föstudagur, febrúar 11

Myndir af Þorrablótinu

Hérna koma myndirnar af þorrablótinu, ég veit ég var lengi að þessu en betra er seint en aldrei.

Rakst á Sirry úti á götu núna áðan þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum, næstum því bara beint fyrir utan húsið hjá mér. Heimurinn er nú ekki stór, hún kíkti aðeins inn á meðan hún beið eftir þvottinum sínum en þvottahúsið hennar er víst bara í götunni minni.

Planið hjá mér í dag er að vera dugleg að lesa til svona 6 og fara svo i smá matarboð og herlegheit i kvöld. Ég álpaðist til að taka aukavagt á morgun svo Ali og kærastan kæmust til Parísar yfir helgina, mig sem langar svo að sofa út a mogun.
Var reyndar að heyra i dag að það er P-dagur i kvöld (þá kemur páskabjórinn, svipað og J-dagurinn fyrir þá sem muna eftir því). Ég missi alveg af honum plús að ég verð að vinna með grautþunnu fólki á morgun, já ef þau sjá sér fært að mæta, annað eins hefur nú gerst.

Jæja, ætla að láta verkin tala, óska ykkur öllum góðrar helgi, bíð spennt eftir sögum af atburðum helgarinnar.

Engin ummæli: