Halló halló!
Þá er nú nokkuð betra hljóð í stelpunni en það var á mánudaginn - reyndar brosti ég nú ekki mikið á þriðjudaginn heldur þegar ég komst að því að ég færi í verklega prófið í medicin á blóðmeinafræðinni af öllum stöðum. En viti menn undur og stórmerki gerast enn og það gékk bara rosalega vel í prófinu, kom út með 11 og tilboð um vinnu :O)
Það eru ekki einu góðu fréttirnar, virðist sem guðirnir hafi brosað við mér á miðvikudaginn. Brynjulf gerði sér lítið fyrir og bað mín þennan sama dag. Hann sló mig alveg útaf laginu þegar hann skellti sér niður á hné i parisarhjólinu i Tivoli og dró upp hringana, en ég hafði nú samt vit á því að segja já. Við erum ekki búin að negla niður stað og stund en það verður einhvern tímann næsta sumar.
laugardagur, maí 7
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæ elsku stelpan mín!
Innilega til hamingju með þetta elsku Gugga mín og Brynjulf!!!
Vá, ég er ekkert smá glöð fyrir ykkar hönd, og alveg öskraði fréttirnar til Thomasar og hann sem lá sofandi inni í stofu í sófanum sagði bara vá og enn hann rómó að falla á kné og alles.
Það verður gaman næsta sumar:-)! Brúðkaup Guggunnar okkar.
Je minn, ég er enn á bleiku skýi. Svo segirðu ef þú þarft hjálp með undirbúning og ég geri allt sem ég get til að hjálpa dúllan mín.
Eruð þið búin að ákveða landið fyrir giftinguna, Ísland, Noregur eða Danmörk?
Og ekki má gleyma að segja til hamingju með prófútkomuna heilinn minn. Svo spyrjum við Thomas bæði, hvaðan fékkstu atvinnutilboð? Við svaka spennt, haha!
Fullt af love og kossum til ykkar,
Sigga og Thomas.
Innilega til hamingju með allt saman. Ég ætla að skella mér til Köben á morgun til að kyssa til þig til hamingju. Sjáumst þá!
Kiss, kiss, Dagný
Elsku Gugga og Brynjulf, hjartanlega til hamingju með þetta...ooo svona sér maður þetta fyrir sér... í parísahjólinu í Tívolíinu!:)Hilsen frá Aarhus
Hildur
Eintóm gleði krúttlegu hjónakornin mín :o)
Ég hlakka svo mikið til að stússast í kringum brúðkaupið hjá ykkur.
Elsku Gugga og Brynjulf!!! Til hamingju, þetta eru frábærar fréttir. Hálftíma áður en ég sá bloggið hjá þér var ég að kvarta yfir því að fólk væri ekkert að gifta sig nú til dags. Svo mætir Guggan bara og reddar málunum. 1000 kossar til þín í útlöndum!
Til lykke með þetta elsku Gugga :)
Luv, Una
Til hamingju elsku Gugga...vá þetta eru stórfréttir. Knús frá Árhús
Matta
Skrifa ummæli