkar Berglindar - mér tókst nú að lesa það sem ég ætlaði mér að lesa i dag, þannig að ég ætla að kíkja aðeins út á eftir. Það er víst eitthvað get2gether á gamla kollegíinu mínu og ég er búin að lofa að kíkja á fólkið. Stalst reyndar á kaffihús með Sirry og Dorthe i vikunni og átti frábæran laugardag með Höbbu, Henry og Olgu. Ekta inni-dagur á meðan allt var brjálað úti.

Aðal spennan þessa dagana er að fara í póstinn... við bíðum ennþá eftir að fá skólabækurnar sem voru pantaðar fyrir rúmum mánuði síðan! Verð nú að nota hérna 2 línur til að vara fólk við því að kaupa bækur hjá www.thebookplace.co.uk Það er ekki fyrirhafnarinnar virði og maður má víst hrósa happi ef maður fær bækurnar áður en maður verður lagður til síðustu hvílu. Glatað!

Annars er nóg af skemmtilegum hlutum að fara að gerast á næstunni Þórir kemur til okkar 25.febrúar, árshátið ísl. læknanemanna hérna úti er 26. febrúar, og ég er búin að plana hitting með fullt af öðru fólki í beinu framhaldi þaraf á Vega, svo verð ég upptekin af skemmtilegum hlutum alla þá helgi - meira seinna, og strax þriðjudaginn þar á eftir fer ég til Tenerife. Það er bara lukkan!

Engin ummæli: