fimmtudagur, maí 26

Turnus nummerid loksins komid

Já það er nú mikið búið að bíða eftir þessu númmeri sem ákveður hvar maður komi til með að búa i tæp 2 ár eftir skólann. Það er ekkert spurt að því hvar maður vilji búa heldur er maður bara rifinn upp með rótum og restin af fjölskyldunni má gera það sem hún vill og manni er svo bara plantað niður i eitthvað krummaskuð ef maður fær hátt númmer.

Númmerin áttu að koma með póstinum í gær, og margir héldu að þeir kæmu á netinu strax i fyrradag, en greyin gleymdu að setja þau i póst (hafa haft 6 vikur til þess) en kenna því um að prentarinn hafi bilað - Sundhedsstyrelsen hlýtur nú að búa yfir meiru en bara einum prentara! Allir voru í svaka sjokki í gær yfir því af hverju þau fengu engin númmer, héldu auðvitað að umsókin þeirra væri týnd og tröllum gefin. En til að gera langa sögu stutta þá kom pósturinn með númmerið mitt núna rétt í þessu og ég er bara nokkuð sátt, amk eftir að hafa talað við Idu og Bo sem fengu 292, Maju sem fékk 337 og Berglindi sem ætlar nú ekki í túrnus hér en fékk 335. Ég fékk 157 sem breytist í 176 þegar maður bætir við tvöföldu númmerunum sem komu á undan mér. (pör geta dregið saman og fá bara eitt númmer en taka 2 stöður. I allt eru thetta 366 númmer eða 417 stöður). Ég fæ því líklega að búa áfram á Sjálandi, þýðir nú samt líklega að ég þurfi að venjast yfir klukkustunda lestarferð á morgnana ef ég ætla að búa áfram hérna á Österbro með honum Binna mínum. Sjálfa staðsetninguna fæ ég samt ekki fyrr en í lok júni, nú er bara að bíða og sjá.

Jæja, það eru bara nokkrir dagar i próf, ætla ad reyna ad lesa pínulítið, var svolítið erfitt að einbeita sér i morgun þegar ég bara varð að hlaupa út i póstkassa um leið og ég heyrði einhverja skruðninga fyrir utan. Og elsku skásta, velkomin heim og ég hlakka til að heyra ferðasögunar.

2 ummæli:

Asta sagði...

Til hamingju með númerið :o) Hlakka til að komast að því hvar þú verður, kannski að maður fái einhvern tímann skoðunarferð???

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta
Til hamingju med numerid! Flott ad tu færd ad vera áfram á Sjálandinu góda og lendir ekki a e-u krummaskudi á Jótlandi:)