sunnudagur, mars 27

Gleðilega páska

Þá er ég búin að háma í mig páskaeggið og velta fyrir mér speki dagsins: Blessun vex með barni hverju. Ég veit nú ekki alveg hvernig sá málsháttur á við mig en það er samt skárra en að fá eitthvað neikvætt.
Ég fór snemma á fætur, átti von á því að vera kölluð á vakt en samstarfsmenn mínir sýndu sóma sinn með því að mæta i vinnuna i dag mér til mikillar ánægju. Ég hef því fengið að lesa (og háma í mig eggið) i friði og er núna frjáls til að gera það sem mér listir það sem af er dags.

Það var alveg frábært á tónleikunum með Eyvöru og DR big band. Þau pössuðu svo rosalega vel saman eitthvað og mikill stemning á staðnum. Ég gékk svo beint í flasið á Hildi Kr. (herbergisfélagi minn fra ML) i röðinni fyrir utan Jazzhouse en hún og Gummi voru hérna i smá helgarferð. Fyndið hvað heimurinn er stundum lítill. Kíkti svo aðeins út með Guggu, Ævari og Þóri eftir tónleikana en entist ekki lengi.

Okkur Binna var svo boðið i mat til Höbbu og Henry á föstudaginn ásamt Auði. Nutum þess virkilega að sitja og slappa af i góðum félagsskap og heyra ferðasögurna og rifja upp ýmist gamallt og gott. Ekki verra að maturinn var frábær og gaman að komast aftur í tæri við Cohiba vindlana.

Vatnaspinningið kom skemmtilega á óvart, var ekki svo frábrugðið venjulegu spinning nema hvað að hjólunum var hent ofaní sundlaug og svo var bara hjólað þar. Hefði verið alveg frábært hefði ég haft vit á því að vera ekki alveg svona berleggjuð :O) Alltaf gott að vera vitur eftirá. Annars dauðlangar mig i ræktina sem ég hef mikið vanrækt undanfarið en það er auðvitað allt lokað núna um páskana. Það kæmi mér samt ekki á óvart þó ég verði aftur komin i letibykkjuskapið þegar þau opna aftur eða þá komin með einhverja afsökun fyrir því að fara bara seinna :-/

Engin ummæli: