fimmtudagur, mars 17

Er stelpan med óráði?

Já, ég er allavegana veik. Fór ekki í skólann i dag því ég er að kafna úr hori og svaf ekkert í nótt útaf hósta (i mér) og látum og hrotum (i Brynjulfi).
Ég er samt eitthvað að koma til núna en í staðinn fyrir að setjast þá niður og læra, fór mín bara í þvottinn - þegar það gékk ekki upp sökum ósvifinna nágranna sem stálu vélunum fyrir framan nebbann á stúlkunni, gafst hún bara upp á því að reyna að vera dugleg og er búin að sitja við netið að skoða ferðasíður og láta sig dreyma aðeins.

Ég sló nú bara öllu upp i smá kæruleysi og pantaði smá flug, og smá hotel og bókaði til og með veitingastaði! Við erum ekki að tala um nein ferðalög á næstunni nei, smá í júni og svo er ég nú farin að vesenast í hvað eigi að gerast í lok sumars!! Þetta danska dæmi með að vera með allt planað marga mánuði fram í tímann er svolítið farið að smitast yfir á mann :o) Borgar sig líka að vera snemma á ferðinni til að fá nú eitthvað að hræ-ódýru miðunum, kom mér samt mest á óvart að miði sem ég kíkti á í gær frá Norður Noregi og til Flekke (reunion i skólanum) þann 13.águst er orðinn mun dýrari og ekki mikið eftir af sætum yfir höfuð frá Kbh til Oslo á þessum tíma.

Já, ég nenni ekkert að skrifa meira i bili. Er ekki nógu heil i hausnum til að segja frá einhverju skemmtilegu. Reikna með að henda inn nokkrum myndum fra Tenerife, en það verður ekki alveg strax. Verð að vinna i því að snýta mér og vorkenna sjálfri mér mikið á næstunni ;-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa lísa!

Velkomin í horhópinn. Var smituð af ósvífnu hóstandi og spúandi fólki í vinnunni fyrr í vikunni. Eins og ég hafi ekki fengið nóg af vírusdæminu hérna í janúar þar sem maður lá nær dauða en lífi eins og lík í rúminu og gat sig ekki hreyft.

En nú var sem sé komin tími á að ganga í horklúbbinn. Þetta meðlemskap getur nú verið dáldið erfitt þegar maður er að borða pylsur í pylsubrauði í kvöldmatinn eins og sannaðist í gær. Þetta er nefnilega þannig að annaðhvort er nebbinn alveg algjörlega stíflaður eða að allt er lekandi. Þannig að maður var með fullan túllan af pullu á meðan maður þurti líka að vera að anda, svona þannig að maður gæfi ekki upp öndina á staðnum. Já, þetta líf getur verið erfitt stundum.

En hvert ertu búin að kaupa þér miða, á reunionið uter was?

Annars förum við Thomas til Hótel Mömmu á morgunn, fljúgum nefnilega heim á klakann eftir vinnu á morgunn, og hlakkar mikið til.
Annars eru tveir síðustu dagar búnir að vera ansi vorlegir og heitir í metrópólinu, sem eru gleðifréttir fyrir kuldaskræfuna mig.

Koss og knús frá London til Guggunnar minnar,
smack, Sigga.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir postinn Sigga min!

Eg pantadi ferd til Parisar i Juni (a ad bjoda kallinum i fri) og svo er eg lika komin med flug heim 30 juni til 14 juli, og svo er eg komin med flug a reunionid en bara adra leidina og thad fra nordur noregi(ættlum ad heimsækja ættina hans thar fyrst) Binni vill endilega sigla til Noregs hedan og svo a eftir ad plana thetta allt svo eg thordi ekki ad panta meira i bili.

Vona ad thu fair goda ferd heim... alltaf gott ad komast heim, serstaklega thegar madur er veikur.
Bid ad heilsa ykkur dullurnar minar, knus og kossar SNARAN