laugardagur, nóvember 20

Snjókorn falla, á allt og alla....

I dag byrjaði að snjóa hérna i DK - annaðhvort skipti sem maður leit út um gluggann var ágætis snjóbylur en i hin skiptin var ekki snjó að sjá og bara sól. Það er samt orðið voðalega kalt og vetrarlegt hérna á bara nokkrum dögum. Fór i bíó i gær með Ingu Jónu en við vorum rétt að þiðna þegar rúllutextarnir komu fram þannig að við gungurnar tókum bara lestina heim með hjólin. Við sáum Bridget Jones nr 2 og hún var alveg eins og við var að búast, við náðum nú að skella vel uppúr oftar en einu sinni og getum við því tekið undir það að þetta var hin ágætasta tímasóun, voða létt og auðmelt allt saman.

Ég er bara búin að vera í skýjunum yfir því að vera i frí án þess að þjást af illri samvisku, hef samt voðalega lítið gert i fríinu. Var hálf ónýt i gær og fyrir utan bíóferðina gerði ég ekkert annað en að baka pinu, þvo og fara 4 sinnum úti búð -vantaði alltaf eitthvað smotterí i baksturinn, og það var ekki fyrr en í seinustu ferðinni að ég keypti hveiti :o) Ég var svo bara að vinna í dag, ætlaði að kíkja aðeins á netið þegar ég kom heim, svo er hún bara allt í einu farin að ganga 6 og ég enn fyrir framan tölvuna. Mér dettur samt eflaust eitthvað sniðugt i hug að gera i kvöld, ef ekki þá er líka bara ágætt að slappa af og gera ekki neitt.

Já, góðar fréttir. Pabbi og co koma við hjá mér næstu helgi. Hann er að fara á ráðstefnu i Svíþjóð og tekur familíuna með sér, ég hlakka mikið til að sjá strákana aftur. Hlakka til þegar ég fer sjálf að fara á fundi og ráðstefnur hérna og þarna, ég er ekki ennþá komin yfir það að finnast gaman að gista á hótelum.

2 ummæli:

Gugga sagði...

He he, takk Siggan min. Eg veit nu samt ordid ekki hvernig fer med børnin 4, kanski verda thau bara 2 a endanum. Gaman ad heyra i ther og bid ad heilsa Tomasi, segdu honum ad phd se nu ekki liklegt i bili. knus

Asta sagði...

Hí, hí.. Þú ert nú meira krúttið :0)