þriðjudagur, nóvember 30
Aftur komin í gírinn
Þá er fjölskyldan mín bæði komin og farin. Það var voðalega gaman og gott að sjá þau öll aftur og tíminn flaug hreinlega áfram á meðan þau voru hérna. Núna eru þau vel geymt á Siglufirði og ég aftur komin á kaf i bækurnar. Næsta próf er á föstudaginn og okkur Berglindi til mikilla ama eru svörin við prófaspurningunum sjaldnast að finna í bókinni okkar eða glósunum og því hálf erfitt að undirbúa sig fyrir þetta fag. Annars er nú bara hálf halló að við skulum yfirleitt eyða stórum hluta heillar annar i atvinnu og umhverfislækningar þegar krakkarnir heima heyra hvergi minnst á fagið, en svona er það svo oft.
Já, en aftur að heimsókninni. Strákarnir voru ekki mikið búnir að breytast síðan síðast, eina breytingin var sú að greyið Guðmundur var orðinn hálf óviss um hver var hver... það er nú ekkert nýtt að ég sé ýmist kölluð Ásta eða Anna, en hann hefur hingað til verið með Brynjulf á hreinu - núna var hann hinsvegar orðin Ámundi ansi oft, til að toppa það svo hélt elskan að Binni væri nú kanski bara pabbi minn :o)
Það var voðalega gaman að leika aðeins við strákana og láta gamla manninn dekra aðeins við sig. Við kíktum aðeins niður i nýhöfn, ég var búin að lofa ljósadýrð og öðru eins (átti að kveikja á jólaljósunum) en það var víst frekar ómerkilegt en í staðinn sáum við heil ósköp af gömlum slökkvuliðsbílum sem vöktu mikinn fögnuð hjá strákunum - ekki minnst hjá þeim elsta :o) Annars var nú mest bara slappað af og tekið því rólega. Núna hlakka ég bara til að koma heim um jólin - ekki nema 18 dagar í það!
Já, en aftur að heimsókninni. Strákarnir voru ekki mikið búnir að breytast síðan síðast, eina breytingin var sú að greyið Guðmundur var orðinn hálf óviss um hver var hver... það er nú ekkert nýtt að ég sé ýmist kölluð Ásta eða Anna, en hann hefur hingað til verið með Brynjulf á hreinu - núna var hann hinsvegar orðin Ámundi ansi oft, til að toppa það svo hélt elskan að Binni væri nú kanski bara pabbi minn :o)
Það var voðalega gaman að leika aðeins við strákana og láta gamla manninn dekra aðeins við sig. Við kíktum aðeins niður i nýhöfn, ég var búin að lofa ljósadýrð og öðru eins (átti að kveikja á jólaljósunum) en það var víst frekar ómerkilegt en í staðinn sáum við heil ósköp af gömlum slökkvuliðsbílum sem vöktu mikinn fögnuð hjá strákunum - ekki minnst hjá þeim elsta :o) Annars var nú mest bara slappað af og tekið því rólega. Núna hlakka ég bara til að koma heim um jólin - ekki nema 18 dagar í það!
föstudagur, nóvember 26
Von á gestum
Já, þá er kominn föstudagur og niðurstöðurnar úr prófinu sem ég skilaði auðu í eru komnar inn, mín er semsagt búin að ná sér i fyrstu falleinkun ever. Það er svolítið fyndið, sérstaklega þegar þetta var með vilja gert þannig að ég er ekki sú niðurbrotna manneskja sem ég taldi mig verða við þennan atburð. Ég verð bara að muna að hlaupa upp í skóla á eftir og skrá mig i sjúkraprófið, það er víst bara hægt að gera það í dag - ef það klikkar eitthvað ÞÁ verð ég leið.
Annars lítið nýtt, Binni skemmdi eitthvað á sér hnéið i fyrradag við öll þessi hopp þannig að við kúrðum okkur bara saman fyrir framann kassann i gær í staðinn fyrir að fara i dansinn. Það er ekki svo oft að við erum bæði heima í einu, vakandi og ekki upptekin við sitt hvorn hlutinn, must say that I like it.
Já, Pabbi er víst kominn leiðar sinnar til Gautaborgar og kemur til mín annaðkvöld. Ég hlakka voðalega mikið til að hitta strákana aftur. Læt ykkur vita hvað verður brallað þegar að því kemur. Verð að þjóta...
Annars lítið nýtt, Binni skemmdi eitthvað á sér hnéið i fyrradag við öll þessi hopp þannig að við kúrðum okkur bara saman fyrir framann kassann i gær í staðinn fyrir að fara i dansinn. Það er ekki svo oft að við erum bæði heima í einu, vakandi og ekki upptekin við sitt hvorn hlutinn, must say that I like it.
Já, Pabbi er víst kominn leiðar sinnar til Gautaborgar og kemur til mín annaðkvöld. Ég hlakka voðalega mikið til að hitta strákana aftur. Læt ykkur vita hvað verður brallað þegar að því kemur. Verð að þjóta...
fimmtudagur, nóvember 25
Pétur Pan og kapteinn Krókur
Það munar ekki um það!! Ég byrjaði þetta netrölt i dag á að kíkja á gettonafnagerarann sem Ásta systir var búin að koma fyrir á síðunni sinni og haldiði ekki að ég hafi nú bara fengið nafnið doktor teapot!! fyrr má nú vera, annars passar nafið ansi vel þar sem ég nú vonandi verð doktor eftir rúmt ár og ég ligg núna i endalausri tedrykkju yfir bókunum. Ég er síðan þar seinustu helgi búin að klára tvær pakningar af jólatéi i lausu, restina af hinu teinu i lausu og einn pakka af jólatei i pokum (voðalega hrifin af jólatei þessa dagana, lyktin af því er svo góð) og þar að auki einn kassa með blönduðu teii i pokum). Já, verð nú bara að mæla með því að fólk kíki á síðuna og nái sér i nafn :o)
Annars fór ég í gær og sá dans/rythma sýningu hjá öðru ári i íþróttafræðinni. Voðalelga fínt show þar sem fólk sýndi sínar bestu hliðar, verð að segja að gæðin voru mun betri en sú sem við eigum að venjast úr skólasýningum. Fólk hafði greinilega haft mikið fyrir því að fá allskonar þema og sögur inn í atriðin. Hópurinn hans Brynjulfs tók fyrir Petur Pan, alla sjóræningjana og Kaptein krók. Verð nú að viðurkenna að mér fannst þeir frekar flottir á þvi, heil ósköp af heljarstökkum og allskonar hoppum, þeir náðu líka að blanda svona gamaldags "singing in the rain" atriði inn með regnhlífum (krakkarnir flugu jú með regnhlífum) og ansi góðu atriði með frekar íturvaksinni og skeggjaðri álfastelpu i tutupilsi (man ekki hvað hún heitir..julia roberts lék hana i myndinni)....hrein snilld.
Já, annars er ekki mikið að frétta af stelpunni, frekar upptekin af þessum lestri alltaf hreint en það breytist bráðum, nú er rúm vika i næsta próf og svo er ekki jafn klikkað að lesa fyrir þarnæsta próf. Svo er bara laaaaangt jólafrí framundan i faðmi familíunnar. Ég hlakka svo til.
Annars fór ég í gær og sá dans/rythma sýningu hjá öðru ári i íþróttafræðinni. Voðalelga fínt show þar sem fólk sýndi sínar bestu hliðar, verð að segja að gæðin voru mun betri en sú sem við eigum að venjast úr skólasýningum. Fólk hafði greinilega haft mikið fyrir því að fá allskonar þema og sögur inn í atriðin. Hópurinn hans Brynjulfs tók fyrir Petur Pan, alla sjóræningjana og Kaptein krók. Verð nú að viðurkenna að mér fannst þeir frekar flottir á þvi, heil ósköp af heljarstökkum og allskonar hoppum, þeir náðu líka að blanda svona gamaldags "singing in the rain" atriði inn með regnhlífum (krakkarnir flugu jú með regnhlífum) og ansi góðu atriði með frekar íturvaksinni og skeggjaðri álfastelpu i tutupilsi (man ekki hvað hún heitir..julia roberts lék hana i myndinni)....hrein snilld.
Já, annars er ekki mikið að frétta af stelpunni, frekar upptekin af þessum lestri alltaf hreint en það breytist bráðum, nú er rúm vika i næsta próf og svo er ekki jafn klikkað að lesa fyrir þarnæsta próf. Svo er bara laaaaangt jólafrí framundan i faðmi familíunnar. Ég hlakka svo til.
þriðjudagur, nóvember 23
Kalt kalt kalt...
Já, eins og sjá má er mér kalt, og ekki bara pínu heldur bara heilann helling. Ég er búin að sitja núna skjálfandi i nokkra tíma undir sæng og með trefil að lesa um mengun á grunnvatni og annað álíka skemmtilegt efni. Var að koma úr stuttri vinapásu (á þriðjudögum sýnir norska sjónvarpið gamla þætti um kl 5 og svo heldur danska sjónvarpið áfram með 2 nýlegri þætti um hálf sjö leitið og að lokum er sýndur nýr þáttur á annarri danskri stöð, sannkölluð vinaveisla). Það þýðir samt lítið fyrir mig að leggjast i sjónvarpsgláp i dag, það er víst nóg að lesa fyrir næsta próf. Ég ætla líka að vera dugleg og kíkja í ræktina með Ingu, ég er búin að vera svo ódugleg upp á síðkastið - verður ekki sagt neitt um tímalengd thessarar lægðar.
Laugardagskvöldið endaði á því að við kíktum i Jólatívoliið, það er alltaf stemmning að kíkja, sérstaklega þegar maður er með árskort. Ég á nú eftir að kíkja aftur fyrir jól, endilega látið vita ef ykkur langar með. Svo komu stelpurnar i kökuboð á sunnudeginum, vorum reyndar ekki margar en það var svo huggulegt að vera bara í fríi og japla á allskonar kræsingum inni í hlýjunni. Svo byrjaði lesturinn aftur i gær, næsta próf er 3. desember svo það er nóg að lesa. Pabbi kemur líka næstu helgi og ég verð að vinna eitthvað líka, svo það hverfa nokkrir dagar þar. Mig langar bara að taka því rólega fyrir þetta próf, ekkert gaman að hanga yfir bókunum öll kvöld. Jæja, verð að fara núna svo Inga verði ekki reið :o) bless i bili
Laugardagskvöldið endaði á því að við kíktum i Jólatívoliið, það er alltaf stemmning að kíkja, sérstaklega þegar maður er með árskort. Ég á nú eftir að kíkja aftur fyrir jól, endilega látið vita ef ykkur langar með. Svo komu stelpurnar i kökuboð á sunnudeginum, vorum reyndar ekki margar en það var svo huggulegt að vera bara í fríi og japla á allskonar kræsingum inni í hlýjunni. Svo byrjaði lesturinn aftur i gær, næsta próf er 3. desember svo það er nóg að lesa. Pabbi kemur líka næstu helgi og ég verð að vinna eitthvað líka, svo það hverfa nokkrir dagar þar. Mig langar bara að taka því rólega fyrir þetta próf, ekkert gaman að hanga yfir bókunum öll kvöld. Jæja, verð að fara núna svo Inga verði ekki reið :o) bless i bili
laugardagur, nóvember 20
Snjókorn falla, á allt og alla....
I dag byrjaði að snjóa hérna i DK - annaðhvort skipti sem maður leit út um gluggann var ágætis snjóbylur en i hin skiptin var ekki snjó að sjá og bara sól. Það er samt orðið voðalega kalt og vetrarlegt hérna á bara nokkrum dögum. Fór i bíó i gær með Ingu Jónu en við vorum rétt að þiðna þegar rúllutextarnir komu fram þannig að við gungurnar tókum bara lestina heim með hjólin. Við sáum Bridget Jones nr 2 og hún var alveg eins og við var að búast, við náðum nú að skella vel uppúr oftar en einu sinni og getum við því tekið undir það að þetta var hin ágætasta tímasóun, voða létt og auðmelt allt saman.
Ég er bara búin að vera í skýjunum yfir því að vera i frí án þess að þjást af illri samvisku, hef samt voðalega lítið gert i fríinu. Var hálf ónýt i gær og fyrir utan bíóferðina gerði ég ekkert annað en að baka pinu, þvo og fara 4 sinnum úti búð -vantaði alltaf eitthvað smotterí i baksturinn, og það var ekki fyrr en í seinustu ferðinni að ég keypti hveiti :o) Ég var svo bara að vinna í dag, ætlaði að kíkja aðeins á netið þegar ég kom heim, svo er hún bara allt í einu farin að ganga 6 og ég enn fyrir framan tölvuna. Mér dettur samt eflaust eitthvað sniðugt i hug að gera i kvöld, ef ekki þá er líka bara ágætt að slappa af og gera ekki neitt.
Já, góðar fréttir. Pabbi og co koma við hjá mér næstu helgi. Hann er að fara á ráðstefnu i Svíþjóð og tekur familíuna með sér, ég hlakka mikið til að sjá strákana aftur. Hlakka til þegar ég fer sjálf að fara á fundi og ráðstefnur hérna og þarna, ég er ekki ennþá komin yfir það að finnast gaman að gista á hótelum.
Ég er bara búin að vera í skýjunum yfir því að vera i frí án þess að þjást af illri samvisku, hef samt voðalega lítið gert i fríinu. Var hálf ónýt i gær og fyrir utan bíóferðina gerði ég ekkert annað en að baka pinu, þvo og fara 4 sinnum úti búð -vantaði alltaf eitthvað smotterí i baksturinn, og það var ekki fyrr en í seinustu ferðinni að ég keypti hveiti :o) Ég var svo bara að vinna í dag, ætlaði að kíkja aðeins á netið þegar ég kom heim, svo er hún bara allt í einu farin að ganga 6 og ég enn fyrir framan tölvuna. Mér dettur samt eflaust eitthvað sniðugt i hug að gera i kvöld, ef ekki þá er líka bara ágætt að slappa af og gera ekki neitt.
Já, góðar fréttir. Pabbi og co koma við hjá mér næstu helgi. Hann er að fara á ráðstefnu i Svíþjóð og tekur familíuna með sér, ég hlakka mikið til að sjá strákana aftur. Hlakka til þegar ég fer sjálf að fara á fundi og ráðstefnur hérna og þarna, ég er ekki ennþá komin yfir það að finnast gaman að gista á hótelum.
föstudagur, nóvember 19
Afmælisbarn dagsins
Má ekki gleyma að óska afmælisbarni dagsins til hamingju, Arnar litli sem er nú bara orðinn nokkur stór á afmæli í dag. Hérmeð sendi ég fullt af gleði og hamingju til Tokyo.
Endalaus gleði
Já elskurnar mínar, ég er búin með patologíu prófið hrottalega og komin i helgarfrí! Ja, svona næstum, þarf að vinna á laugardaginn en ég er amk komin i frí frá bókunum fram á mánudag þar sem næsta törn tekur við. Ég er nú búin að ákveda það að hún á ekki að vera jafn slæm og þessi síðasta. Það gékk nefnilega vonum framar í prófinu og allar svefnlausu næturnar undanfarið því af tilefnislausu (sem betur fer).
Þetta var munnlegt próf og ég lenti auðvitað hjá prófdómara sem var búinn að vera frekar pirraður úti mig í tímum. Hann er einn af þeim sem spyr fullt af spurningum en heldur ekki áfram eða svarar sjálfur þegar enginn úr bekknum svarar. Mér finnst það auðvitað mikil tímasóun og er ekki þolinmóðari en að ég svara oft bara, oftast bara skot úti bláinn. I eitt af þessum skiptum var ég búin að svara 4 eða 5 spurningum í röð og svo heldur hann áfram og ég giska, hann heyrir ekki hvað ég segi og ég fatta hvad ég er að gera og segji æji það var ekkert, hann pumpar mig en ég vil ekki segja það, fannst ég vera búinn að flagga mér aðeins of mikið i þeim tíma núþegar. Hann hefur síðan alltaf kommenterað á það, ég mumli bara og vilji ekki svara og svo hoppar hann yfir mig þegar hann er að láta okkur lýsa sýnum og er alltaf eitthvað að segja.
En mín stóð sig bara vel og það prófið endaði á því að kallinn vill faðma mig. Æji, ég var bara svo dugleg og vissi svo mikið og hans dagur byrjaði bara svo vel með þessu prófi og úff, það var ekki lítið sem hann hrósaði mér - þvílík umbreyting á einum manni! Ég varð nú hálf skelkuð á svipin þegar hann svo knúsaði stelpuna, meiri vitleysan.
En þetta var snilldar byrjun á góðum degi. Ég skellti mér heim og þreif húsið, alltaf svo gott að koma heim og þurfa ekki hafa slæma samvisku yfir því að maður sé ekki að þvo skítugu gólfin og taka til. Svo var bara sett i verslunargírinn - og vel tekið á því, hef ekki verið niðri í bæ lengi lengi lengi. Ég var komin með svo marga poka að ég get ekki hjólað heim en þurfti að taka strætó :o)
Beint úr búðunum fór ég á date með Mæju pæju sem var líka í prófi i gær og við ætluðum að fá okkur bjór til að halda upp á áfangann. Byrjaði voða saklaust, en svo sátum við lengi og það var svo huggulegt, Binni ætlaði svo að hitta okkur en seinkaði svo þetta endaði nú á því að mín fór frekar hál i dansinn. Ég skemmti mér konunglega en ég hugsa að ég hafi aldrei klikkað jafn mikið á skrefunum eins og i gær. Fannst nú samt skynsamlegt að æfa mig i því ástandi sem maður líklegast oftast er í ef maður ætlar að fara úti það að dansa ;o)
Nú er ég svo búin að sitja við tölvuna frá því rúmlega 8 til að svara pósti sem ég hef ekki haft tíma til að svara fyrr en núna. Höfuðið er ekki ennþá komið i lag eftir ölið og ég er svo smátt að fá matarlystina aftur. Ætla að fá mér matarbita og fara svo og fylla vel uppí skápana í eldhúsinu og jafnvel baka pínu. Svo á bara að njóta þess að vera í fríi í dag.
Þetta var munnlegt próf og ég lenti auðvitað hjá prófdómara sem var búinn að vera frekar pirraður úti mig í tímum. Hann er einn af þeim sem spyr fullt af spurningum en heldur ekki áfram eða svarar sjálfur þegar enginn úr bekknum svarar. Mér finnst það auðvitað mikil tímasóun og er ekki þolinmóðari en að ég svara oft bara, oftast bara skot úti bláinn. I eitt af þessum skiptum var ég búin að svara 4 eða 5 spurningum í röð og svo heldur hann áfram og ég giska, hann heyrir ekki hvað ég segi og ég fatta hvad ég er að gera og segji æji það var ekkert, hann pumpar mig en ég vil ekki segja það, fannst ég vera búinn að flagga mér aðeins of mikið i þeim tíma núþegar. Hann hefur síðan alltaf kommenterað á það, ég mumli bara og vilji ekki svara og svo hoppar hann yfir mig þegar hann er að láta okkur lýsa sýnum og er alltaf eitthvað að segja.
En mín stóð sig bara vel og það prófið endaði á því að kallinn vill faðma mig. Æji, ég var bara svo dugleg og vissi svo mikið og hans dagur byrjaði bara svo vel með þessu prófi og úff, það var ekki lítið sem hann hrósaði mér - þvílík umbreyting á einum manni! Ég varð nú hálf skelkuð á svipin þegar hann svo knúsaði stelpuna, meiri vitleysan.
En þetta var snilldar byrjun á góðum degi. Ég skellti mér heim og þreif húsið, alltaf svo gott að koma heim og þurfa ekki hafa slæma samvisku yfir því að maður sé ekki að þvo skítugu gólfin og taka til. Svo var bara sett i verslunargírinn - og vel tekið á því, hef ekki verið niðri í bæ lengi lengi lengi. Ég var komin með svo marga poka að ég get ekki hjólað heim en þurfti að taka strætó :o)
Beint úr búðunum fór ég á date með Mæju pæju sem var líka í prófi i gær og við ætluðum að fá okkur bjór til að halda upp á áfangann. Byrjaði voða saklaust, en svo sátum við lengi og það var svo huggulegt, Binni ætlaði svo að hitta okkur en seinkaði svo þetta endaði nú á því að mín fór frekar hál i dansinn. Ég skemmti mér konunglega en ég hugsa að ég hafi aldrei klikkað jafn mikið á skrefunum eins og i gær. Fannst nú samt skynsamlegt að æfa mig i því ástandi sem maður líklegast oftast er í ef maður ætlar að fara úti það að dansa ;o)
Nú er ég svo búin að sitja við tölvuna frá því rúmlega 8 til að svara pósti sem ég hef ekki haft tíma til að svara fyrr en núna. Höfuðið er ekki ennþá komið i lag eftir ölið og ég er svo smátt að fá matarlystina aftur. Ætla að fá mér matarbita og fara svo og fylla vel uppí skápana í eldhúsinu og jafnvel baka pínu. Svo á bara að njóta þess að vera í fríi í dag.
mánudagur, nóvember 15
3 dagar i prof
Mig langadi bara rett ad segja hæ og lata vita ad eg se enntha a lifi. Eg er ad stelast i pasu fra spottinu, er annars buin ad vera frekar dugleg ad lesa. Eg er komin med fina tækni a spottid og er alveg hætt ad vera oglatt - sem betur fer thar sem eg mun litid annad gera fram a fimmtudag.
Thad er buid ad vera svo gott vedur ad mig langar mest ad vera i frii og vera uti. Ætla reyndar ad taka mer fri um helgina adur en eg byrja a lestrinum fyrir næsta prof. Vona bara ad vedrid haldi ser svona. Latid bara vita ef ykkur leidist um helgina, aldrei ad vita nema eg vilji leika.
Ekkert nytt i frettum - annad en ad vid erum komin med ofn og thurfum thvi ekki lengur ad takmarka matargerdina vid thad sem virkar vel a pønnu. Jibbii :o) Annars for Binni alveg med thad i gær. Hann var ad profa sig afram i eldhusinu og ætladi ad gera kartøflumus, eg grat bad hann um ad nota ekki hvitlauk aftur (hann hefur mjog undarlegan smekk fyrir kartoflumos med rosalega miklu smjori og hvitlauk) en tha notar gæjinn hrugur af parmesan osti i stadinn og kartoflumosinn vard verri en hvitlauksmusin og eg sem helt ad thad væri ekki hægt. Thetta er gott dæmi um thad ad sumt er bara best upp a gamla matann.
Jæja, eg ætla ad kikja a nokkur syni adur en okkur verdur hent ut eftir halftima.
Thad er buid ad vera svo gott vedur ad mig langar mest ad vera i frii og vera uti. Ætla reyndar ad taka mer fri um helgina adur en eg byrja a lestrinum fyrir næsta prof. Vona bara ad vedrid haldi ser svona. Latid bara vita ef ykkur leidist um helgina, aldrei ad vita nema eg vilji leika.
Ekkert nytt i frettum - annad en ad vid erum komin med ofn og thurfum thvi ekki lengur ad takmarka matargerdina vid thad sem virkar vel a pønnu. Jibbii :o) Annars for Binni alveg med thad i gær. Hann var ad profa sig afram i eldhusinu og ætladi ad gera kartøflumus, eg grat bad hann um ad nota ekki hvitlauk aftur (hann hefur mjog undarlegan smekk fyrir kartoflumos med rosalega miklu smjori og hvitlauk) en tha notar gæjinn hrugur af parmesan osti i stadinn og kartoflumosinn vard verri en hvitlauksmusin og eg sem helt ad thad væri ekki hægt. Thetta er gott dæmi um thad ad sumt er bara best upp a gamla matann.
Jæja, eg ætla ad kikja a nokkur syni adur en okkur verdur hent ut eftir halftima.
miðvikudagur, nóvember 10
Tíminn flýgur
Já tíminn líður sko hratt, ég er að fara i fyrsta prófið á morgun. Reyndar ekki verra en svo að ég mæti, sit i hálftíma og skila auðu svo ég fái að fara i sjúkraprófið i desember ;o) Næsta próf er svo eftir viku, en það er mun alvarlegra mál. Ég komst i panik-mode i dag, fór að spotta (skoða vefjasýni i smásjá) og ég sá að það tekur mig lengri tíma en ég hélt að læra þessi 100 sýni utanað, og þá eru öll stóru sýnin eftir... þetta verður strembin vika. Ég spottaði i fyrsta skipti i gær og varð svo bílveik eftir bara smástund að mín varð að fara heim að faðma klóið. Gékk nú betur i dag, tók því bara rólega og varð bara frekar flökurt.
Jæja, ég ætla að gleypa brennda kjúklinginn minn og sjá hluta af vinum, áður en ég vindi mér aftur i lesturinn.
Jæja, ég ætla að gleypa brennda kjúklinginn minn og sjá hluta af vinum, áður en ég vindi mér aftur i lesturinn.
sunnudagur, nóvember 7
Hún á afmæli í dag..
Jæja, komið að því, ég er þá orðin 27.ára, það er hálf scary en ég ætla ekkert að láta það á mig fá í dag. Ætla bara að taka því rólega og gera eitthvað skemmtilegt. Ég var bara dugleg i morgun og las smá, ætla núna i sturtu og svo á bara að "hygge sig" það sem af er degi. Ég er líka að bíða eftir að kallinn vakni (var á næturvakt) svo að ég geti opnað pakkana og farið eitthvert út að gera eitthvað skemmtilegt.
laugardagur, nóvember 6
Tja..
Þá er ég komin heim og ætla að koma mér fyrir uppí sófa undir teppi og hafa það notalegt i smá stund. Dagurinn hvarf eiginlega i ekki neitt, var að rembast við að lesa en komst ekkert áfram. Náði samt að vera smá húsmóðir og þvo, og svo að sinna kallinum aðeins. Hitti svo Guggu og Lárey a Robert's coffee - uppáhalds kaffihúsinu mínu. Sátum lengi og ræddum ýmis mál, ágætt að enginn heyrði í okkur :o)
Við skvísurnar og Ævar ætluðum að fara fínt út að borða en það tók tímana tvenna að finna stað, og i hvert skipti sem við fundum eitthvað spennandi var auðvitað ekki laust borð. Lárey er því búin að sjá nánast allan miðbæinn bara eftir matarleitina miklu. Við enduðum á Sticks and Sushi þar sem ég lét vaða á sushi þó ég hafi nú aldrei verið svo hrifin af því. Það gengur betur i hvert skipi sem ég reyni, verð líklega stór sushi-fan um nírætt. Kíktum svo i kaffi til Frikka á þvottahúsinu áður en við héldum heim. Kvöldið var nú bara ansi huggulegt en það verður gott að fara að sofa, verst að ég vakna árinu eldri á morgun.
Við skvísurnar og Ævar ætluðum að fara fínt út að borða en það tók tímana tvenna að finna stað, og i hvert skipti sem við fundum eitthvað spennandi var auðvitað ekki laust borð. Lárey er því búin að sjá nánast allan miðbæinn bara eftir matarleitina miklu. Við enduðum á Sticks and Sushi þar sem ég lét vaða á sushi þó ég hafi nú aldrei verið svo hrifin af því. Það gengur betur i hvert skipi sem ég reyni, verð líklega stór sushi-fan um nírætt. Kíktum svo i kaffi til Frikka á þvottahúsinu áður en við héldum heim. Kvöldið var nú bara ansi huggulegt en það verður gott að fara að sofa, verst að ég vakna árinu eldri á morgun.
J-dagur
Já þá er Lárey mætt á svæðið og nóg að gera. Það var svo gaman að sjá hana aftur. Ég sá hana nú ekki fyrr en seint á fimmtudeginum því ég varð að mæta í skólann, svo þurftum við líka að raða vöktum fram yfir áramót og það gengur sjaldan hratt fyrir sig. Fimmtudagskvöldið fór i það að fá allar fréttirnar og stelpu spjalla uppi í sófa hjá Guggu, undir sæng og japlandi á kúlum fra Íslandi. Gæti varla verið betra.
Ég tók mér svo snemma frí á föstudeginum og hitti Lárey niðri i bæ þar sem var kíkt i búðirnar. Við ætluðum nú ekki að versla mikið - ég ætlaði nú mest bara með til að halda á pokunum hennar og vera guide, en endaði nú samt með 2 poka sjálf :o) Við vorum samt voða sparsamar, keyptum ekki einn einasta hlut sem kostaði yfir 300 dkr.
Fórum heim, dáðumst að kaupunum, fengum okkur að borða og hittum siðan Guggu O og Rannveigu á Sankt Hans torgi. Ætluðum bara i rólegan kaffibolla en það var allt fullt allstaðar útaf J-deginum.
J-dagurinn er dagurinn sem jólabjórinn kemur i sölu, og auðvitað verða allir að smakka hann þegar salan byrjar kl 20.59, ekki er verra að fyrstu kassarnir á hverjum bar eru yfirleitt fríir- amk á skólabörunum. Þú sérð sjaldan fleira fólk á djamminu en á j-deginum og svo auðvitað p-deginum (sama, bara páskabjórinn).
Við stelpurnar ætluðum nú bara að vera hinar rólegustu, klíndum okkur samt inn a bar og fengum okkur einn til að smakka, vorum svo að leita annað þegar Tuborg bjór strætóinn bara birtist eins og kallaður og tók okkur með á rúntinn um bæinn og gaf okkur fríann bjór. Hefði nú allt getað endað í svaka djammi, en við vorum meira fyrir tjillið og enduðum á Sterio bar og útrolegt en satt fengum meira að segja sæti :o) Ég var svo sybbin að ég skreið snemma heim, ætlaði líka að lesa fullt i dag áður en ég hitti stelpurnar aftur á eftir, en þær voru eitthvað áfram. Aldrei að vita hvar það endaði- þær eru amk ekki komnar á msn ennþá og klukkan að nálgast 2.
Stefnan er svo að fara út að borða i kvöld og kíkja kannski i eina margarítu eða tvær á Mexibar til að halda upp á daginn á morgun. Ég verð nú samt að setjast niður og lesa nokkrar síður, hef ekki verið með hugann við verkið i morgun og það bæði sést og finnst. Heyrumst
Ég tók mér svo snemma frí á föstudeginum og hitti Lárey niðri i bæ þar sem var kíkt i búðirnar. Við ætluðum nú ekki að versla mikið - ég ætlaði nú mest bara með til að halda á pokunum hennar og vera guide, en endaði nú samt með 2 poka sjálf :o) Við vorum samt voða sparsamar, keyptum ekki einn einasta hlut sem kostaði yfir 300 dkr.
Fórum heim, dáðumst að kaupunum, fengum okkur að borða og hittum siðan Guggu O og Rannveigu á Sankt Hans torgi. Ætluðum bara i rólegan kaffibolla en það var allt fullt allstaðar útaf J-deginum.
J-dagurinn er dagurinn sem jólabjórinn kemur i sölu, og auðvitað verða allir að smakka hann þegar salan byrjar kl 20.59, ekki er verra að fyrstu kassarnir á hverjum bar eru yfirleitt fríir- amk á skólabörunum. Þú sérð sjaldan fleira fólk á djamminu en á j-deginum og svo auðvitað p-deginum (sama, bara páskabjórinn).
Við stelpurnar ætluðum nú bara að vera hinar rólegustu, klíndum okkur samt inn a bar og fengum okkur einn til að smakka, vorum svo að leita annað þegar Tuborg bjór strætóinn bara birtist eins og kallaður og tók okkur með á rúntinn um bæinn og gaf okkur fríann bjór. Hefði nú allt getað endað í svaka djammi, en við vorum meira fyrir tjillið og enduðum á Sterio bar og útrolegt en satt fengum meira að segja sæti :o) Ég var svo sybbin að ég skreið snemma heim, ætlaði líka að lesa fullt i dag áður en ég hitti stelpurnar aftur á eftir, en þær voru eitthvað áfram. Aldrei að vita hvar það endaði- þær eru amk ekki komnar á msn ennþá og klukkan að nálgast 2.
Stefnan er svo að fara út að borða i kvöld og kíkja kannski i eina margarítu eða tvær á Mexibar til að halda upp á daginn á morgun. Ég verð nú samt að setjast niður og lesa nokkrar síður, hef ekki verið með hugann við verkið i morgun og það bæði sést og finnst. Heyrumst
miðvikudagur, nóvember 3
Larey kemur a morgun :-)
Er ad stelast i pasu fra spottinu, vildi bara deila gledinni yfir thvi ad fa heimsokn a morgun.
þriðjudagur, nóvember 2
2 dagar i heimsókn
Jæja, betra seint en aldrei. Ég veit að ég gæti alveg verið duglegri að henda inn nokkrum línum hérna en þið fáið bara fleiri línur með lengra millibilli, hef hvort sem er ekki svo mikið að segja.
Sit núna inn í stofu og er að bíða eftir að suðan komi upp á hangikjötinu, mér hefur sem sagt ekki verið hent út þrátt fyrir lyktina af hákarlinum, en það hefur nú samt mikið verið kvartað yfir honum og harðfisknum, annars eru birgðirnar að verða búnar.
Við Brynjulf héldum smá party á laugardaginn. Og þó ég segi sjálf frá þá varð það bara frekar vel heppnað. Fólk mætti auðvitað ekki á svæðið á réttum tíma en flestir mættu þó og það hefði ekki verið pláss fyrir fleiri í kofanum. Þetta var sko alvöru party, bæði kvartanir frá nágrönnum og smotterís skemmtir á innbúi, en allir skemmtu sér vel og það er nú það sem máli skiptir. Ég er hrædd um að ég eigi bara ansi skemmtilega vini :o) Kíktum svo aðeins i bæinn þar sem var dansað fram á nótt. Það kom sér vel að klukkunni var breytt morguninn eftir - ekki að það hafi verið nóg, hrædd um að aldurinn sé farinn að segja til sín!
Sunnudagurinn fór í að jafna sig, ég var nú ekki lengi að fresta því að fara yfir prófspurningar með stelpunum, en ég mætti nú samt i afmæli hjá Guðrúnu Maríu sem varð þrítug þennan dag. Var voðalega gaman að sjá hana en hun hefur verið i felum á Íslandi undanfarið. Svo var það bara sófinn og ég, ég og sófinn, það sem eftir var dags.
Hef síðan verið að reyna að ná upp því sem ég tapaði í lestri en það gengur hægt. Það er bara orðið hættulega stutt i prófin hjá mér og nóg eftir að lesa og spotta. Ég tek mér nú samt aðra pásu næstu helgi, Lárey vinkona er að koma í heimsókn og hlakkar okkur Guggunum mikið til. Við erum báðar að fara yfirum útaf yfirvofandi prófum en ég hugsa að við höfum bara gott af því að slaka svolítið á. Við lesum orðið frá morgni til kvölds og ef við föllum af því að við tókum 2 daga frí þá verður það bara að vera þannig. Stelpan á líka afmæli á sunnudaginn svo það hefði nú verið frídagur hvort sem er.
Jæja, þetta verður að vera nóg i bili. Ég á víst stefnumót við patalogíubækurnar ;o)
Sit núna inn í stofu og er að bíða eftir að suðan komi upp á hangikjötinu, mér hefur sem sagt ekki verið hent út þrátt fyrir lyktina af hákarlinum, en það hefur nú samt mikið verið kvartað yfir honum og harðfisknum, annars eru birgðirnar að verða búnar.
Við Brynjulf héldum smá party á laugardaginn. Og þó ég segi sjálf frá þá varð það bara frekar vel heppnað. Fólk mætti auðvitað ekki á svæðið á réttum tíma en flestir mættu þó og það hefði ekki verið pláss fyrir fleiri í kofanum. Þetta var sko alvöru party, bæði kvartanir frá nágrönnum og smotterís skemmtir á innbúi, en allir skemmtu sér vel og það er nú það sem máli skiptir. Ég er hrædd um að ég eigi bara ansi skemmtilega vini :o) Kíktum svo aðeins i bæinn þar sem var dansað fram á nótt. Það kom sér vel að klukkunni var breytt morguninn eftir - ekki að það hafi verið nóg, hrædd um að aldurinn sé farinn að segja til sín!
Sunnudagurinn fór í að jafna sig, ég var nú ekki lengi að fresta því að fara yfir prófspurningar með stelpunum, en ég mætti nú samt i afmæli hjá Guðrúnu Maríu sem varð þrítug þennan dag. Var voðalega gaman að sjá hana en hun hefur verið i felum á Íslandi undanfarið. Svo var það bara sófinn og ég, ég og sófinn, það sem eftir var dags.
Hef síðan verið að reyna að ná upp því sem ég tapaði í lestri en það gengur hægt. Það er bara orðið hættulega stutt i prófin hjá mér og nóg eftir að lesa og spotta. Ég tek mér nú samt aðra pásu næstu helgi, Lárey vinkona er að koma í heimsókn og hlakkar okkur Guggunum mikið til. Við erum báðar að fara yfirum útaf yfirvofandi prófum en ég hugsa að við höfum bara gott af því að slaka svolítið á. Við lesum orðið frá morgni til kvölds og ef við föllum af því að við tókum 2 daga frí þá verður það bara að vera þannig. Stelpan á líka afmæli á sunnudaginn svo það hefði nú verið frídagur hvort sem er.
Jæja, þetta verður að vera nóg i bili. Ég á víst stefnumót við patalogíubækurnar ;o)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)